Fréttir
Eldri fréttir: 2017 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Unglingar og barnagæsla
Umboðsmaður barna fær oft fyrirspurnir um það hvenær unglingar mega byrja að vinna við barnagæslu. Vinnueftirlitið að barnagæsla geti ekki talist starf af léttara taginu og því sé ekki heimilt að ráða yngri en 15 ára til að starfa við barnagæslu. Ekki ætti að fela yngra barni að gæta annars barns nema undir eftirliti fullorðinna.
Umsögn um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsleysi), 373. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2008, um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsleysi), 373. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. apríl 2017.
Skrifstofan lokuð í dag, 21. apríl
Í dag, föstudaginn 21. apríl, fara fram sumarþrif á skrifstofu umboðsmanns barna og verða starfsmenn því ekki með með hefðbundna viðveru á skrifstofunni í dag.
Gleðilegt sumar
Á morgun fagna landsmenn sumarkomu og jafnvel þó veðráttan eigi það til að vera ekki mjög sumarleg um þessar mundir má búast við að mörg sveitarfélög verði með hátíðarhöld í tilefni dagsins.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2008, um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 215. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2008, um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 215. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 19. apríl 2017.
Ungmenni með réttindafræðslu fyrir ráðherra og ráðuneytisstarfsmenn
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur staðið að réttindafræðslu fyrir ýmsa aðila sem koma að málefnum barna. Hópurinn, sem samanstendur af ungmennum 13 - 17 ára, hefur boðið uppá fræðslu til stjórnmálamanna og -kvenna um störf hópsins og réttindi barna.
Rödd unga fólksins - morgunverðarfundur Náum áttum
Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi. Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Rödd unga fólksins: Er hlustað á skoðanir ungmenna?"
Könnun um ungmennaráð sveitarfélaga
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um stöðu ungmennaráða.
Síða 5 af 7