Fréttir


Eldri fréttir: 2007 (Síða 7)

Fyrirsagnalisti

20. september 2007 : Íslensku barnabókaverðlaunin 2007

Hrund Þórsdóttir er handhafi íslensku barnabókarverðlaunanna 2007 fyrir handrit sitt Loforðið.  Bókin kom út í gær hjá Vöku-Helgafelli.

19. september 2007 : Aukaefni og ofvirkni barna

Umhverfisstofnun hefur birt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem háskólinn í Southampton vann í samráði við bresku matvælastofnunina um tengsl aukaefna í matvælum við ofvirkni. 

19. september 2007 : Börn og breytingar í fjölskyldum - Málstofur RBF

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafaskor Háskóla Íslands standa að þremur málstofum á haustönn 2007.

18. september 2007 : Námsdagar um foreldra í vanda og vanrækt börn

Þerapeia ehf. í samvinnu við Landlæknisembættið stendur fyrir námsdögum dagana 27. og 28. september nk. um foreldra í vímuefnavanda og vanrækt börn. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og stendur kl. 9:15-16:00 báða dagana.

18. september 2007 : Foreldrahæfni; hvað þarf til? - Morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn miðvikudaginn 26. september á Grand hótel kl. 8.15-10.00. Dagskrá fundarins er Foreldrahæfni; hvað þarf til?

18. september 2007 : Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð sl. laugardag, 15. september, af Velferðarsjóði barna. Umboðsmaður barna óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

17. september 2007 : Heimili og skóli 15 ára

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans óska Heimili og skóla - landssamtökum foreldra innilega til hamingju með 15 ára afmælið og þakka gott samstarf á liðnum árum.

4. september 2007 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu heimsóttur

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótti Lögreglustjórann á höfðuborgrarsvæðinu í dag ásamt starfsmönnum embættisins, Önnu Siggu og Auði Kristínu.

1. september 2007 : Útivistartími barna

Reglur um útivistartíma barna og unglinga breytast í dag, 1. september, þannig að útivistartíminn styttist um tvær klukkustundir.
Síða 7 af 15

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica