Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 8)
Fyrirsagnalisti
Svæfingar í tannlæknaþjónustu fyrir börn
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tannlæknar ekki getað sinnt þeim sjúklingum sem þurfa á svæfingu að halda vegna þess að svæfingarlæknar hafa ekki viljað sinna því starfi á stofum tannlækna af faglegum ástæðum og vegna kjaramála.
Skoðanir leikskólabarna
Í fjölmiðlum í gær var sagt frá því að leikskólabörn í leikskólanum Arnarsmára hafi ritað bæjaryfirvöldum í Kópavogi bréf til að mótmæla hugmyndum um byggingu háhýsis á Nónhæð þar sem þau leika sér gjarnan. Að mati umboðsmanns barna er mjög jákvætt að börnum sé gefin kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri.
Skólabörn í umferðinni
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn skólabarna um hvernig best sé að undirbúa þau fyrir þátttöku í umferðinni.
Umboðsmaður heimsækir samstarfsaðila
Til að fá sem gleggsta mynd af hagsmunamálum barna og unglinga ætlar Margrét að heimsækja samstarfsaðila embættisins á næstunni og ræða við fagfólk og kynna sér starf þess.
Til hamingju Skáksveit Salaskóla!
Skáksveit Salaskóla varð í gær, 18. júlí, heimsmeistari grunnskólasveita á skákmóti sem fram fór í Tékklandi þrátt fyrir naumt tap gegn Suður-Afrískri sveit í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk skáksveit hampar heimsmeistaratitli.
Vernd barna gegn nettælingu
Umboðsmaður barna tekur undir ummæli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, í Morgunblaðinu í gær, 5. júlí, um nauðsyn þess að verja börn gegn nettælingu.
Ofbeldi á börnun – Niðurstöður íslenskrar rannsóknar
Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfallið svipað á vettvangi skólans. Allt að þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi í einhverri mynd og tæplega einn af hverjum tíu greinir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.
Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni
Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.
Ingibjörg Rafnar kveður
Ingibjörg Rafnar mun láta af embætti umboðsmanns barna hinn 1. júlí nk.
Síða 8 af 15