Fréttir


Eldri fréttir: 2007 (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

26. júní 2007 : Forsjá barna úr skilnuðum og sambúðarslitum 2006

Meðal þeirra 577 sambúðarslita sem urðu á árinu 2006 voru  357 fjölskyldur með börn undir 18 ára aldri og af 498 lögskilnuðum voru 327 barnafjölskyldur. Alls voru börn úr sambúðarslitum og lögskilnuðum 1.100.

21. júní 2007 : Aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna

Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, fór í dag á fund félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, til að ræða ýmis málefni barna og barnafjölskyldna.

20. júní 2007 : Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

19. júní 2007 : Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

18. júní 2007 : Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

15. júní 2007 : Meðlagsgreiðslur úr landi

Umboðsmaður barna ritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf í byrjun maímánaðar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort ráðherra hafi sett reglur um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldrar eða börn eru búsett erlendis.

14. júní 2007 : Skýrsla SÞ um ofbeldi gegn börnum - Ályktun um viðbrögð

Á fundi hinna norrænu embætta umboðsmanna barna sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna að því að á allsherjarþinginu 2007 verði skipaður sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ til að fylgja eftir tillögum um viðbrögð við ofbeldi gegn börnum.

14. júní 2007 : Fundur norrænna umboðsmanna barna

Árlegur fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Jyväskylä í Finnlandi 31. maí - 1. júní sl.

13. júní 2007 : Mörk við markaðssókn gagnvart börnum

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa undanfarna daga átt fundi með ýmsum aðilum til að ræða um það hvar skuli setja mörk við markaðssókn gagnvart börnum.
Síða 9 af 15

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica