Fréttir
Eldri fréttir: 2009 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Útvarpsþættir ungmenna um Barnasáttmálann
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á útvarpsþáttum um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefja göngu sína á Rás 1 í dag kl.15:25.
Forvarnardagurinn er á morgun
Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins á morgun, miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum
Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.
Vilt þú vera með í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?
Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum 13 – 17 ára til að starfa í ráðgjafarhópi sínum. Hlutverk ráðgjafarhóps umboðsmanns barna er að veita umboðsmanni ráðgjöf í málefnum líðandi stundar sem og að koma með athugasemdir um þau mál sem brenna á börnum og ungmennum hverju sinni.
Málstofur RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ
Reglulega eru haldnar málstofur á vegum RBF og félagsráðgjafardeildar HÍ. Málstofurnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis.
Málstofur á Barnaverndarstofu
Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði.
Ábendingar um skerta þjónusta við börn vegna efnahagsástandsins
Í samfélagsumræðunni er oft minnst á niðurskurð sem kemur niður á þjónustu við fjölskyldurnar í landinu. Til að fá betri yfirsýn yfir ástandið hefur umboðsmaður barna ákveðið að óska eftir ábendingum um niðurskurð sem bitnar með einum eða öðrum hætti á börnum.
Hvað er skólaráð?
Skylt er að starfrækja skólaráð við hvern grunnskóla og hefur það mikilvægu hlutverki að gegna sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess.
Sjálfsmynd og kynhegðun unglinga - Morgunverðarfundur
Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu- og forvarnir, mun standa fyrir morgunverðarfundi 30. september nk. kl. 8:15 - 10:00. Umræðuefnið er sjálfsmynd og kynhegðun unglinga.
Síða 6 af 14