Fréttir


Eldri fréttir: 2010 (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

5. maí 2010 : Frumvarp um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, 495. mál.

Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, 495. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður í bréfi dags. 5. maí 2010.

3. maí 2010 : Börn yfir kjörþyngd

Í frétt á vefsvæði Lýðheilsustöðvar dags. 16. apríl 2010 segir frá nýútkominni skýrslu sem Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa tekið saman og gefið út. Í skýrslunni, sem ber titilinn „Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu - Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast?", er komið á framfæri nýjum tölum og stuttri útlistun á lykilhugtökum sem notuð eru um líkamsþyngd barna.

30. apríl 2010 : Samstarfsáætlun um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum

Út er komin Samstarfsáætlun um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

29. apríl 2010 : Norræn skýrsla um brottfall framhaldsskólanema

Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er lagt til að til aðgerða verði gripið eins snemma og unnt er í skólagöngunni, til að koma í veg fyrir brottfall.

28. apríl 2010 : Frumvarp um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum, 293. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til áfengislaga (auglýsingar), 293. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna í bréfi dags. 28. apríl 2010.

28. apríl 2010 : Talnaefni um starfsfólk á leikskólum í árslok 2009

Hagstofan hefur birt talnaefni um starfsfólk á leikskólum í desember 2009.

28. apríl 2010 : Talnaefni um börn í leikskólum í árslok 2009

Hagstofan hefur birt talnaefni um börn í leikskólum landsins í árslok 2009.

26. apríl 2010 : Frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.  Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 26. apríl 2010.

26. apríl 2010 : Mótmæli við heimili bitna á börnum

Mótmæli og skemmdarverk fyrir utan heimili geta haft neikvæð áhrif á líðan barna og brotið gegn rétti þeirra til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Síða 8 af 13

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica