14. júní 2007

Fundur norrænna umboðsmanna barna

Árlegur fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Jyväskylä í Finnlandi 31. maí - 1. júní sl.

Árlegur fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Jyväskylä í Finnlandi 31. maí - 1. júní sl. Á fundinum gafst umboðsmanni barna tækifæri til að skiptast á skoðunum og upplýsingum um ýmis málefni er varða réttarstöðu og hagsmuni barna. 

Meðal umræðuefna voru verkefni embættanna, réttindi minnihlutahópa og málefni barna mæðra sem eiga við fíkniefnavanda að stríða.  Þá var á fundinum  rætt um skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum og samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að bregðast við henni.

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica