15. mars 2017

Umboðsmaður barna fundar með forsætisráðherra

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, átti fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra í morgun en embættið heyrir undir forsætisráðuneytið. Á fundinum ræddu þau um störf og verkefni umboðsmanns barna.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, átti fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra í morgun en embættið heyrir undir forsætisráðuneytið. Á fundinum ræddu þau um störf og verkefni umboðsmanns barna.  

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 skipar ráðherra umboðsmann barna til fimm ára í senn. Skipa má umboðsmanninn að nýju til fimm ára án auglýsinga. Margrét María lýkur sínum öðrum skipunartíma í lok júní og hættir þá sem umboðsmaður barna. Á fundinum með ráðherra voru þessi starfslok einnig rædd. 

 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica