Fréttir
Eldri fréttir: 2009 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Ungt fólk 2009
Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2009 sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytisins líður íslenskum börnum betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Skýrslan byggist á umfangsmiklum spurningalistum sem lagðir voru fyrir grunnskólanemendur í febrúar 2009. Svörunin er yfir 85 prósent.
Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki
Árlegt málþing Menntavísindasviðs verður haldið í 13. sinn dagana 29.-30. október. Að þessu sinni er yfirskrift málþingsins "Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki.
Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum
Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.
Morgunverðarfundur: Kannabis - umfang og afleiðingar
„Náum áttum" í samstarfi við „VIKU 43 - vímuvarnaviku 2009" stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 20. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni: „Kannabis - umfang og afleiðingar".
Viltu lesa fyrir mig?
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.
Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna
Tilkynning um umsóknarfrest hjá Evrópu unga fólksins - Youth in Action - Ungmennaáætlun Evrópusambandsins 2007 - 2013.
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn geð- og hegðunarerfiðleikum ungmenna
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum pistli um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn geð- og hegðunarerfiðleikum ungmenna sem Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur skrifaði nýlega í Vefrit Sálfræðingafélags Íslands
Hljóðvist í leik- og grunnskólum - erindi
Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum var haldin 25. september sl. Með hljóðvist er átt við ómtíma og hljóðstig í umhverfi, t.d. í kennslustofu. Hljóðvist skiptir máli fyrir hlustunarskilyrði og upplifun fólks á hljóðum í umhverfinu. Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.
Norrænt rit um þátttöku barna
Um þessar mundir er verið að vinna að samnorrænni útgáfu bókar þar sem verkefni þar sem unnið er markvisst með raddir barna eru kynnt.
Síða 5 af 14