Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Göngum í skólann
Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
Dagur barnsins síðasti sunnudagur í maí
Ríkisstjórnin samþykkti 2. október sl. tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Lagt er til að dagur barnsins verði síðasti sunnudagur í maí ár hvert, í fyrsta sinn árið 2008.
Norræn ráðstefna um forvarnir og áfengis- og vímuefnamál
Dagana 12. – 13. október nk. verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík norræn ráðstefna um forvarnir og áfengis- og vímuefnamál.
Ráðstefna um Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Barnaheilla um Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin verður 11. október í Norræna húsinu.
Þemadagar Stúdentaráðs
Í dag, 4. október og á morgun, 5. október standa yfir þemadagarnir Þver/snið skipulagðir af jafnréttis-, fjölskyldu- og alþjóðanefnd Stúdentaráðs HÍ.
Flottir krakkar norðan heiða
Heimsókn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu, til Akureyrar og nágrennis var mjög vel heppnuð í alla staði.
Staða sérfræðings laus til umsóknar
Embætti umboðsmanns barna auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Umboðsmaður barna starfar eftir lögum nr. 83/1994.
Norðurland heimsótt
Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.
Umboðsmaður á fundi í Barcelona
Árlegur fundur umboðsmanna barna í Evrópu var haldinn í Barcelona á Spáni í síðustu viku. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sótti fundinn ásamt starfsmanni embættisins Sigríði Önnu Ellerup. Helsta umræðuefni fundarins var fötluð börn og hinn nýji sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.
Síða 6 af 15