26. apríl 2010

Frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.  Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 26. apríl 2010.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.  Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 26. apríl 2010.

Skoða frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), þskj. 836, 485. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 26. apríl 2010


Efni: Frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög), 485. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Í frumvarpinu er lagt til að samkynhneigðir öðlist sama rétt og gagnkynhneigðir til að ganga í hjúskap. Slíkt væri mikill áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra og myndi endanlega afnema mismunun á grundvelli kynhneigðar í íslenskri löggjöf. Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu skiptir það börn miklu máli að ólíkar fjölskyldugerðir njóti fullrar viðurkenningar í samfélaginu. Einnig er mikilvægt að samkynhneigðir unglingar finni að þeir njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Ein hjúskaparlög fyrir alla eru til þess fallin að draga úr fordómum og stuðla að jafnrétti. Umboðsmaður barna fagnar því ofangreindu frumvarpi og vonar að það verði að lögum.


Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica