Fréttir
Eldri fréttir: 2017 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti
Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu
Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.
Tómstundadagurinn 2017
Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.
Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar
Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands
Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.
Tannlækningar 3 - 17 ára barna nú gjaldfrjálsar
Umboðsmaður barna vekur athygli á að 4 og 5 ára börn eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Það þýðir að kostnaður vegna tannlækninga barna frá 3 - 17 ára er nú að fullu greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að árlegu komugjaldi frátöldu sem er 2.500 kr.
Síða 7 af 7
- Fyrri síða
- Næsta síða