16. október 2009

Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum

 Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Samkvæmt 33. gr. barnalaga nr. 76/2003 skal sýslumaður bjóða aðilum forsjár, umgengnis- og dagsektarmála sérfræðiráðgjöf til að aðstoða þá við að finna lausn máls með tilliti til þess sem er barni fyrir bestu.  Í lok sumars bárust umboðsmanni barna athugasemdir um það að slík sáttaumleitan væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum.

Vegna þessara athugasemda sendi umboðsmaður barna bréf til allra sýslumannsembætta í september 2009 og spurðist fyrir um hvernig þessari þjónustu væri háttað og hvort hún hafi verið skorin niður. Fyrirkomulagið er þannig að Sýslumaðurinn í Reykjavík annast greiðslu á þessari þjónustu sem fram fer í öllum sýslumannsembættum á landinu. Í lok ágúst 2009 hafi verið ljóst að fé það sem áætlað var í ráðgjöfina fyrir yfirstandandi ár var uppurðið. Öllum sýslumönnum og dómsmálaráðuneytinu var tilkynnt um þetta og sérfræðiráðgjöfin stöðvuð.

Í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns barna um sérfræðiráðgjöfina tilkynnti dómsmálaráðuneytið að frekari fjárveitinga væri að vænta til þessa verkefnis og að sérfræðiráðgjöfin yrði aftur í boði eins og lög gera ráð fyrir.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica