29. apríl 2010

Norræn skýrsla um brottfall framhaldsskólanema

Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er lagt til að til aðgerða verði gripið eins snemma og unnt er í skólagöngunni, til að koma í veg fyrir brottfall.

Á milli 60 og 80 prósent nemenda í hverjum árgangi lýkur framhaldsskólanámi, en þrátt fyrir að þetta séu háar tölur er barist fyrir því í öllum norrænum ríkjunum að draga úr brottfalli þeirra sem eftir standa. Brottfall framhaldsskólanema úr skóla er dýrt fyrir samfélagið og ógn við velferðarsamfélag framtíðar. Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er lagt til að til aðgerða verði gripið eins snemma og unnt er í skólagöngunni, til að koma í veg fyrir brottfall.

Í skýrslunni „Brottfall úr námi hjá 16 - 20 ára á Norðurlöndum”, segir að meginástæða brottfalls sé lélegur árangur í upphafi skólagöngu, ekki hvað síst skortur á félagsfærni og dræm þátttaka í skólalífinu. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að grípa verði til aðgerða eins snemma í leikskólanum og grunnskólanum og unnt er og miða námið við forsendur hvers og eins.

Sjá nánar í frétt dags. 27. apríl 2010 á vef Norrænu ráðherranefndarinnar www.norden.org/is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica