14. október 2009

Viltu lesa fyrir mig?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

Í bæklingnum segir m.a. að lestur

  • eflir málþroskann
  • eykur tilfinninguna fyrir málinu
  • bætir orðaforðann
  • venur barnið við að hlusta
  • er róandi
  • veitir öryggi
  • skapar trúnaðartraust milli barns og foreldris
  • veitir hlýju og nálægð
  • tengir barn og foreldri sterkum böndum
  • örvar ímyndunaraflið
  • eykur skilning á fjölbreytileika lífsins
  • kennir barninu að orða hugsanir sínar
  • auðveldar nám
  • eykur þekkingu

 

Bæklingurinn er frá árinu 1993 en þar sem efnið er tímalaust heldur hann algjörlega gildi sínu um ókomin ár.

Smellið hér til að skoða bæklinginn Viltu lesa fyrir mig?

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica