Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Spurningar og svör til barna um kórónuveiruna

Það er alls ekki skrítið að finna fyrir kvíða og vera hrædd eða hræddur um það sem er að gerast í heiminum í dag út af kórónavírusnum. Margir finna fyrir því sérstaklega þegar það hefur áhrif á mann sjálfan eða umhverfið í kringum mann. Umboðsmaður barna hefur tekið saman svör við nokkrum spurningum sem gætu komið upp og hvetur öll börn til að hafa samband ef fleiri spurningar vakna.

Sjá nánar

Að ræða við börn um kórónaveiruna

Það mikilvægasta sem þú getur gert sem fullorðinn er að fullvissa og róa barnið og koma í veg fyrir að það upplifi valdaleysi. Til þess að svo megi verða þarft þú að komast að því hvað barnið þitt veit og hverjar þarfir þess eru.

Sjá nánar

Embættið á Fljótsdalshéraði

Embætti umboðsmanns barna flutti skrifstofu sína tímabundið til Egilsstaða vikuna 9. – 13 mars sl. Markmið þess var að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu. Dagskrá vikunnar var skipulögð af Helgu Guðmundsdóttur, fræðslustjóra Fljótsdalshéraðs sem sá einnig um samskipti við skólastjórnendur og...

Sjá nánar

Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

Sjá nánar

Jólakveðja

Við færum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári og hlökkum til nýrra verkefna á nýju ári.

Sjá nánar

Opið hús á aðventunni

Umboðsmaður barna verður með opið hús fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 15:00 - 17:00. Við ætlum að skapa hugljúfa jólastemmningu með heitu súkkulaði og jólasmákökum. Allir eru hjartanlega velkomnir.      Viðburðurinn á facebook. 

Sjá nánar

Ráðgjafar umboðsmannsins í fjölbreyttu hlutverki á barnaþingi

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna tók virkan þátt í barnaþingi og sinnti meðal annars hlutverki fréttamanna, skipuleggjenda og hátíðarstjóra á þinginu. Ráðgjafarhópurinn hefur verið hluti af starfsemi umboðsmanns barna í 10 ár og er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Hópurinn skapar börnum...

Sjá nánar

Vel heppnuðu barnaþingi lokið

Barnaþing 2019 er nú lokið en það fór fram í Hörpu þann 21. og 22. nóvember. Barnaþingið var sett á fimmtudeginum með stórglæsilegri setningarathöfn að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur sem var verndari Barnaþingsins.

Sjá nánar

Vel heppnuð vinnustofa um þátttöku barna

Umboðsmaður barna hélt ásamt félagsmálaráðuneytinu og stýrihópum Stjórnarráðsins afar vel heppnaða vinnustofu með Lauru Lundy, prófessor við Queen´s Háskóla í Belfast á Norður Írlandi, um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku.

Sjá nánar

Börn afhenda ráðherrum boð á barnaþing

Í vikunni afhentu börn ráðherrum boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 21.-22. nóvember. Auk barna er þingmönnum, fulltrúum sveitarstjórna, stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna, boðið til þingsins.

Sjá nánar

Fréttir af starfi ráðgjafarhóps

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinj 12 - 17 ára, hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Vinsælt hefur verið að fá fulltrúa frá hópnum til að vera með erindi við ýmis tækifæri enda hafa þau mikið fram að færa. Fulltrúar hópsins voru til að mynda með...

Sjá nánar

Náum áttum fundur um samfélagsþátttöku barna

Þriðjudaginn 5. nóvember var síðasti Náum Áttum fundur þessa árs. Að þessu sinni var umræðuefni fundarins  "Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag". Á fundinum fjallaði Laura Lundy sérstaklega um börn sem verjendur réttinda og mikilvægi þess að fullorðnir skapi vettvang þannig að þær raddir heyrist.  Þá fjallaði Elísabet Gísladóttir,...

Sjá nánar

Nýtt merki barnaþings

Í tilefni barnaþings sem haldið verður í Hörpu dagana 21. – 22. nóvember næstkomandi þar sem um 170 börn munu meðal annars koma og taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau, hefur nýtt merki litið dagsins ljós.

Sjá nánar

Náum áttum morgunverðarfundur 5. nóvember

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag".

Sjá nánar

Réttur fatlaðra barna og jafnræði

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, nú á árinu 2019, hafa Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna tekið höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin er stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Grein september- og októbermánuðar fjallar um rétt fatlaðra barna...

Sjá nánar

Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Þann 1. október sl. gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskólum. Þar kemur fram að beiðnum frá forsjáraðilum um tvöfalda grunnskólagöngu barna hafi fjölgað en það er mat sambandsins að tvöföld leik- eða grunnskólavist barna samræmist ekki ákvæðum viðkomandi laga. Ráðleggur sambandið...

Sjá nánar

Um loftslagsverkföll barna og ungmenna

Í ljósi umfjöllunar um loftslagsverkföll barna og ungmenna víða um heim vill umboðsmaður barna vekja athygli á yfirlýsingu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans. Þar lýsir nefndin yfir stuðningi við börn sem vilja mótmæla loftslagsbreytingum.

Sjá nánar

Vegna umfjöllunar um rafrettur – börn njóti besta mögulega heilsufars

Í tilefni umræðu um mögulega skaðsemi rafrettna leggur umboðsmaður barna áherslu á að börn njóti vafans og gripið sé til ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt heilsutjón af völdum rafretta. Í umsögn umboðsmanns barna við frumvarpið sem varð að lögum í vor benti umboðsmaður m.a. á að ekki lægju fyrir upplýsingar um áhrif notkunar rafrettna til lengri tíma hvorki fyrir notandann né aðra. Því væri mikilvægt að vernda börn fyrir hugsanlegum skaðlegum afleiðingum slíkrar notkunar með því að láta sömu takmarkanir sem ná yfir tóbaksreykingar ná yfir notkun rafrettna. Með því væri allur vafi metinn börnum í hag líkt og 3. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013 gerir kröfu um. Þá taldi umboðsmaður enn fremur mikilvægt að efla forvarnir til að koma í veg fyrir notkun rafrettna meðal barna og ungmenna.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna á LÝSU – rokkhátíð lýðræðisins

Umboðsmaður barna hélt erindi á LÝSU s.l. laugardag, 7. september, í samstarfi við frístunda- og forvarnardeild Akureyrarbæjar. Rætt var um þátttöku barna í stefnumótun stjórnvalda, hvernig ríki og sveitarfélög haga samráði við börn og hvað mætti betur fara. Miklar umræður sköpuðust en samhljómur var í salnum um mikilvægi þess að finna lausnir og skapa betri farveg fyrir börn til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Heilsuvernd barna - umfjöllun um Barnasáttmálann

Áfram höldum við að birta umfjallanir á ákveðnum greinum Barnasáttmálans. En markmið þess er að vekja athygli á sáttmálanum og stuðla að því að ítarefni um einstakar greinar Barnasáttmálans séu aðgengilegri. Nú er fjallað um 24. gr. Barnasáttmálans sem er um heilsuvernd barna.

Sjá nánar

Skert starfsemi vegna sumarfría

Vegna sumarfrís starfsfólks verður starfsemi á skrifstofu embættisins með minna móti síðustu tvær vikurnar í júlí. Það getur því orðið bið á svörun á þeim erindum sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Þau erindi sem berast frá börnum njóta þó forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er.

Sjá nánar

Þátttaka á ENYA - um réttindi barna í stafrænu umhverfi

Umboðsmaður barna tekur á þessu ári í fyrsta sinn í þátt í ENYA (European Network of Young Advisors) sem vinnur með evrópskum samtökum umboðsmönnum barna þar sem fjallað var um réttindi barna í stafrænu umhverfi og ber yfirskriftina Let‘s talk young, let‘s talk about children‘s rights in the digital environment.

Sjá nánar

Ert þú að fara að vinna í sumar?

Nú þegar sumarið er gengið í garð eru mörg börn og ungmenni að hefja störf á fjölbreyttum vinnustöðum. Umboðsmaður barna vill árétta að börn eiga sjálfstæð réttindi umfram hinu fullorðnu og eiga rétt á vernd og því sætir atvinnuþáttaka barna takmörkunum af ýmsu tagi.

Sjá nánar

Réttur barna til vinnuverndar

Áfram höldum við að birta umfjallanir á ákveðnum greinum Barnasáttmálans. Nú er fjallað um 32. gr. Barnasáttmálans sem er um rétt barna til vinnuverndar.

Sjá nánar

Er bréf á leiðinni heim til þín?

Á næstu dögum eiga 250 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 21. og 22. nóvember nk. og verður hápunktur afmælisárs barnasáttmálans en í ár eru 30 ár liðin frá því hann var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum.

Sjá nánar

Dagur barnsins er í dag

Í dag er Dagur barnsins og er markmið hans að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.

Sjá nánar

Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT hafa gefið út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna. Viðmiðin eru gefin út til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki.

Sjá nánar

Ísland í fyrsta sæti meðal aðildarríkja Barnasáttmálans

Frjálsu félagasamtökin KidsRights eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð barna um allan heim og vinna að því að réttindi þeirra séu virt. Markmið samtakanna er að skapa heim þar sem öll börn njóta réttinda sinna og fá tækifæri til að rækta hæfileika sína á...

Sjá nánar

Réttur barna til einkalífs

Þann 7. maí sl., birtist grein umboðsmanns barna í Noregi um rétt barna til einkalífs, greinin fylgir hér á eftir í lauslegri íslenskri þýðingu.  Foreldrar hafa ákvörðunarrétt í lífi barna sinna sem grundvallast á umönnunarskyldu þeirra og rétti til að haga uppeldi barna sinna á þann hátt sem þau kjósa....

Sjá nánar

Skólasókn - skólaforðun

Málþing verður um skólasókn og skólaforðun verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, 20. maí 2019, kl. 08:30-12:00. Samband íslenskra sveitafélaga stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Velferðarvaktina og umboðsmann barna.

Sjá nánar

Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT hafa gefið út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna. Skjáviðmiðin eru gefin út fyrir aldursbilin 0–5 ára, 6–12 ára og 13–18 ára.

Sjá nánar

Ráðgjafarhópurinn fagnar tíu árum

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fagnaði tíu ára afmæli sínu í gær, 11. apríl, með afmælisveislu í húsnæði umboðsmanns barna. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimum ráðgjafarhópsins var boðið til afmælishátíðarinnar en á þessum tíu árum hefur fjöldi ungmenna tekið þátt í starfi hópsins.

Sjá nánar

Könnun um skólaforðun

Velferðarvaktin kynnti nýlega niðurstöður könnunar um skólasókn og skólaforðun í grunnskólum landsins. Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar á vefsvæði Velferðarvaktarinnar en könnunin var framkvæmd í þeim tilgangi að afla upplýsinga frá skólastjórnendum sem nýst geta við stefnumótun í málefnum barna.

Sjá nánar

Réttur barna til menntunar

Í tilefni af þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans birtast hér mánaðarlega grein þar sem einstökum þáttum Barnasáttmálans er gerð skil. Í febrúarmánuði er sjónum beint að rétti barna til menntunar og markmið menntunar.

Sjá nánar

Fundur um svefn og klukkubreytingar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir fundi um svefnvenjur og klukkubreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag. Fundurinn var afar vel sóttur og stofan full af áhugasömu ungu fólki.

Sjá nánar

Birting dóma þegar þolendur eru börn

Eftirfarandi grein eftir Salvöru Nordal birtist í Fréttablaðinu þann 19. febrúar.    Birting dóma þegar þolendur eru börn   Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur...

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna fræðsludags starfsfólks

Starfsfólk embættisins sækir nú ráðstefnu félagsráðgjafafélagsins "Börnin geta ekki beðið" í dag sem haldin er í dag, föstudaginn 15. febrúar. Ekki verður tekið á móti símtölum meðan á ráðstefnunni stendur en fylgst verður reglulega með öllum tölvupósti sem berst á netfangið ub@barn.is og verður erindum svarað strax eftir helgi.  Nánari upplýsingar um ráðstefnuna...

Sjá nánar

Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Embættið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna.

Sjá nánar

Það sem er barninu fyrir bestu

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans munu umboðsmaður barna, Unicef á Íslandi og Barnaheill - Save the children á Íslandi birta umfjallanir á ákveðnum greinum Barnasáttmalans, eina í hverjum mánuði. Tilgangurinn er að vekja athygli á sáttmálanum og stuðla að því að ítarefni um einstakar greinar Barnasáttmálans séu aðgengilegri.

Sjá nánar

Merki tengt afmælisári Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa látið útbúa sérstakt merki tengdu 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári. Merkið mun verða notað á öllum viðburðum og útgáfu tengdum afmælisárinu.

Sjá nánar

Fundur með félags- og barnamálaráðherra

Salvör Nordal,umboðsmaður barna ásamt þeim Ingu Huld Ármann og Auði Bjarnadóttur ungmennum frá ráðgjafarhópi embættisins funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn þrjátíu ára á þessu ári

Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989. Þessum merka áfanga verður fagnað með ýmsu móti víða um heim enda hafa öll ríki heims, utan Bandaríkjanna, staðfest sáttmálann og er Barnasáttmálinn á þrjátíu ára afmælinu því orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum.

Sjá nánar

Jólakveðja

Embætti umboðsmanns barna óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sjá nánar

Opið hús á aðventunni

Umboðsmaður barna verður með sitt árlega opna hús á aðventunni, miðvikudaginn 12. desember nk. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Bréf til landlæknis - óskað eftir upplýsingum úr lyfjagrunni

Umboðsmaður barna sendi bréf til Embætti landlæknis þar sem óskað var eftir upplýsingum úr lyfjagagnagrunni er varða lyfjanotkun barna og ungmenna.  Bréfið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.   Embætti landlæknis, b.t. Sigríðar Haraldsdóttur   Reykjavík, 14. september 2018   Efni: Ósk um upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Meginhlutverk umboðsmanns...

Sjá nánar

Fulltrúar á ráðstefnu Eurochild um þátttöku barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.

Sjá nánar

Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit

Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

Sjá nánar

Innöndunartæki fyrir börn greidd að fullu

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðyneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins.  Umboðsmaður barna sendi bréf til ráðuneytisins þann 4. október 2017 með þeirri áskorun að börnum með slímseigjusjúkdóm yrði tryggð lífsnauðsynleg hjálpartæki...

Sjá nánar

Aðstaða nemenda sem ekki eru í mataráskrift

Í lok mars barst erindi frá barni varðandi aðstæður í skólamötuneyti þar sem bent var á að nemendur sem ekki eru í mataráskrift fái ekki að sitja við hlið samnemenda í matsal skólans. Bréfið má lesa hér í heild sinni.

Sjá nánar

Vegna vistunar barns í fangaklefa

Í annað skipti á árinu berast fréttir í fjölmiðlum um að barn sem glímir við alvarlegan fíknivanda sé vistað í fangaklefa lögreglunnar þar sem ekki voru til staðar viðeigandi úrræði. Umboðsmaður barna lítur málið afar alvarlegum augum og skorar á stjórnvöld að tryggja börnum þá vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.

Sjá nánar

Fræðsluefni um Barnasáttmálann - samstarfssamningur undirritaður

Í gær var áframhaldandi samstarfssamningur undirritaður milli Barnaheilla - Save the children á Íslandi, Menntamálastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef á Íslandi í tengslum við náms- og fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og útgáfu bæklinga og veggspjalds um Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Fundur með menntamálaráðherra

Umboðsmaður barna og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna áttu afar góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og hennar föruneyti í dag.

Sjá nánar

Náum áttum í september

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn 19. september næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Skólaforðun - falinn vandi" sjá auglýsingu hér að neðan.

Sjá nánar

Fundur um birtingu dóma og vernd friðhelgi barna

Hinn 30. maí 2018 héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. . Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina.

Sjá nánar

Dagur barnsins

Dagur barnsins er á sunnudaginn 27. maí næstkomandi. Á þeim degi er tilvalið fyrir foreldra og aðra uppalendur að leggja frá sér aðrar skyldur ef mögulegt er og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum sínum.

Sjá nánar

Krakkakosningar 2018

Kosningar til sveitarstjórnar eru nú handan við hornið en þær fara fram laugardaginn næsta. Enn á ný er því blásið til Krakkakosningar og verða þær nú haldnar í fjórða sinn. Framkvæmd þeirra eru hins vegar með öðru sniði en undanfarið þar sem kosningar til sveitarstjórnar í 73 sveitarfélögum eru flóknari í allri umgjörð.

Sjá nánar

Lýðræðisþing barna í Landakotsskóla

Lýðræðisþing í Landakotsskóla Landakotsskóli í samráði við umboðsmann barna og UNICEF skipulagði  Lýðræðisþing barna sem var haldið í Landakotsskóla dagana 15. til 17. maí sl. Lýðræðisþingið var haldið með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. – 5. bekk. Lýðræðisþingið var tvískipt. Á þriðjudegi hélt umboðsmaður barna ásamt...

Sjá nánar

Fundur með heilbrigðisráðherra

Salvör Nordal átti góðan fund með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í vikunni. Á fundinum ræddu þær almennt um geðbeilbrigðisþjónustu barna og ungmenna og um heilbrigðisþjónustu við börn í vímuefnavanda.  Embættið hefur lengi haft áhyggjur af stöðu mála sem varðar geðheilbrigði barna og barna í vímuefnavanda. Fundurinn var því afar gagnlegur.   

Sjá nánar

Tilmæli Evrópuráðsins um börn fanga

Á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins þann 4. apríl síðastliðinn voru samþykkt tilmæli um börn sem eiga foreldri í fangelsi. Í reglunum er áréttað að börn sem eiga foreldri í fangelsi eigi að njóta sömu réttinda og öll önnur börn.

Sjá nánar

Embætti umboðsmanns barna á faraldsfæti

Embættið hefur verið á faraldsfæti undanfarið og heimsótt nokkra skóla og stofnanir en það er mikilvægur hluti af starfsemi umboðsmanns barna að vera í góðum tengslum við þá aðila sem vinna að málefnum barna.

Sjá nánar

Réttur barna í opinberri umfjöllun - morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins Næsti morgunverðarfundur Náum áttum verður haldin miðvikudaginn nk. á Grand hótel milli klukkan  8:15 til 10:00. Fundarefnið að þessu sinni er "Réttur barna í opinberri umfjöllun". S Skráning er á vefsíðu hópsins og er gjaldið sem fyrr 2.400,,- sem greiðist við innganginn.   

Sjá nánar

Lýðræðisþátttaka barna og lækkun kosningaaldurs

Eftirfarandi grein eftir Salvöru Nordal, sem hægt er að lesa hér fyrir neðan í heild sinni, birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. apríl sl.   Lýðræðisþátttaka barna og lækkun kosningaaldurs Salvör Nordal Frumvarpi um lækkun kosningaaldurs sem rætt var á Alþingi fyrir páska var frestað og því ljóst að ekki verður...

Sjá nánar

Ráðstefna um umskurð drengja

Í gær tók Salvör Nordal, umboðsmaður barna þátt í ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu sem haldin var af Samráðsvettvangi trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Sjá nánar

Málefni barna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar

Þann 4. apríl sl. var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Gerir tillagan ráð fyrir því að embætti umboðsmanns barna verði falið að vinna tiltekin verkefni sem miða að því að styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi.

Sjá nánar

Mál tengt umskurði bíður afgreiðslu hjá Barnaréttarnefndinni

Umræðan um frumvarp til breytinga á hegningarlögum er varðar umskurð drengja hefur verið áberandi að undanförnu. Embættið vill stuðla að víðtækri umræðu og hefur vakið athygli á ýmsum þáttum er varðar umskurð drengja. Að þessu sinni vekur umboðsmaður barna athygli á máli sem bíður nú afgreiðslu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og varðar umskurð á dreng.

Sjá nánar

Föstudagsfræðsla starfsfólks

Föstudagsfræðsla er vettvangur þar sem starfsfólk skrifstofunnar eða annað fagfólk deilir þeirri þekkingu sem það býr yfir hvað varðar málefni barna.

Sjá nánar

Vegna umræðu um umskurð á drengjum

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu um umskurð drengja. Umboðsmaður barna vill því vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum og barnalæknum.

Sjá nánar

Forsætisráðherra heimsækir embættið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og embættisins 2018 - 2022. En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum.

Sjá nánar

Vegna barna- og unglingasíðu

Ekki hefur reynst unnt að setja inn svör við þeim spurningum sem borist hafa í gegnum Barna- og unglingasíðuna okkar. Verið er að vinna að viðeigandi lausn.

Sjá nánar

Opið hús í dag

Í dag, 19. desember, er opið hús hjá umboðsmanni barna á milli klukkan 14:30 - 16:30. Heitt súkkulaði, smákökur og konfekt verður á boðstólnum.

Sjá nánar

Opinn fundur um mannréttindi

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.

Sjá nánar

Dagur til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Á morgun, 18. nóvember, er dagur Evrópuráðsins til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í ár er dagurinn sérstaklega helgaður vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi í tengslum við upplýsinga- og samskiptatækni. Þær öru breytingar sem hafa átt sér stað á netinu og þá ekki síst á vettvangi samfélagsmiðla á...

Sjá nánar

Krakkakosningar 2017

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins.

Sjá nánar

Ársskýrsla 2016 komin út

Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 er komin út. Hún sú síðasta sem Margrét María Sigurðardóttir fráfarandi umboðsmaður gefur út en hún lauk skipunartíma sínum þann 30. júní sl. eftir 10 ár í embætti. Í inngangi skýrslunar tekur hún fram að þessi 10 ár hafi verið viðburðarík, krefjandi, lærdómsrík og skemmtileg. Margt hefur áunnist hvað varðar réttindi barna þó svo að margt sé enn óunnið.

Sjá nánar

Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.

Sjá nánar

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið verður verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna sumarfría

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð næstu tvær vikur vegna sumarfría starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur eftir verlsunarmannahelgi, sem er þriðjudaginn 8. ágúst. Á meðan skrifstofan er lokuð er ekki tekið við símtölum en hægt er að senda okkur tölvupóst á ub@barn.is og verður öllum erindum svarað að sumarfríi loknu.

Sjá nánar

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.

Sjá nánar

Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

Sjá nánar

Unglingar og barnagæsla

Umboðsmaður barna fær oft fyrirspurnir um það hvenær unglingar mega byrja að vinna við barnagæslu. Vinnueftirlitið að barnagæsla geti ekki talist starf af léttara taginu og því sé ekki heimilt að ráða yngri en 15 ára til að starfa við barnagæslu. Ekki ætti að fela yngra barni að gæta annars barns nema undir eftirliti fullorðinna.

Sjá nánar

Hvernig líður börnum í íþróttum - morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum, og jafnframt síðasti fundur vetrarins, verður miðvikudaginn 3. maí næstkomandi.  Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Hvernig líður börnum í íþróttum"  Á fundinum verða með erindi þau: Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu með erindið "Líðan barna í íþróttum"....

Sjá nánar

Gleðilegt sumar

Á morgun fagna landsmenn sumarkomu og jafnvel þó veðráttan eigi það til að vera ekki mjög sumarleg um þessar mundir má búast við að mörg sveitarfélög verði með hátíðarhöld í tilefni dagsins.

Sjá nánar

Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi. Þeir skuldbinda sig til að hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn.

Sjá nánar

Fundur með starfsmönnum ráðuneyta

Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki átti í dag fund með starfsmönnum allra ráðuneyta. Tilgangur fundarins var að ræða málefni og réttindi barna og minna á starf embættisins.

Sjá nánar

Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.

Sjá nánar

Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.

Sjá nánar

Tannlækningar 3 - 17 ára barna nú gjaldfrjálsar

Umboðsmaður barna vekur athygli á að 4 og 5 ára börn eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Það þýðir að kostnaður vegna tannlækninga barna frá 3 - 17 ára er nú að fullu greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að árlegu komugjaldi frátöldu sem er 2.500 kr.

Sjá nánar

Þekking á högum, líðan og viðhorfum barna

Þegar verið er að taka ákvarðanir sem varða börn með einum eða öðrum hætti ber ávallt að hafa það sem er börnum fyrir bestu að leiðarljósi, en þetta kemur meðal annars fram í 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til þess að meta hvað telst börnum fyrir bestu skipta réttindi barna...

Sjá nánar

Fjölskyldumiðstöð lokað

Umboðsmaður barna fékk fregnir af því að það stæði til að loka starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem Rauði krossinn hefur rekið um árabil. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur reynst fjölskyldum mikilvægur stuðningur í erfiðum málum og þykir það miður að starfsemi hennar skuli lokið. Umboðsmaður barna sendi því bréf til velfeðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins vegna þess.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Barnaþing Grafarvogs og Kjalarness

Föstudaginn 2. desember komu saman yfir 200 börn úr 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi til þess að ræða málefni sem snertir þau öll, hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.

Sjá nánar

Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Velferðarráðuneytið hefur birt á vefsvæði sínu táknmálstúlkaða teiknimynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Myndbandið lét Evrópráðið gera á síðasta ári í þeim tilgangi að fræða börn og til að stuðla að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum. Teiknimyndin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og var frumsýnd hér á landi í nóvember...

Sjá nánar

Sameiginleg yfirlýsing vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar

Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

Sjá nánar

Dagur mannréttinda barna

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu.

Sjá nánar

Dagur gegn einelti

Vakin er athygli á því að dagurinn í dag - 8. nóvember - er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn í ár. Góð samskipti skipta lykilmáli við að skapa jákvætt samfélag og er við hæfi á þessum degi að hugleiða hvernig við sjálf getum stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi fyrir alla án eineltis.

Sjá nánar

Krakkakosningar að baki

Eitt af þeim verkefnum sem umboðsmaður barna er hvað stoltastur af eru Krakkakosningar sem er samstarfsverkefni embættisins og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fóru fyrst fram í tengslum við forsetakosningarnar í júní 2016 og svo aftur í kringum Alþingiskosningarnar sem fram fóru 29. október sl.

Sjá nánar

Barnabók um réttindi barna

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín.

Sjá nánar

Krakkakosningar á ný

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í tilefni af Alþingiskosningum 29. október nk. Sérstakur vefur -krakkaruv.is/krakkanosningar - hefur verið opnaður af því tilefni.

Sjá nánar

Verkefnið Barnvæn sveitarfélög kynnt

Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi hafa nú opnað vefsíðuna Barnvæn sveitarfélag. Vefsíðan var formlega opnuð á Akureryi fyrr í dag, en þar er að finna upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálams.

Sjá nánar

Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna.

Sjá nánar

Myndbönd um nemendafélög og skólaráð

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

Sjá nánar

Páll Valur Björnsson hlýtur Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Verðlaunin falla í hlut þess þingmanns sem ungmennunum þykir hafa staðið sig best í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna á Alþingi á ári hverju. Verðlaunin verða veitt árlega og voru afhent í fyrsta skipti í dag.

Sjá nánar

Námsgögn á táknmáli - bréf

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra og Menntamálastofnun bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgang heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að námsgögnum á táknmáli í grunnskólum hér á landi.

Sjá nánar

Börn í leit að alþjóðlegri vernd

Umboðsmaður barna hefur á undanförnum mánuðum sérstaklega kynnt sér málefni barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Ljóst er að það er mikill vilji hér á landi til þess að tryggja réttindi barna. Því miður virðist þó oft skorta upp á að réttindi barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd séu raunverulega virt í framkvæmd.

Sjá nánar

Ungir vegfarendur fara senn á kreik

Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.

Sjá nánar

Réttur til menntunar - ábyrgð foreldra

Nú styttist í skólabyrjun í framhaldsskólum landsins. Af því tilefni vill umboðsmaður barna minna foreldra og aðra á réttindi barna í framhaldsskólum. Eftir að skyldunámi lýkur eiga öll börn rétt á menntun eða starfsþjálfun við hæfi og er sá réttur m.a. tryggður í 28. gr. Barnasáttmálans og lögum um framhaldsskóla.

Sjá nánar

Samantekt um nýafstaðnar krakkakosningar

Í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní sl. stóðu KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna til þess að gefa börnum tækifæri á því að láta skoðanir sínar á frambjóðendum í ljós. Um 2.500 börn tóku þátt í kosningunum og voru niðurstöður þeirra kynntar á kosningavöku RÚV.

Sjá nánar

Úrslit krakkakosninga

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa staðið fyrir forsetakosningum barna undanfarnar vikur og hafa fjölmargir nemendur í grunnskólum landsins kosið sinn forsetaframbjóðanda.  Markmið þessa verkefnis er í anda 12. ofg 13. gr. Barnasáttmálans og gefur börnum tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. Kynningar á forsetaframbjóðendunum ásamt kynningu...

Sjá nánar

Ársskýrsla 2015

Út er komin ársskýrslan fyrir starfsárið 2015 og hefur hún verið afhent forsætisráðherra. Í upphafi ársins varð embættið tuttugu ára og á þeim tíma hefur embættið skapað sér vissan sess í samfélaginu. Hlutverk umboðsmanns barna er víðtækt og tekur til málefna allra barna á öllum sviðum samfélagsins. Það er að...

Sjá nánar

Útgáfa bókar um þátttöku barna og ungmenna - Do rights!

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bókina Do rights!: Nordic perspectives on child and youth participation (Gerðu rétt!: Þátttaka barna og ungmenna út frá norrænu sjónarhorni).  Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er sú að Norðurlöndin eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Ritinu er ætlað að hvetja stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og...

Sjá nánar

Réttindi flóttabarna - yfirlýsing norrænna umboðsmanna barna

Fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 18. - 20. júní. Á þeim fundi gerðu umboðsmenn sameiginlega yfirlýsingu um réttindi barna í leit að alþjóðlegri vernd. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á dönsku hér neðar í fréttinni.  Árið 2015 komu allt að 90.000 börn og ungmenni til...

Sjá nánar

Krakkakosningar

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. þetta er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem fram kemur að börn eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og hafa áhrif á samfélagið.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

Sjá nánar

Forsetakosningar krakkanna

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa sent bréf til allra grunnskóla þar sem leitað er eftir þátttöku grunnskóla í verkefni þar sem börnin kjósa hvaða forsetaframbjóðandi höfðar mest til þeirra.

Sjá nánar

Skipun talsmanna í barnaverndarmálum

Umboðsmaður barna hefur skorað á félags- og húsnæðismálaráðherra að beita sér fyrir því að skylda barnaverndarnefnda til að skipa barni talsmann í barnaverndarmálum verði skerpt enn frekar og hlutverk talsmanns skýrt nánar í löggjöf.

Sjá nánar

Samráðsfundur ungmennaráða

Nýlega hélt Menntamálastofnun samráðsfund með fulltrúum ungmennaráða. Tilgangur fundarins var að fá skoðanir ungmenna á ýmsum málefnum og verkefnum stofnunarinnar. Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Kristján Helgason og Inga Huld Ármann, mættu á fundinn, ásamt fulltrúum frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og sveitarfélaganna Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.

Sjá nánar

Myndbirting í fjölmiðlum

Í gær birtu nokkrir fjölmiðlar myndband sem sýndi líkamsárás gegn barni. Ljóst er að um er að ræða alvarlegt mál, þar sem börn eiga í hlut. Þó að andlit barnanna hafi verið hulin má ætla að auðvelt geti verið að þekkja þau. Umboðsmaður barna gagnrýnir umrædda myndbirtingu og skorar á fjölmiðla að fjarlægja myndbandið af vefsíðum sínum.

Sjá nánar

Spurningar til fjölmiðla varðandi umfjöllun um börn

Umboðsmaður barna hefur sent tölvubréf til nokkurra fjölmiðla þar sem bent er á þau sjónarmið og ákvæði laga sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fjölmiðlar fjalla um einstök börn eða málefni barna. Í bréfinu er einnig óskað eftir upplýsingum um starfsreglur eða viðmið þeirra varðandi umfjöllun um börn.

Sjá nánar

Börn og mótmæli

Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Aldrei ber að nota börn til þess að koma skoðunum annarra á framfæri. Þau eiga rétt á sínum eigin skoðunum og að tjá þær.

Sjá nánar

Ákvörðun Fjölmiðlanefndar um áfengisauglýsingu

Nýlega birti Fjölmiðlanefnd ákvörðun um að auglýsing á Egils Gulli, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 14. október sl. teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og hafi Ríkisútvarpið þar með brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla.

Sjá nánar

Undirskriftarsöfnun ungmennaráða gegn áfengisfrumvarpi

Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin stendur nú fyrir undirskriftalista gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis. Undirskriftin er hvatning til alþingismanna að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu á verslun með áfengi og tóbak (Þingskjal 13 – 13. mál) sem nú...

Sjá nánar

Geðheilbrigðisþjónusta við börn óviðunandi

Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar er staðfest að geðheilbrigðisþjónusta við börn hér á landi er algjörlega óviðunandi. Eins og staðan er í dag þurfa börn að bíða í allt að eitt og hálft ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en slíkt felur í sér alvarlegt brot á grundvallarmannréttindum barna. Umboðsmaður barna skorar á löggjafann og stjórnvöld að taka athugasemdir Ríkisendurskoðunar alvarlega og vinna markvisst að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn

Sjá nánar

Skipta raddir ungs fólks máli?

Í gær, 18. febrúar, stóð Evrópa unga fólksins, í samstarfi við umboðsmann barna, UMFÍ, SAMFÉS og Samband íslenskra sveitarfélaga,  fyrir ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli? Á ráðstefnunni mættu fjölmörg ungmenni frá hinum ýmsu ungmennaráðum á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, ásamt starfsfólki sem starfar með þeim. Fjallað var um...

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag

Allir starfsmenn embættisins munu taka þátt í ráðstefnunni "Skipta raddir ungs fólks máli?" og verður skrifstofan því lokuð. Umboðsmaður barna, Evrópa unga fólksins, Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Samfés, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og UMFÍ standa að ráðstefnunni sem er hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk...

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur með erindi á Náum áttum

Fulltrúar frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna þær Þórdís Helga, María Fema og Þórhildur voru með erindi á morgunverðarfundi Náum áttum í morgun. Erindi þeirra bar heitið "Ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd" þar sem þær fjölluðu meðal annars um sína upplifun á forvörnum.  Á heimasíðu Náum áttum hópsins er hægt...

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um vímuvarnir

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem haldinn verður miðvikudaginn 17. febrúar nk. Umræðuefnið er að þessu sinni vímuvernd og munu fulltrúar í ungmennaráðum umboðsmanns barna og Barnaheilla m.a. fjalla um það hvernig ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna heimsækir skóla

Margrét María, umboðsmaður barna, hefur sett það markmið að vera búin að heimsækja alla skóla landsins fyrir maílok árið 2017.  Þeir skólar sem hún hefur heimsótt eru orðnir all nokkrir og í dag bættust við Setbergsskóli og Lækjarskóli í Hafnarfirði, Álftanesskóli og Ísaksskóli. Að sögn Margrétar var heimsóknin í dag...

Sjá nánar

Niðurskurður bitni ekki á börnum - bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af því hvaða áhrif niðurskurður sveitarfélaga hefur á börn og þeirra velferð. Umboðsmaður sendi því bréf í dag til til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndamanna í skólanefndum eða þeim nefndum sveitarfélaganna sem sinna skólamálum til að minna á skyldu sveitarfélaga að setja hagsmuni barna ávallt í...

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fundar með menntamálaráðherra

Í gær funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna með Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra ásamt starfsmönnum mennta-og menningarmálaráðuneytis. Ráðgjafarhópinn skipa þau María Fema Wathne 16 ára, Þórdís Helga Ríkharðsdóttir 14 ára, Inga Huld Ármann 15 ára, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir 15 ára, Íris Líf Stefánsdóttir 14 ára, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 15...

Sjá nánar

Börn á faraldsfæti

Tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC) hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna barna á faraldsfæti. Í fréttatilkynningunni kemur meðal annars fram að a.m.k. 337.000 börn séu á meðal skráðra hælisleitenda í Evrópu, en það gerir um þriðjung allra hælisleitenda. Umboðsmenn barna í Evrópu hafa verulegar áhyggjur af stöðu þessara barna,...

Sjá nánar

Börn sem líða efnislegan skort

Umboðsmaður barna skorar á stjórnvöld að nýta þær upplýsingar sem fram koma í nýútkominni skýrslu UNICEF um börn sem líða efnislegan skort og greina þær nánar, þannig hægt verði að bæta stöðu þeirra barna sem líða skort hér á landi

Sjá nánar

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli

Hjá umboðsmanni barna er nú staddur blaðamaður á vegum norrænu barna- og ungmennanefndarinnar (Nordbuk). Hún heitir Nina og hlutverk hennar er að safna efni í norrænni handbók sem lýsir fyrirmyndarverkefnum þar sem lýðræði barna er í aðalhlutverki. Hér skoðar hún verkefnið „Stjórnlög unga fólksins“ sem fór fram árið 2011 í...

Sjá nánar

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi sitt þann 15. maí 2013. Hann felur það í sér að tannlækningar barna eru að fullu greiddar, utan 2.500 króna árlegs komugjalds. Samningurinn er innleiddur í áföngum og nú 1. janúar 2016 bættust 6 - 7 ára börn við þann...

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfum börnin í forgrunni um jólin sem og alla aðra daga.   

Sjá nánar

Opið hús á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 22. desember næstkomandi verður opið hús hjá umboðsmanni barna frá klukkan 14 - 15:30. Öllum velkomið að koma og drekka með okkur heitt kakó og maula yndislegar smákökur.     

Sjá nánar

Fundur með forseta Íslands

Á mánudaginn, 30. nóvember 2015. fundaði ráðgjafarhópur umboðsmanns barna með forseta Íslands. Hópurinn ræddi við forsetann um ýmis málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi, svo sem mannréttindi, þátttöku og lýðræði og umhverfismál og loftslagsbreytingar

Sjá nánar

Skóli fyrir alla - eða hvað?

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember nk. frá klukkan 08:15-10:00. Efni fundarins er að þessu sinni "Skóli fyrir alla - eða hvað? Hvað þarf til að skólinn sé fyrir alla?" Frummælendur eru: Dr. Sigrún Harðardóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ, Helgi Gíslason, Sérkennslufulltrúi grunnskóla...

Sjá nánar

Fræðslumynd fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi

Stýrihópur velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, ásamt Barnaverndarstofu og umboðsmanni barna hafa óskað eftir því við skólastjórnendur grunnskóla að sýna fræðslumyndina sem hér fylgir í skólum þann 18. nóvember. Með því móti geti skólarnir lagt sitt af mörkum til að leiðbeina börnum...

Sjá nánar

Morgunrabb um börn, skipulag og umhverfi

Morgunrabb RannUng fram fer á morgun fimmtudaginn 19. nóvember. Að þessu sinni er það Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna sem flytur erindi sem ber heitið Sjónarmið barna, þátttaka og áhrif á skipulag og umhverfi.

Sjá nánar

Norræn börn - börn á fósturheimilum

Í gær var hádegisverðarmálþing í Norræna húsinu á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Þar var verkefni miðstöðvarinnar „Norræn börn – börn á fósturheimilum“ og niðurstöður þess kynntar en það var unnið í samvinnu við færustu sérfræðinga á Norðurlöndunum á þessu sviði. Niðurstöðurnar hafa meðal annars leitt til raunhæfra tillagna um hvernig þjóðfélagið...

Sjá nánar

Dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti ár hvert. Í tilefni af þeim degi var haldin hátíðardagskrá í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi mánudaginn 9. nóvember sl. Á þeirri dagskrá kynnti Barnaheill verkefni sitt sem ber heitið „Vinátta (Fri for mobberi)“. Nánari upplýsingar um það verkefni má fá á vefsíðu...

Sjá nánar

Tengslafundur með félagasamtökum

Síðustu tvö ár hefur umboðsmaður barna boðið hinum ýmsu félagasamtökum sem vinna að málefnum barna á fund. Markmiðið með þessum fundum hefur verið að ræða hagsmuna- og réttindamál barna út frá ýmsum hliðum og efla samráð og samstarf milli aðila sem vinna með einum eða öðrum hætti að því að...

Sjá nánar

Ég er líka brjáluð!

Í dag, 19. október 2015, birtist grein eftir Margréti Maríu Sigurðardóttir, umboðsmann barna, í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi.

Sjá nánar

Líkar þér við þig?

Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins verður rætt um sjálfsmynd og forvarnir. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. október nk. frá klukkan 08:15-10:00.

Sjá nánar

Fundur með Útlendingastofnun

Að mati umboðsmanns hefur íslenska ríkið ekki staðið sig nægilega vel í því að tryggja rétttindi þessara barna. Óviðunandi er að börn þurfi að bíða í margar vikur eða mánuði eftir skólavist.

Sjá nánar

Skólaráð og þátttaka nemenda í grunnskólum

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla landsins um skólaráð og lýðræðislega þátttöku nemenda í skólum. Þar benti hann meðal annars á einblöðung sem embættið hefur gefið út um skólaráð.

Sjá nánar

Skólaganga barna hælisleitenda

Umboðsmaður barna hefur sent Útlendingastofnun bréf vegna ábendingar um að meðal hælisleitenda hér á landi séu börn á grunnskólaaldri sem hafa ekki enn fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti.

Sjá nánar

Skráning í Mentor

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf á alla grunnskóla landsins vegna skráningar, varðveislu og aðgangs að upplýsingum um nemendur í Mentor.

Sjá nánar

Hvenær ráða börn sjálf?

Umboðsmaður barna vinnur nú að samantekt sem ber vinnuheitið Hvenær ráða börn sjálf? Í samantektinni er ætlunin að tíunda hvaða lög, reglur og almennu sjónarmið eiga við þegar metið er hvenær börn geta tekið ákvarðanir sjálf og hvenær þau þurfa samþykki foreldra sinna. Nú hefur verið birtur til bráðabirgða fyrsti hluti samantektarinnar.

Sjá nánar

Ársskýrsla 2014

Starfsárið 2014 var viðburðaríkt og mörg stór og flókin álitamál komu til meðferðar embættisins. Um sum þeirra var ítarlega fjallað í fjölmiðlum. Má þar nefna kuðungsígræðslu, skapabarmaaðgerðir á stúlkubörnum, stöðu barnafjölskyldna á leigumarkaði, símanotkun í skólum, börn sem hafa brotið af sér, nafnabreytingu barna, sérfræðihóp barna sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og margt fleira.

Sjá nánar

Talsmaður barna á Grænlandi í heimsókn

Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu.

Sjá nánar

Upplýsingar um börn í samfélagsmiðlum

Allir – þar á meðal börn – eiga rétt á því að njóta friðhelgi einkalífs. Ef foreldrar vilja birta einkunnir eða upplýsingar um námsárangur barna sinna er mikilvægt að foreldrar biðji börnin um leyfi til að gera það.

Sjá nánar

Sumarvinna unglinga

Nú þegar flestir grunn- og framhaldsskólar eru komnir í sumarfrí eru margir unglingar að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í sumarstörfum. Umboðsmaður barna fær reglulega fyrirspurnir frá unglingum um það hvaða reglur gilda um vinnu  þeirra og launin sem þau vinna sér inn.  Almenna reglan er sú að það má...

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

Sjá nánar

Ungbörnum mismunað eftir stöðu foreldra

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til félagsmálaráðherra þar sem hann skorar á ráðherra til þess að beita sér fyrir því að lög um fæðingar- og foreldraorlof verði endurskoðuð, þannig að börnum verði ekki mismunað með ómálefnalegum hætti eftir stöðu foreldra þeirra.

Sjá nánar

Aðgerðir á intersex börnum

Umboðsmaður barna hefur gefið út álit um aðgerðir á intersex börnum, þ.e. börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þegar líkama intersex barna er breytt með varanlegum hætti, í þeim tilgangi að „laga“ hann, getur það haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir barnið.

Sjá nánar

Málþing um heimilisofbeldi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um heimilisofbeldi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. maí nk. kl 13-17.

Sjá nánar

Ungmennaráð funda með menntamálaráðherra

Í gær funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, ungmennaráði Barnaheilla og ungmennaráði UNICEF með mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var rætt um helstu málefnin sem brenna á ungmennaráðunum varðandi menntamál.

Sjá nánar

Flóttafólk

Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið verða að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti til að bjarga lífi flóttafólks og ættu að endurskoða stefnu sína í þeim tilgangi að meta og koma í veg fyrir stórfelldan flótta fólks, þ.á.m. barna.

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um einelti

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 8:15 - 10:00. Að þessu sinni verður fjallað um "Einelti - úrræði og forvarnir".

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um geðheilbrigði barna

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda. Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sagt verður frá nýjum verkefnum sem reynst hafa vel fyrir börn og aðstandendur.

Sjá nánar

Bréf til þingmanna vegna áfengisfrumvarpsins

Umboðsmaður barna sendi í dag tölvupóst til allra þingmanna þar sem hann bendir á að hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga samkvæmt lögum að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum.

Sjá nánar

Viðbrögð við afbrotum barna

Umboðsmaður barna sendi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Í bréfinu er fjallað um úrræði fyrir börn sem svipta þarf frelsi sínu og mikilvægi sáttamiðlunar.

Sjá nánar

Úrræði fyrir unga fanga

Umboðsmaður barna hefur sent Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, bréf þar sem m.a. er spurt hvaða vinna sé hafin við að móta framtíðarlausn fyrir börn sem eru úrskurðuð í gæsluvarðhald eða dæmd í óskilorðsbundið fangelsi.

Sjá nánar

Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum

Nú eru bráðum 9 ár síðan að lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 tóku gildi og ennþá er ekki búið að tryggja eftirlitið. Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra upplýsi umboðsmann um það hvernig ráðuneytið hyggst beita sér fyrir því að markmiðum laganna verði náð.

Sjá nánar

Skortur á úrræðum fyrir börn með tví- eða fjölþættan vanda

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir svörum um það hvernig ráðuneytið hyggst bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir hér á landi fyrir börn sem tví- eða fjölþættan vanda sem þurfa þjónustu frá bæði barnaverndarkerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Sjá nánar

Reglur um snjallsíma í skólum

Á vefnum www.snjallskoli.is hefur verið birt grein eftir umboðsmann barna. Í greininni er útskýrt hvers vegna umboðsmaður barna heldur því fram að það sé ekki í samræmi við réttindi nemenda að starfsfólk skóla megi samkvæmt skólareglum taka síma og og önnur snjalltæki af nemendum gegn vilja þeirra. Tilgangurinn Snjallskólans er...

Sjá nánar

Áfengi - engin venjuleg neysluvara

Föstudaginn 6. febrúar milli kl. 8:15 og 10 ætla Bindindissamtökin IOGT á Íslandi að halda morgunfund. Yfirskriftin er Áfengi - enging venjuleg neysluvara. Umboðsmaður barna, mun flytja erindi á fundinum.

Sjá nánar

Myndband fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum kynnti í gær, 12. janúar, nýtt myndband sem ætlað er til leiðbeiningar börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig var kynnt nýtt efni fyrir réttarvörslukerfið.  Á vefnum www.leidinafram.is er að finna fræðsluefni og upplýsingar fyrir þá sem hafa orðið...

Sjá nánar

Ein heima

Það eru engin lög eða reglur sem segja til um það frá hvaða aldri börn mega vera ein heima og hversu lengi. Ákvörðun um það hvenær börnum er treyst til að vera ein heima er eitt af því sem foreldrar verða að taka sjálfir.

Sjá nánar

Börn í meðferð á Vogi

Í október 2014 voru haldnir tveir fundir með börnum og ungmennum sem voru í meðferð á Vogi. Sálfræðingur á vegum SÁÁ sat fundina ásamt tveimur starfsmönnum umboðsmanns barna sem ræddu við börnin um reynslu þeirra af neyslu og þeim úrræðum sem þeim standa börnum og unglingum í þeirra stöðu til boða.

Sjá nánar

Opið hús í dag

Í dag 22. desember er opið hús hjá umboðsmanni barna á milli klukkan 14:00 - 15:30. Heitt súkkulaði, smákökur og konfekt á boðstólnum. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Heimsókn á Stuðla

Starfsfólk umboðsmanns barna heimsótti í dag meðferðarstöðina Stuðla. Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að ræða við starfsfólk Stuðla um stöðu meðferðarmála fyrir börn og Íslandi og skoða þær breytingar sem voru nýlega gerðar á húsnæðinu.

Sjá nánar

Nafnbreytingar og hagsmunir barna

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hvetur stofnunina til þess að setja hagsmuni barna ávallt í forgang þegar tekin er afstaða til umsóknar um nafnbreytingu.

Sjá nánar

Eru jólin hátíð allra barna? - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi á miðvikudaginn nk. þar sem fjallað verður um það hvernig börn upplifa jólin á mismunandi hátt. Erindin sem flutt verða fjalla um áfengisneyslu foreldra, markaðssetingu jólannna og jólahald í stjúpfjölskyldum.

Sjá nánar

Þingmenn gerast talsmenn barna

Á afmælishátíð Barnasáttmálans skrifaði hópur þingmanna undir yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi og hafa þannig réttindi og velferð barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og lagasetningu.

Sjá nánar

Ungmenni funda með ríkisstjórn

Fulltrúar úr ungmennaráðum Barnaheilla, UNICEF og umboðsmanns barna hittu í morgun ráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. Fundurinnvar hluti af dagskrá í tilefni 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnað verður á fimmtudaginn nk.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald

Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Afmæli Barnasáttmálans nálgast

Nú styttist í 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en það er 20. nóvember næstkomandi. Til að fagna afmælinu hafa ýmsir aðilar skipulagt viðburði eða verkefni sem eiga að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi hans fyrir börn. Þegar skólar, frístundaheimili, stofnanir,  félagasamtök og fleiri skipuleggja hvernig best sé að...

Sjá nánar

Yfirlýsing um börn og fátækt

Í síðustu viku var haldinn árlegur fundur tengslanets umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC). Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Skotlandi. Margrét María Sigurðardóttir sótti fundinn en þar var skipst á upplýsingum og skoðunum um ýmis málefni sem snerta börn. Aðalumræðuefni fundarins var fátækt og áhrif efnahagsþrenginga undanfarinna ára á...

Sjá nánar

Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn

Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.

Sjá nánar

Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sendi Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Umboðsmaður barna hefur svarað erindi Rótarinnar.

Sjá nánar

Spurningalistar með samræmdum prófum

Umboðsmaður barna sendi í síðustu viku Námsmatsstofnun ábendingu um það sem að hans mati mátti fara betur í könnun sem lögð var fyrir hluta nemenda sem tóku samræmd próf í september. Í spurningalistanum voru nemendur m.a.  spurðir um samræmdu prófin, samskipti, líðan og framtíðarsýn varðandi búsetu, starf og barneignir. Umboðsmaður...

Sjá nánar

Stattu með þér frumsýnd

Stuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur 2014 er haldinn í dag, miðvikudaginn 1. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til...

Sjá nánar

Handbók um rödd og hlustun í kennsluumhverfi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýju riti sem kom út nú á dögunum. Um er að ræða handbók sem ætlað er að uppfræða kennara um rödd, hlustun og umhverfi og aðstoða þá sem vilja gera úttekt á umhverfi skóla bæði hvað varðar hljóðvist, hávaða og inniloft.

Sjá nánar

Ofbeldi á ungbarnaleikskóla - Álit

Umboðsmaður barna hefur sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara álit sitt vegna meðferðar máls sem varðar ofbeldi gegn barni á ungbarnaleikskóla. Umboðsmaður er ósammála túlkun ákæruvaldsins á núgildandi lögum og telur hana brjóta gegn réttindum barna.  Auk þess hefur hann áhyggjur af því að vinnubrögð lögreglunnar í málinu hafi ekki verið...

Sjá nánar

Nafnbreytingar barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hann spyr nokkurra spurninga um nafnbreytingar barna og rétt þeirra til að tjá sig og hafa áhrif á eigin málefni.

Sjá nánar

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum nýja handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans.

Sjá nánar

Börn foreldra á leigumarkaði

Umboðsmaður barna telur brýnt að bæta húsnæðismálin hér á landi, meðal annars með því að styrkja stöðu foreldra á leigumarkaði. Yfirvöldum ber að setja hagsmuni barna í forgang og sjá til þess öll börn og fjölskyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöðugleiki og velferð þeirra eru tryggð.

Sjá nánar

Tengslafundur fyrir félagasamtök

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund miðvikudaginn 17. september nk. kl. 14:00-16:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

Sjá nánar

Kynningar

Hægt er að panta kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999. Vikurnar 6. – 10. og 13. – 17. október 2014 mun umboðsmaður leggja áherslu á að sinna aðilum sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá nánar

Forsætisráðherra í heimsókn

Í gær kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt nokkrum samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, í heimsókn til umboðsmanns barna.

Sjá nánar

Norrænn fundur á Grænlandi

Markmið fundarins var að heyra hvað hin norrænu embætti hafa verið að fást við undanfarið ár og miðla þekkingu og upplýsingum um nýjungar og verkefni sem miða að aukinni vernd, þátttöku og jafnræði barna.

Sjá nánar

Ábyrgð foreldra framhaldsskólanema

Foreldrum er skylt samkvæmt 28. gr. barnalaga að sjá til þess að börn njóti menntunar og starfsþjálfunar í samræmi við hæfileika þeirra og áhugamál og nái þannig að þroska hæfileika sína á þann máta sem best hentar hverju barni.

Sjá nánar

Um sundkennslu í grunnskólum

Ef nemendur eru fleiri en 15 í sundtíma þá gerir mennta- og menningarmálaráðuneytið þá kröfu að kennari hafi með sér aðstoðarmann í sundtímanum.

Sjá nánar

Barnaverndarþing í september

Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Framkvæmd breytinga á barnalögum

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að fylgjast með því að þær breytingar sem gerðar voru á barnalögum í byrjun síðasta árs komi að fullu til framkvæmda.

Sjá nánar

Afhending sakavottorðs

Reglum um það hverjir mega fá afhent sakavottorð barna hefur verið breytt eftir athugasemd frá umboðsmanni barna. Nú geta börn því sjálf fengið sitt eigið sakavottorð útgefið. Ekki er þörf á samþykki forsjáraðila í þessu efni þegur um börn á aldrinum 15-18 er að ræða. Áður voru reglur ríkissaksóknara um...

Sjá nánar

Ársskýrsla 2013 komin út

Út er komin skýrsla umboðsmanns barna fyrir störf sín á árinu 2013. Lög um umboðsmann barna nr. 83/1994 kveða á um lögbundin verkefni em bættisins. Hins vegar ræðst starf­ semin að nokkru leyti af þeim erindum sem berast  embættinu eins og þegar hefur verið tekið fram. Einnig getur umboðsmaður tekið mál til skoðunar að...

Sjá nánar

Framkoma í starfi með börnum

Sem betur fer eru flestir þeir sem vinna með börnum góðar fyrirmyndir, sinna starfi sínu vel og hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Þó eru því miður of mörg dæmi um að fullorðnir einstaklingar komi illa fram við börn og niðurlægi þau jafnvel fyrir framan aðra.

Sjá nánar

Ekkert hatur

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Þá er mikilvægt að hlusta á skoðanir þeirra og gefa þeim tækifæri til að...

Sjá nánar

Úrræði fyrir börn sem hafa brotið af sér

Umboðsmaður barna hefur sent félagsmálaráðherra og innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur þá til að beita sér fyrir því að stjórnvöld uppfylli skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að úrræðum fyrir börn sem brotið hafa af sér eða eru grunuð um afbrot. Í bréfinu er tengill á meira efni...

Sjá nánar

Öryggisstaðlar fyrir leikvallatæki

Rólur á leikvöllum og skólalóðum eru yfirleitt útbúnar þannig að plasthólkar eru hafðir utan um keðjur eða reipi þannig að ekki er hægt að mynda lykkju. Í verslunum er þó hægt að kaupa leiktæki með kaðlarólum sem geta valdið slysum á börnum og jafnvel dauðsföllum ef reipið nær að vefjast...

Sjá nánar

Börn og innheimta

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til banka og innheimtufyrirtækja þar sem hann minnir á að það má ekki beina innheimtu að börnum. Einnig er óheimilt að beina kröfu að fullorðnum einstaklingum vegna skulda sem stofnað var til fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

Könnun um starfsemi frístundaheimila

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi um málefni frístundaheimila sem haldinn verður mánudaginn 12. maí 2014 kl. 8.00-10.45 í Hlöðunni, Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði - Ályktun

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Ísafirði 9.-11.apríl 2014, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf.

Sjá nánar

Skilaboð frá börnum alkóhólista

Í dag, 10. apríl 2014, funduðu börn alkóhólista, sem skipa sérfræðihóp umboðsmanns barna, með ráðherrum til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Umboðsmaður barna vann verkefnið í samstarfi við SÁÁ en tilgangur þess var að ná fram röddum þeirra barna sem búa við alkóhólisma og heyra frá þeim hvað við sem samfélag getum gert til að bæta líf þeirra barna sem búa við þennan vanda.

Sjá nánar

Ný heimasíða

Umboðsmaður barna hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Síðan er enn í vinnslu og á því eftir að lesa yfir og bæta við nokkru efni. Allar ábendingar eru vel þegnar. 

Sjá nánar

Ný skýrsla um fátækt barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna skýrslu um fátækt barna á Íslandi og í Evrópu þriðjudaginn 15. apríl kl 12.00 - 13:00 í sal Austurbæjarskóla við Barónsstíg.

Sjá nánar

Námskeið um Barnasáttmálann í leikskólastarfi

Þann 26. apríl næstkomandi stendur UNICEF á Íslandi fyrir námskeiðinu Barnasáttmálinn í leikskólanum. Á námskeiðinu er kynnt nýtt námsefni UNICEF um vinnu með Barnasáttmálann innan leikskólans, hvort sem er í skipulagi starfsáætlana, innan starfsmannahópsins eða með börnum.

Sjá nánar

Peningagjafir til fermingarbarna

Börn eru ófjárráða upp að 18 ára aldri og er meginreglan því sú að þau ráða ekki yfir fé sínu. Þó er að finna undantekningar frá þessari reglu í 75. gr. lögræðislaga. Börn ráða nefnilega sjálf yfir peningum sem þau hafa unnið sér fyrir eða fengið að gjöf, þ.m.t. peningar sem fermingarbörn fá að gjöf.

Sjá nánar

Upptaka eigna í grunnskólum

Börn njóta eignaréttar eins og aðrir. Hvorki í lögum um grunnskóla né reglugerðum er að finna heimildir grunnskóla til að taka eignir af nemendum.

Sjá nánar

Barn í tveimur leikskólum

Þegar ákveðið er hvort barn eigi að dvelja jafnt hjá báðum foreldrum eiga hagsmunir þess að hafa forgang og vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Sjá nánar

Skýrsla um forvarnir gegn skaða af ásetningi

Í dag kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi. Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.

Sjá nánar

Mat á forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við HÍ stendur fyrir kynningu á nýjustu ritröð sinni mánudaginn 10. febrúar. Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi MA og framkvæmdastjóri RBF mun kynna verkefnið Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Brúðuleikhús sem forvarnafræðsla í skólum. Árangur og mat kennara  Kynningin fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslandis, stofu 103 mánudaginn  ...

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 11. febrúar 2014 við Menntavísindasvið HÍ.

Sjá nánar

Tölvupóstur í ólagi

Frá og með síðdegi í dag, föstudaginn 31. janúar, og fram til laugardagsins 1. febrúar er líklegt að tölvupóstur umboðsmanns barna og starfsmanna hans sem og fyrirspurnarform á heimasíðu umboðsmanns barna verði í ólagi.

Sjá nánar

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og framkvæmdafé vegna viðburðar.

Sjá nánar

Byrgjum brunninn

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum.

Sjá nánar

Kuðungsígræðsla

Umboðsmaður barna telur sérstaklega mikilvægt að bera virðingu fyrir heyrnarlausum börnum og menningu þeirra sem tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Á sama tíma þurfa foreldrar að hafa hagsmuni barna sinna að leiðarljósi og veita þeim tækifæri til að taka sem mestan þátt í því samfélagi sem við lifum.

Sjá nánar

Orð og efndir - Grein

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeirri óvissu og óstöðugleika sem ríkt hefur um þjónustu og úrræði fyrir börn að undanförnu. Umboðsmaður hefur ítrekað fagnað ákvörðunum um bætta þjónustu við börn sem hefur svo aldrei komið til framkvæmda eða aðeins að takmörkuðu leyti.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Foreldradagur Heimilis og skóla

Heimili og skóli – landssamtök foreldra munu þann 22. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Yfirskriftin er "Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna?"

Sjá nánar

Afmælisdagur Barnasáttmálans

Í dag eru 24 ár liðin frá því að allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti Samninginn um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Til að fagna deginum og vekja athygli á réttindum barna var haldinn morgunverðarfundur í dag undir yfirskriftinni „Öll börn eru mikilvæg. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi“. Nú standa íslensk stjórnvöld frammi fyrir mikilvægri áskorun um innleiðingu Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?

Fjölmiðlanefnd, SAFT og Heimili og skóli standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?". Tilefni málþingsins er að tæknibreytingar og breytt fjölmiðlanotkun barna og unglinga kallar á breyttar aðferðir til að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum, á internetinu og í tölvuleikjum.

Sjá nánar

Meirihluti barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega

SAFTstóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga.

Sjá nánar

Börn á faraldsfæti í Evrópu - Heimildamynd og yfirlýsing

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move). Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni.

Sjá nánar

Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja

Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynlegt af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama barns og samræmist illa 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf.

Sjá nánar

Jákvæð þróun vímuefnaneyslu unglinga

Nýverið birti Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi. Í stuttu máli er þróun vímuefnaneyslu meðal ungmenna á Íslandi afar jákvæð og sýna báða skýrslurnar þróun undanfarinna 13 – 15 ára.

Sjá nánar

Haustdagskrá RannUng

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hefur gefið út haustdagskrá 2013. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna.

Sjá nánar

„Ekki mögulegt“ að koma á fót úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda

Í svarbréfi velferðarráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna segir að með hliðsjón af aðstæðum í ríkisfjármálum er ekki mögulegt að koma á fót stofnun sem sameini bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímefnaneyslu og afbrotahegðunar. Umboðsmaður telur því íslenska ríkið brjóta skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti.

Sjá nánar

Fyrirlestrar.is - Nýr vefur

Í dag var opnaður vefurinn fyrirlestrar. Markmið hans er að auka víðsýni, draga úr fordómum og veita ókeypis fræðslu um samfélagsmál með forvarnir að leiðarljósi. Á vefnum er hægt að horfa á fjölmörg myndbönd um málefni sem tengjast börnum, uppeldi og mannlífinu almennt.

Sjá nánar

Snemmtæk íhlutun - Námstefna

Hinn 8. október n.k. klukkan 9 - 16 verður haldin námsstefna um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norræna húsinu. Efnið á erindi við fagfólk á vettvangi, rannsakendur, stjórnendur og stefnumótandi aðila innan velferðarþjónustunnar á sviði barna og fjölskyldumála.

Sjá nánar

Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum

Á vormánuðum 2013 var unnin rannsókn í samstarfi við umboðsmann barna á nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi. Ljóst er að nauðung í vinnu með börnum í sérúrræðum er ekki aðeins beitt í einstaka neyðartilfellum.

Sjá nánar

Busavígslur

Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að gæta að réttindum og hagsmunum barna og vekja athygli á þeim. Umboðsmaður barna hefur því gagnrýnt busavígslur sem ganga út á það að gera lítið úr nemendum eða beita þá andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi.

Sjá nánar

Foreldrum ber að leggja út fyrir skólabókum

Foreldrum ber að framfæra börn sín til 18 ára aldurs. Í því felst að foreldrum ber að sjá þeim fyrir því sem þau þurfa til að lifa, þroskast og njóta réttinda sinna, þ.á.m. réttinn til menntunar. Það er því skylda foreldra að leggja út fyrir innkaupum á ritföngum og skólabókum barna sinna.

Sjá nánar

Málþing um námsmat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Sjá nánar

Ársskýrsla fyrir árið 2012 er komin út.

Starfsárið 2012 var virkilega viðburðarríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á þessum „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

Sjá nánar

Þingmenn í heimsókn

Í dag, 16. maí, bauð umboðsmaður barna nýkjörnum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. arkmiðið með boðinu var að kynna embættið og þau málefni sem helst brenna á því.

Sjá nánar

Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina

Barnahátíð verður haldin í áttunda sinn í Reykjanesbæ 11. – 12. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra.

Sjá nánar

Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 8:15-10.00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna". Fjallað verður um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða

Sjá nánar

Tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Nú hefur hópurinn skilað tillögum um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum og á grunni þeirra hefur ráðherra gefið út meginviðmið um efnið.

Sjá nánar

Námsferð til Írlands og N-Írlands

Dagana 14. – 19. apríl fór starfsfólk umboðsmanns barna í námsferð til systurembætta sinna á Írlandi og Norður Írlandi til að kynna sér starf þeirra með þátttöku barna í samfélaginu.

Sjá nánar

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Morgunverðarfundur verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.Yfirskriftin er "Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna."

Sjá nánar

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl 2013. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!

Sjá nánar

Breytingar á þjónustu í þessari viku

Í þessari viku mun starfsfólk embættis umboðsmanns barna vera fjarverandi vegna endurmenntunar. Þess vegna verður þjónusta skrifstofunnar í lágmarki. Talhólf verður sett upp og starfsfólk mun athuga það a.m.k. tvisvar á dag.

Sjá nánar

Málstofa um sáttamiðlun

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafardeild HÍ standa fyrir málstofu mánudaginn 15. apríl kl. 12:10-13:00 á Háskólatorg, stofu 101. Í fyrirlestri  sínum “Styles of Conflict Resolution” mun Caroline Schacht kynna fimm grunnaðferðir við lausn á ágreiningi og útskýra af hverju málamiðlun er ekki allaf besta lausnin til að leysa úr ágreiningi.

Sjá nánar

Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23. og 24. apríl 2013 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Samningur um tannlæknaþjónustu við börn

Í gær, 11. apríl 2013, var undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Umboðsmaður fagnar því að loksins sé biðinni eftir samningi lokið þó að hann hefði kosið að gengið hefði verið enn lengra með því að láta samninginn taka gildi strax fyrir alla aldurshópa.

Sjá nánar

Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.

Sjá nánar

Lokum kl. 14 í dag

Vegna heimsóknar starfsfólks umboðsmanns barna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun skrifstofan loka kl. 14 í dag. Símsvari tekur við skilaboðum.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna fagnar lögfestingu Barnasáttmálans

iSamningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær, 20. febrúar 2013. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting Barnasáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum

Sjá nánar

Krakkar velkomnir í dag, öskudag

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans bjóða alla krakka velkomna á skrifstofu umboðsmanns barna í Kringlunni 1, 5. hæð, frá kl. 9 til 16. Þeir sem syngja eða skemmta starfsfólki á annan hátt fá eitthvað gott að launum.

Sjá nánar

Grunnskólanemar að störfum

Dagana 29. - 30. janúar fjölgaði starfsmönnum umboðsmanns barna um tvo en þá daga voru grunnskólanemarnir Snorri og Davíð í starfsnámi á skrifstofunni.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

Sjá nánar

Fáðu já! frumsýnd í dag

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Sjá nánar

Opið hús hjá umboðsmanni barna í dag

Í ársbyrjun átti embætti umboðsmanns barna 18 ára afmæli. Í tilefni þess ætlum við að halda opið hús í nýju húsnæði okkar; Kringlunni 1, 5. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða nýja skrifstofuna á morgun, þriðjudaginn 29. janúar milli kl. 9:00 og 11:00.

Sjá nánar

Breytingar á barnalögum nr. 76/2003

Nú um áramótin tóku gildi lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum sem samþykkt voru hinn 12. júní 2012. Verður nú farið yfir helstu atriðin að mati umboðsmanns barna en telur hann að margar jákvæðar breytingar sé að finna í nýjum lögum.

Sjá nánar

Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

Sjá nánar

Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar 2013, mun Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, MA-nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á forvarnarverkefninu Verndarar barna sem hún vann í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Blátt áfram.

Sjá nánar

Breytingar á lögum um fæðingar og foreldraorlof

Um áramótin tóku gildi lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging) sem samþykkt voru 22. desember 2012. Með þessum breytingum er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður það 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.

Sjá nánar

Hávaði í námsumhverfi barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hljóðvist í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og afleiðingum hávaða fyrir nám, málþroska og heilsu barna.

Sjá nánar

Greiðsla tryggingabóta frá tryggingafélögum til barna - Bréf

Umboðsmanni barna barst á árinu erindi þess efnis að foreldri fékk greiddar tryggingabætur f.h. barns og fór illa með þá fjármuni þannig að bæturnar skiluðu sér ekki til barnsins. Í kjölfarið sendi umboðsmaður barna bréf til sex tryggingafélaga á Íslandi til að kanna hvernig staðið er að greiðslu tryggingabóta sem börn eiga rétt á vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Niðurstöður þessarar könnunar hafa verið kynntar innanríkisráðherra og tryggingarfélögunum.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að hlutast til um að verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða verði settar sem fyrst.

Sjá nánar

Mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf til að koma á framfæri ábendingum um mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku fyrir þjónustu við börn. Telur umboðsmaður mikilvægt að ríki og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og stuðli að því að aldursmörk barna verði samræmd og fullorðinsgjald miðað við 18 ára aldur á vettvangi sveitarfélaga

Sjá nánar

Umboðsmaður barna flytur

Til stendur að embættið skipti um húsnæði í næstu viku og því má búast við að afgreiðsla þess geti verið takmörkuð vikuna 10. til 15. desember.

Sjá nánar

Lýðræði í grunnskólum II - Bréf

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla þar sem hann greinir frá niðurstöðum úr svörum 35 grunnskóla við spurningum umboðsmanns um nemendafélög og skólaráð sem hann sendi í fyrra.

Sjá nánar

Umönnunargreiðslur - Bréf til ráðherra

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem ráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna nr. 22/2006 verði breytt þannig að öllum börnum sem uppfylla skilyrði laganna verði tryggður sami réttur til þess að njóta umönnunar foreldra sinna.

Sjá nánar

Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2012

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2012 sem fram fer 30. nóvember í MVS. Að venju eru efnistök fjölbreytt . Í ár er m.a. áhersla á vettvang, starfsþróun, stefnumótun,forvarnir og nám. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur er vinsamlegast beðnir að skrá sig í netfangið arni@hi.is.

Sjá nánar

Reglur um börn í sundi

Nýlega var reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 breytt. Fjallað var um helstu breytingarnar í frétt dags. 4. október 2012. Umboðsmaður barna mælir með því að foreldrar og þeir sem starfa með börnum kynni sér þær reglur sem gilda um sundstaði (þ.m.t. skólasund).

Sjá nánar

Á degi gegn einelti

Í tilefni dagsins vill umboðsmaður barna vekja athygli á mikilvægi vináttunnar og benda á myndefni um einelti og vináttu á netinu

Sjá nánar

Tvær málstofur um barnavernd í nóvember

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Sjá nánar

Rannsóknir á slysum - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.

Sjá nánar

Ráðstefna um breytingar á barnalögum

Hinn 8. nóv. munu innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd gangast fyrir ráðstefnu um nýju barnalögin, sem taka munu gildi 1. janúar 2013.

Sjá nánar

Slysavarnir barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að slysavörnum barna verði fundinn varanlegur staður á vegum hins opinbera.

Sjá nánar

Aðbúnaður og öryggi í leik- og grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent foreldrafélögum í leik- og grunnskólum (foreldraráðum skv. 11. gr. leikskólalaga) bréf um aðbúnað og öryggi í leik- og grunnskólum en þar er m.a. fjallað um hávaða í skólum, öryggi og slysavarnir, brunavarnir og aðrar forvarnir. Skólastjórar fengu einnig bréf til kynningar á málinu með afriti af bréfinu til foreldrafélaganna.

Sjá nánar

Ungt fólk 1992-2012 - Ráðstefna

Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.

Sjá nánar

Skyldur ríkisins samkvæmt nýjum barnalögum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að með breytingum sem samþykktar voru með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 fylgi ekki nægt fjármagn sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt hinum nýju lögum.

Sjá nánar

Málþing um einelti

Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli.

Sjá nánar

Ársskýrsla fyrir árið 2011 er komin út

Starfsárið 2011 var erilsamt og viðburðarríkt. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins fór töluverður tími í að efla og styðja við þátttöku barna í samfélaginu. Eitt af stærri verkefnum umboðsmanns barna ársins 2010 var ritun skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Námsdagur um mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og ungbarna

Miðstöð foreldra og barna stendur fyrir námsdegi í samstarfi við Þerapeiu, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Barnaverndarstofu, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift dagsins er "Understanding why some mothers find it hard to love their babies."

Sjá nánar

Ekki meir - Ný bók um eineltismál

Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti.

Sjá nánar

Er ég pirrandi? - Grein

Í gær, mánudaginn 13. ágúst, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Unni Helgadóttur sem er ráðgjafi í Ráðgjafarhóp umboðsmann barna. Greinin fjallar um viðhorf fullorðinna til unglinga

Sjá nánar

Ný dönsk rannsókn um aðbúnað innanhúss í leikskólum

Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmanni barna barst mikill fjöldi erinda síðastliðna helgi vegna aðfarargerðar á börnum sem var framkvæmd föstudaginn 29. júní sl. Að því tilefni vekur umboðsmaður barna athygli á tölvupósti sem hann sendi fyrir helgi til sýslumannsembættisins í Kópavogi þar sem aðfarargerðin fór fram.

Sjá nánar

Fundi norrænna umboðsmanna barna lokið

Nú er lokið árlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Reykjavík dagana 4. - 6. júní 2012. Þátttakendur voru umboðsmenn barna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna í Grænlandi auk nokkurra starfsmanna embættanna.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð í dag, þriðjudaginn 5. júní 2012, vegna málstofu sem embættið stendur fyrir í Þjóðminjasafninu um innleiðingu Barnasáttmálans og funda með norrænum umboðsmönnum barna. Líklegt er að á morgun verði lokað fyrir hádegi vegna funda og heimsókna.

Sjá nánar

Vistheimili barna Laugarásvegi - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 21. maí kl. 12.15 - 13.15 á Barnaverndarstofu, Höfðaborg (Borgartúni 21). Yfirskriftin er "Vistheimili barna Laugarásvegi - tækifæri og áskoranir til framtíðar".

Sjá nánar

Um vinnu barna og unglinga

Um vinnu barna og unglinga gildir X. kafli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga.

Sjá nánar

Samvinna skóla og barnaverndar - Ráðstefna

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:30-16:00. Ráðstefnan fjallar um stöðu þeirra barna sem fá þjónustu í barnaverndakerfinu gagnvart skóla og menntun, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu þessara kerfa.

Sjá nánar

Börn sem hælisleitendur

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um hin ýmsu réttindi barna og unglinga. Þar er að finna almennar reglur eins og t.d. í 3. gr. sáttmálans þar sem segir að það sem börnum er fyrir bestu, skuli alltaf hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem þau varða. Þessi meginregla á að sjálfsögðu við um öll börn og við allar aðstæður.

Sjá nánar

Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - Málstofa um barnavernd

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 23. apríl kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis - staðan eftir sex mánaða reynslutíma.

Sjá nánar

Þýðingar á skýrslum íslenska ríkisins til og frá Barnaréttarnefndinni

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að lokaathugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnaréttarnefndarinnar, verði aðgengilegar í lokaútgáfu en ekki sem drög að þýðingu. Þá hefur skýrsla íslenska ríkisins aðeins verið birt á ensku. Nauðsynlegt er að bæði fullorðnir og börn fái vitneskju um skýrslurnar, geti nálgast þær auðveldlega og kynnt sér þær á móðurmáli sínu.

Sjá nánar

Málstofa um einelti

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) og Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti standa að málstofu um einelti hinn 12. apríl 2012 kl. 14 -16:30 í stofu H 207 í húsnæði MVS við Stakkahlíð.

 

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð föstudaginn 29. mars

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð á morgun, föstudaginn 29. mars 2012, vegna þátttöku starfsfólks í ráðstefnu UMFÍ um ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Hvolsvelli.

Sjá nánar

Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.

Sjá nánar

Um hormónatengdar getnaðarvarnir

Umboðsmaður barna vill koma eftirfarandi á framfæri vegna umræðu undanfarinna daga um frumvarp til breytinga á lyfjalögum nr. 93/1994 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 sem velferðarráðherra kynnti í seinustu viku á ríkisstjórnarfundi.

Sjá nánar

Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Sjá nánar

Peningagjafir til fermingarbarna

Í 72. gr. íslensku stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi eignarréttar. Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir og er eignarréttur engin undantekning.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.

Sjá nánar

Allir krakkar velkomnir á öskudag

Í dag, öskudag, býður umboðsmaður barna öllum krökkum sem vilja koma og syngja upp á góðgæti. Við erum á Laugavegi 13, 2. hæð og það er gengið inn í húsið frá Smiðjustíg. Vonum að sjá sem flesta.

Sjá nánar

Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

Sjá nánar

Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.

Sjá nánar

Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) hefur gefið út rit um rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnavernd. Ritið heitir "Það kemur alveg nýtt look á fólk" Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi og er eftir Anni Haugen.

Sjá nánar

Erindi um barnvinsamlegt réttarkerfi

Hinn 20. janúar sl. stóð Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni fyrir ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu.

Sjá nánar

Líðan barna – Samanburður úr könnunum 2010 og 2011

Árið 2010 upplifðu 14,7% nemenda í 5. – 7. bekk sig aldrei eða sjaldan örugga á skólalóðinni sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall. Árið 2011 var þetta hlutfall orðið 15,4%. Árið 2010 töldu um 11% nemenda að kennarinn gerði stundum eða oft lítið úr einhverjum krakkanna en ári síðar töldu hins vegar um 15% nemenda að kennarinn gerði oft eða stundum lítið úr einhverjum krakkanna.

Sjá nánar

Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota

Innanríkisráðuneyti, Lagadeild Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna í samvinnu við Evrópuráðið til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þann 20. janúar. Málstofan fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 18.

Sjá nánar

Styrkir úr Æskulýðssjóði

Mennta og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2012 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er vinna gegn einelti, fræðslu um mannréttindi, þjálfun þeirra er vinna með börnum og ungmennum í félagsstarfi og á samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Sjá nánar

Er barnalýðræði á Íslandi? - Málþing

Þroskaþjálfafélag íslands stendur fyrir áhugaverðu málþingi dagana 26. og 27. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er Er barnalýðræði á Íslandi? Í kjölfar málþingsins verður svo haldin ráðstefnan Velferð á óvissutímum.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óska öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Frá SAMAN-hópnum

Nú þegar jól og áramót nálgast viljum við í SAMAN-hópnum minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni.

Sjá nánar

Samvera um hátíðirnar

Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

Sjá nánar

Ábyrgð og aðgerðir - Málþing um rannsókn á einelti

RANNSÓKNASTOFNUN ÁRMANNS SNÆVARR UM FJÖLSKYLDUMÁLEFNI í samstarfi við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands býður til málþingsins ÁBYRGÐ OG AÐGERÐIR miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 15–17 í stofu 132 í Öskju. Á málþinginu verða kynntar helstu niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barn.

Sjá nánar

Þarf að auka neytendavernd barna?

Óskað er eftir athugasemdum frá neytendum - ekki síst foreldrum barna - samtökum og öðrum hagsmunaaðilum í tilefni af endurskoðun leiðbeinandi reglna um neytendavernd barna.

Sjá nánar

Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30. Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama.

Sjá nánar

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli út fyrir landsteinana

Stjórnlög unga fólksins verða í forgrunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fer á sunnudag og mánudag. Þar verða samankomnir ráðherrar Evrópuráðsins og ætla þeir að ræða hvernig byggja megi upp barnvænni  Evrópu. Stjórnlög unga fólksins voru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi. Markmiðið var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar

Lakari réttur framhaldsskólanema? - Bréf

Nú hefur komið í ljós að með nýju regluverki ætla stjórnvöld ekki að tryggja nemendum framhaldsskóla sama eða betri rétt en eldri reglur kváðu á um varðandi rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts.

Sjá nánar

Samþykki barna til brottnáms líffæra eða lífrænna efna úr eigin líkama - Bréf

Umboðsmaður hefur í nokkurn tíma haft áhyggjur af réttarstöðu barna sem mögulega þurfa og/eða vilja gefa úr sér líffæri eða lífræn efni, svo sem beinmerg. Samkvæmt lögum er börnum óheimilt að gefa samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efni, undir hvaða kringumstæðum sem er. Þó er ljóst að það tíðkast að einhverju leyti í framkvæmd að börn gefi líffæri eða lífræn efni.

Sjá nánar

Viðburðir á degi gegn einelti

Í hádeginu hittist fjöldi fólks í Höfða þar sem velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ýmissa stofnanna og samtaka undirrituðu Þjóðarsáttmála gegn einelti.

Sjá nánar

Ný reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að út er komin ný reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um ábyrgð, réttindi og skyldur starfsfólks skóla, nemenda og foreldra, starf grunnskóla gegn einelti, skólareglur og brot á skólareglum. Þá er í lokin fjallað um málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Á degi gegn einelti - Verum vinir

Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd.

Sjá nánar

Upplýstir og ábyrgir einstaklingar

Eitt helsta markmið Barnasáttmálans er að börn fái tækifæri til að þroskast þannig að þau verði upplýstir og ábyrgir einstaklingar. Eftir því sem þau verða eldri og þroskaðri þurfa þau í auknum mæli að fá tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.

Sjá nánar

Tryggingar og börn

Umboðsmanni barna barst ábending um að umsókn um tryggingu fyrir barn hefði verið hafnað af tryggingarfélaginu Sjóvá vegna raskana sem barnið hafði verið greint með. Ákvað umboðsmaður barna því að kanna hvaða reglur gilda og hvernig verklagi er háttað þegar kemur að tryggingum fyrir börn.

Sjá nánar

Ungmennaráð í sveitarfélögum

Umboðsmaður barna er ánægður með að málefnum ungmennaráða hafi verið fundinn staður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Sjá nánar

Yfirlýsing Viku 43 - undirritun með velferðarráðherra

Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011 hafa fulltrúar tuttugu félagasamtaka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritað yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur.

Sjá nánar

Eignarréttur barna

Mikilvægt er að allir hafi í huga og geri sér grein fyrir því að börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Börn eiga því rétt á að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem þau kjósa, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þó innan skynsamlegra marka.

Sjá nánar

Fjármál barna

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar.

Sjá nánar

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti.

Sjá nánar

Lýðræði í grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvupóst þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nemendafélög og aðkomu nemenda að skólaráðum. Hugmyndin er að safna upplýsingum og dæmum um góð vinnubrögð til að miðla áfram á heimasíðu embættisins.

Sjá nánar

Málþing um sameiginlega forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um sameiginlega forsjá og heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Málþingið verður haldið á vegum Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) föstudaginn 14. október 2011, kl. 14.00-16.00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna á Suðurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins hafa í gær og í dag farið um Suðurland og heimsótt grunnskóla.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagur 2011 er haldinn í dag, miðvikudaginn 5. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf

Föstudaginn 23. september 2011 var íslenska ríkið tekið fyrir hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Nefndin fór yfir skýrslu stjórnvalda um það hvernig íslenska ríkið uppfyllir Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og spurði íslensku sendinefndina spurninga um stöðu mála, m.a. með hliðsjón af skýrslum umboðsmanns barna og frjálsra félagasamtaka.

Sjá nánar

Kynningar fyrir skóla - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum bréf þar sem boðið er upp á kynningar fyrir nemendur og starfsfólk skólanna. Með bréfinu fylgdu sýnishorn af hurðaspjöldunum Verum vinir sem embættið gaf út í fyrra.

Sjá nánar

Öryggi á leiksvæðum barna

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem hún lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu öryggismála á leiksvæðum barna.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði - Ráðstefna

Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Sjá nánar

Nemendafélög í grunnskólum

Menntakerfið gegnir  mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar,uppfræða þá og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi.

Sjá nánar

Skráning upplýsinga í Mentor

Persónuvernd tók nýlega til skoðunar tvenns konar mál sem varða Mentor. Annars vegar féll úrskurður um skráningu grunnskóla á viðkvæmum persónuupplýsingum um nemenda í Mentor og hins vegar gaf Persónuvernd út leiðbeinandi álit um nafngreiningar í dagbókarfærslum grunnskólabarna.

Sjá nánar

Skólaorðaforði

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast þýðingar á helstu hugtökum sem snerta skólagöngu barna á ýmsum tungumálum.

Sjá nánar

Saman að eilífu - Ljóð

Í tilefni Menningarnætur vill umboðsmaður barna vekja athygli á barnamenningu og birta ljóð sem 14 ára stúlka sendi umboðsmanni í vikunni.

Sjá nánar

Áfengisauglýsingar

Umboðsmaður barna hefur sent Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf þar sem hann skorar á stjórnvöld að gera ákvæði 1. mgr. 20. gr. áfengislaga skýrara þannig að hvers kyns áfengisauglýsingar verði bannaðar, hvort sem um er að ræða „léttöl“ eða ekki.

Sjá nánar

Mikilvægi foreldra í upphafi skólaárs

Nú þegar skólarnir hefja göngu sína er brýnt að foreldrar séu til staðar fyrir börnin, sérstaklega þau sem eru að hefja grunnskólagöngu í 1. bekk, byrja í nýjum skóla, í nýjum bekk eða takast á við aðrar breytingar.

Sjá nánar

Hagsmunir leikskólabarna

Umboðsmaður barna brýnir fyrir þeim aðilum sem standa að samningsgerð um kjör leikskólakennara að þeir bera ríka samfélagslega skyldu til að ná samningum svo að ekki komi til verkfalls. Leikskólabörn eiga að geta notið góðs af faglegu starfi í leikskólum landsins, þar sem grunnur er lagður að menntun barna og félagsþroska.

Sjá nánar

Fræðsla um hlutverk skólaráða

Umboðsmaður barna hefur sent grunnskólum tölvupóst þar sem vakin er athygli á kynningarefni um skólaráð. Í erindinu er líka sagt frá því að til standi að safna upplýsingum frá skólum um starf nemenda í skólaráði og birta á vef umboðsmanns barna þannig að nemendur og skólar geti lært af því sem vel er gert í öðrum skólum hvað varðar nemendalýðræði.

Sjá nánar

Busavígslur

Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem óskað er eftir því að tekið verði á móti nýnemum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Sjá nánar

„Ekki má gleymast að hlusta á raddir unga fólksins“

Formanni stjórnalagaráðs, Salvöru Nordal, voru nú í hádeginu afhentar niðurstöður frá þingi ungmennaráða um stjórnarskrána sem fram fór í vor. Með þessu gefst stjórnlagaráði einstakt tækifæri til að kynna sér sjónarmið ungmenna á aldrinum 13-18 ára við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar

Ný skýrsla UNICEF

Út er komin skýrsla á vegum UNICE um stöðu barna á Íslandi. Er um viðamikið yfirlit að ræða og í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Á degi barnsins er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Börnin hafa oft einfaldar og góðar hugmyndir af því hvað þeim finnst skemmtilegast að gera með fjölskyldunni.

Sjá nánar

Nýjar umsagnir til Alþingis

Að undanförnu hafa umboðsmanni barna borist töluvert af umsagnarbeiðnum frá Alþingi. Hér á síðunni, má sjá athugasemdir sem umboðsmaður barna hefur sent nefndum Alþingis, m.a. varðandi breytingar á barnalögum og grunnskólalögum.

Sjá nánar

Lýðræði í leikskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra leikskólastjóra um lýðræði í leikskólum. Ætlunin er að safna saman upplýsingum frá leikskólum um verkefni þar sem sérstaklega er unnið út frá hugmyndum um grunngildi lýðræðis og lýðræðislegs samfélags.

Sjá nánar

Áhrif ofbeldis á ákvarðanir um forsjá og umgengni

Vegna umræðu um aðstæður barna sem verða með beinum eða óbeinum hætti fyrir ofbeldi af hendi einhvers nákomins vill umboðsmaður barna benda á að í nýlegri skýrslu embættisins til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans, var bent á að brýnt sé að auka vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá og umgengni.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna með hollustumerki

Í umsögn um þingsályktunartillögu um norrænt hollustumerki, Skráargatið, segja talsmaður neytenda og umboðsmaður barna að með því ykist neytendavernd barna þar sem þá tækju gildi leiðbeiningarákvæði frá embættunum um að halda ekki öðrum matvælum að börnum.

Sjá nánar

Niðurskurður í skólum - Bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins. Umboðsmaður sendi því í gær, 21. mars 2011, bréf til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefnd eða þeim nefndum sveitarfélagaganna sem tekur ákvarðanir um skólamál.

Sjá nánar

Hlustið á okkur - Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgrein­ingar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í hús­næði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Mikið um að vera á öskudag

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri. Hér eru myndir af hluta af börnum og furðuverum sem heimsóttu skrifstofuna á Laugaveginum.

Sjá nánar

Niðurskurður sem bitnar á börnum

Umboðsmaður barna sendi í gær, 2. mars 2011, bréf til allra sveitarfélaga þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði og minnir á skyldu þeirra til að setja hagsmuni barna ofar hagsmunum annarra í samfélaginu.

Sjá nánar

Opinber umfjöllun um afbrot barna - Málþing

Umboðsmaður barna og Lagadeild Háskólans í Reykjavík bjóða til málþings næstkomandi föstudag, 4. mars, frá kl. 13:15 til kl. 16:30 í stofu M.1.01 (Bellatrix) á 1. hæð HR að Menntavegi 1. Allir velkomnir.

Sjá nánar

Reglur um úthlutun jöfnunarstyrks til skoðunar

Í byrjun desember á síðasta ári sendi umboðsmaður barna menntamálaráðherra bréf þar sem bent er á að reglur um úthlutun jöfnunarstyrks feli í sér mismunun á grundvelli ríkisfangs sem brýtur í bága við 2. gr. Barnasáttmálans. Nú hefur umboðsmanni borist svarbréf þar sem segir að ráðuneytið muni hafa þessa ábendingu til hliðsjónar við undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um námsstyrki nr. 79/2003.

Sjá nánar

Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi kynnti í gær nýja rannsókn um stuðning við börn sem búa við heimilisofbeldi. Skýrslan sýnir að úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant.

Sjá nánar

Jöfn dvöl barna hjá foreldrum

Þróunin hér á landi virðist vera sú að fleiri og fleiri foreldrar velja svokallaða jafna umgengni, þ.e. að börn þeirra dvelji hjá þeim til skiptis viku og viku. Oft er spurt hvernig þetta fyrirkomulag hentar börnum. Því er erfitt að svara með einföldum hætti enda eru aðstæður barna mjög mismunandi.

Sjá nánar

Heimsdagur barna

Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík laugardaginn 12. febrúar kl. 13 - 17. Í Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs býðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hinum ýmsu listasmiðjum.

Sjá nánar

Áfengisauglýsingar íþróttafélaga

Áfengisauglýsingar eiga aldrei rétt á sér á viðburðum sem börn sækja. Hagsmunir barna og unglinga af því að njóta verndar gegn áfengisauglýsingum eiga alltaf að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir íþróttafélaga. Vegna ábendinga um áfengisauglýsingar íþróttafélaga sendi umboðsmaður bréf til ÍSÍ. Hér er innihald þess birt sem og svarbréf ÍSÍ.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn 6. febrúar. Þar sem dagurinn er á sunnudegi munu leikskólar landsins halda daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

Sjá nánar

Niðurskurður í leik- og grunnskólum landsins

Umboðsmanni barna hafa borist þó nokkrar ábendingar um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Dæmi um niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað er fækkun í starfsliði, sameining bekkja og niðurfelling námskeiða.

Sjá nánar

Leiðbeiningar um neytendavernd barna endurskoðaðar

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 31. janúar

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. janúar kl. 12:15- 13:15. Yfirskriftin er Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 - málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Annáll RBF 2010

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlit yfir starfsemi RBF síðastliðið ár. Í annálnum er sagt frá útgefnu efni, rannsóknum í vinnslu, málþingum, málstofum, alþjóðasamskiptum, þátttöku í nefndum og ráðum og breytingum á starfsfólki og stjórn.

Sjá nánar

Réttindi nemenda í framhaldsskóla - Bréf til menntamálaráðuneytisins

Umboðsmaður barna sendi í haust bréf til menntamálaráðuneytisins til að spyrja hvernig ráðuneytið hyggist tryggja framhaldsskólanemendum sama eða betri rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts og reglugerð nr. 105/1990 tryggir en hana stendur til að fella á brott. Í lok árs 2010 hafa ekki borist svör við bréfinu.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna sjónvarpsefnis

Í kjölfar ábendinga sem borist hafa embættinu vegna þátta Sveppa og Audda á Stöð 2 sendi umboðsmaður barna dagskrárstjóra Stöðvar 2 bréf þar sem umboðsmaður bendir á ábyrgð og skyldur þeirra sem sýna sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum. Í bréfinu eru Sveppi og Auddi boðnir á fund til að ræða málin en í lok árs höfðu engin viðbrögð borist við bréfinu, sem er dags. 18. nóvember 2010.

Sjá nánar

Fjölskyldan saman um hátíðirnar

Nú þegar líða fer að jólum og áramótum vill umboðsmaður barna leggja áherslu á mikilvægi samverustunda fjölskyldna yfir hátíðarnar. Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

Sjá nánar

Vinnusmiðja á Úlfljótsvatni

Dagana 16. og 17. desember 2010 hélt umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára á Úlfljótsvatni. Þema vinnusmiðjunnar var vinátta, vinaleysi og samkennd.

Sjá nánar

Opið hús á morgun þriðjudaginn 21. desember

Á morgun, þriðjudaginn 21. september, verður opið hús á skrifstofu umboðsmanns barna milli klukkan 10:30 og 12. Skrifstofan er á Laugavegi 13, 2. hæð en gengið er inn í húsið frá Smiðjustíg. Allir eru velkomnir.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk embættis umboðsmanns barna óskar öllum börnum landsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð vegna vinnusmiðju

Dagana 16. til 17. desember heldur umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára á Úlfljótsvatni. Verður skrifstofa umboðsmanns barna því lokuð föstudaginn 17. desember.

Sjá nánar

Leiðir til að virkja börn til þátttöku - Rit á íslensku

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 20 ára á síðasta ári. Af því tilefni voru teknar saman 23 greinar um leiðir til að virkja börn til þátttöku í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Nú er búið að þýða ritið á íslensku og fleiri tungumál.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um barnavernd sem haldin verður mánudaginn 29. nóvember og fjallar um samvinnu við gerð áætlana.

Sjá nánar

Hulduheimar - Myndband um einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu myndbandi um einelti sem var útbúið fyrir nemendur grunnskóla til að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum. Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess.

Sjá nánar

Bréf til fjárlaganefndar vegna niðurskurðar

Umboðsmaður barna hefur sent nefndarmönnum í fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem vakin er athygli á þeim sjónarmiðum sem þarf að hafa í huga þegar þjónusta er skorin niður. Í bréfinu er fjallað um rétt barna til menntunar, umönnunar, heilbrigðis og framfærslu.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Vestfjörðum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla.

Sjá nánar

Skólabragur - Málstofa

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember nk. í Bratta, sal menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (KHÍ) frá klukkan 9:30-15:15. Málstofan er öllum opin.

Sjá nánar

Krakkavefur um ADHD

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýlegum vef ADHD samtakanna fyrir börn og unglinga. Á vefnum er útskýrt hvað ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni) er og hvernig þessi taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf og samskipti barna og unglinga auk þess sem gefin eru góð ráð og upplýsingar í einföldu máli og myndum.

Sjá nánar

Menntakvika - Ráðstefna

Vakin er athygli á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands næsta föstudag, 22. október, þar sem boðið verður upp á yfir 170 fyrirlestra í 44 málstofum.

Sjá nánar

Umboðsmaður á Austurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hafa í gær og í dag, 14. og 15. október, farið um Austfirði og heimsótt skóla. Í heimsóknum sínum kynna þær embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum.

Sjá nánar

Æskan - rödd framtíðar - Ráðstefna

28. - 30. október næstkomandi mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir ráðstefnu þar sem niðurstöður samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum.

Sjá nánar

Börn og mótmæli

Í ljósi þeirra mótmæla sem nú eiga sér stað í samfélaginu vill umboðsmaður barna minna á að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarf á sérstakri vernd að halda.

Sjá nánar

Þingmenn minntir á réttindi barna

Vegna umræðu um fjárlagafrumvarpið og niðurskurð hefur umboðsmaður barna sent öllum alþingismönnum bréf þar sem hann minnir á skyldu íslenskra stjórnvalda við börn. Með bréfinu fylgdi eintak af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu.

Sjá nánar

Vilt þú fræðast um réttindi barna?

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa samtaka sem vinna með börnum þar sem boðið er upp á kynningu á embættinu og réttindum barna.

Sjá nánar

Eineltisátak – opnir borgarafundir

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.

Sjá nánar

Eineltisáætlun - hvað svo?

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur sinn fyrsta morgunverðarfund á þessu misseri miðvikudaginn 15. september á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Efni fundarins er Eineltisáætlun - hvað svo?

Sjá nánar

Við upphaf skólagöngu

Samtökin Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa tekið saman atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga þegar barn byrjar í grunnskóla.

Sjá nánar

Tilkynningarskylda - trúnaðarskylda - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um tilkynningarskyldu og trúnaðarskyldu sem haldin verður í HÍ á miðvikudaginn kl. 12:15. Að málstofunni standa Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Lagastofnun HÍ.

Sjá nánar

Mikilvægi forvarna í barnaverndarstarfi - Málstofa

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 27. september kl. 12.15 - 13.15 í húsnæði Barnaverndarstofu við Höfðatorg.

Sjá nánar

Skref í rétta átt í eineltismálum

Umboðsmaður barna fagnar allri vandaðri umræðu um eineltismál og þeim aðgerðum sem ýmsir aðilar hafa staðið að til að skilja einelti betur, draga úr því og aðstoða þá sem þurfa.

Sjá nánar

Vel heppnuð dagskrá á Menningarnótt

Umboðsmaður barna tók þátt í Menningarnótt með því að hafa opið hús frá kl. 11 til 13. Í boði var fjölskylduvæn skemmtun fyrir eril dagsins. Flautuhópurinn KóSi flutti fjörug og falleg lög og Jóhann Auðunn trúbador spilaði og söng nokkur vel valin lög.

Sjá nánar

Líðan barna - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu með niðurstöðum könnunar um líðan barna sem embættið lagði fyrir um 1350 nemendur 5. - 7. bekkja grunnskóla.

Sjá nánar

Busavígslur í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra framhaldsskóla þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að taka vel á móti nýnemum í framhaldsskólunum.

Sjá nánar

Verslunarmannahelgin

Nú er framundan verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi sumarsins. Umboðsmaður barna vill hvetja fjölskyldur til að njóta helgarinnar saman. Samvera foreldra og ungmenna er mjög mikilvæg og hefur gríðarlegt forvarnargildi.

Sjá nánar

Illi kall - Ný barnabók um heimilisofbeldi

Út er komin barnabókin ILLI KALL. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu og er henni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn.

Sjá nánar

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti veitti íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum.

Sjá nánar

Nemi í starfsþjálfun

Dagana 20. og 21. maí sl. fékk umboðsmaður barna til sín nema í starfskynningu. Neminn er 16 ára nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og heitir Ingheiður Brá.

Sjá nánar

Vernd barna gegn ofbeldi - Málþing

Barnaheill standa fyrir málþingi um vernd barna gegn ofbeldi miðvikudaginn 26. maí næstkomandi kl.  9.00-12.30 á Hilton-Nordica hóteli. Yfirskriftin er „Horfin lífsgleði - okkar ábyrgð".

Sjá nánar

Börn yfir kjörþyngd

Í frétt á vefsvæði Lýðheilsustöðvar dags. 16. apríl 2010 segir frá nýútkominni skýrslu sem Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa tekið saman og gefið út. Í skýrslunni, sem ber titilinn „Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu - Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast?", er komið á framfæri nýjum tölum og stuttri útlistun á lykilhugtökum sem notuð eru um líkamsþyngd barna.

Sjá nánar

Mótmæli við heimili bitna á börnum

Mótmæli og skemmdarverk fyrir utan heimili geta haft neikvæð áhrif á líðan barna og brotið gegn rétti þeirra til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði"

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hélt í annað sinn ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, dagana 7. – 9. apríl. Að þessu sinni var hún haldin á Laugum í Dalabyggð. Markmið ráðstefnunnar var að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni sem starfa í ungmennaráðum um allt land.

Sjá nánar

Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmaður barna hefur sent dómsmála og mannréttindaráðherra bréf, dags. 15. mars 2010, þar sem umboðsmaður hvetur ráðherra til þess að hlutast til um að gerðar verði verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða og þær unnar í samstarfi við þá aðila sem koma að slíkum gerðum.

Sjá nánar

Handbók um mataræði í framhaldsskólum

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Sjá nánar

Kynning á embættinu

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu er m.a. boðið upp á kynningu fyrir hópa.

Sjá nánar

Dagur án eineltis

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lýst daginn í dag, 17. mars, sem dag án eineltis. Deginum er ætlað að vekja athygli á þessu alvarlega vandamáli og minna á að allir dagar ættu að sjálfsögðu að vera án eineltis. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í Ráðhúsinu og hefst það kl. 14:30.

Sjá nánar

Stóra upplestrarkeppnin í Rimaskóla

Umboðsmaður barna hefur í nokkurn tíma átt mjög gott samstarf við Rimaskóla. Á dögunum var óskað eftir því að umboðsmaður, Margrét María, yrði viðstödd Stóru upplestrarkeppnina þar og tæki sæti í dómnefnd. Umboðsmaður þáði þetta boð með þökkum og átti góða stund með nemendum 7. bekkja skólans.

Sjá nánar

Um skólareglur

Vegna umfjöllunar um skólareglur í fjölmiðlum vill umboðsmaður barna koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Sjóðir til styrktar börnum

Umboðsmaður barna hefur ákveðið að safna upplýsingum um þá sjóði sem starfa í þágu barna á einn eða annan hátt, hvort sem þeir starfa samkvæmt eftir staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988 eða ekki.

Sjá nánar

Öskudagur

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri.

Sjá nánar

Málstofur RBF vorið 2010

Fimm málstofur verða haldnar á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands vorið 2010. Þema vorsins er Foreldraskyldur samfélags og réttur barna.

Sjá nánar

Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Á málstofu Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafardeildar HÍ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12-13, í Lögbergi stofu 102, mun Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, flytja fyrirlesturinn Hjálparstarf – hvernig snýr það að börnum?

Sjá nánar

Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna

Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna. 

Sjá nánar

Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30.

Sjá nánar

Fræðsluefni um áhrif koffíns

Matvælastofnun hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

Sjá nánar

Fræðsluefni um tannvernd barna

Hin árlega tannverndarvika, sem Lýðheilsustöð stendur fyrir, hefst í dag og stendur yfir dagana 1.- 5. febrúar. Að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að tannvernd barna. Nýtt, lifandi fræðsluefni hefur verið útbúið, einkum ætlað foreldrum og öðrum sem sinna tannvernd og tannhirðu barna.

Sjá nánar

Ný vefsíða - Léttari æska

Verkefnið Léttari æska fyrir barnið þitt er heimasíða sem hefur að geyma upplýsingar ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra.

Sjá nánar

Málstofur um barnavernd og fjölmiðlun

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa hafa undanfarin ár staðið staðið fyrir málstofum um barnavernd einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Að þessu sinni verður sjónum beint að barnavernd og fjölmiðlum.

Sjá nánar

Einblöðungur um skólaráð - Bréf til grunnskóla

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvubréf til að kynna einblöðung um skólaráð sem gefinn var út fyrr í vetur. Einblöðungurinn er sérstaklega ætlaður nemendum grunnskóla og hefur að geyma upplýsingar úr grunnskólalögum og reglugerð um skólaráð ásamt nokkrum hagnýtum atriðum fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í skólaráði.

Sjá nánar

Æskulýðssjóður

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóð. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar n.k

Sjá nánar

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

Sjá nánar

Netnotkun barna og unglinga

Í nýrri könnun á netnotkun barna á aldrinum níu til sextán ára sögðust 77% þeirra vera í leikjum á netinu þegar þau voru spurð að því hvað þau gerðu helst á netinu.

Sjá nánar

KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun látið þýða á íslensku bókina KOMPÁS. Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

Sjá nánar

Bók fyrir skilnaðarbörn

Umboðsmaður barna vill benda á nýlega bók sem fjallar um skilnað foreldra og áhrif hans á barn þeirra. Bókin er ætluð sem stuðningsrit fyrir skilnaðarbörn.

Sjá nánar

Breytingar á fæðingarorlofi

Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á fæðingarorlofi, þ.e. skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku hluta orlofsins um þrjú ár.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Hagsmunasamtök foreldra

Vegna athugasemda sem umboðsmanni barna hafa borist um viðtal við starfsmann embættisins í fréttum stöðvar 2 miðvikudaginn 18. nóvember er rétt að koma því á framfæri að hvorki umboðsmaður barna né starfsmenn hans tengjast félagi forsjárforeldra eða öðrum hagsmunasamtökum foreldra.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Viðurkenning Barnaheilla

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi veittu í dag á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Ágústi Ólafi Ágústssyni viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Sjá nánar

Nýtt rit NORDBUK um lýðræðisþátttöku barna

Í tengslum við 20 ára afmæli Barnasáttmálans hefur Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) gefið út rit sem hefur að geyma 23 greinar um lýðræðisþátttöku barna og ungmenna á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Sjá nánar

Æska Íslands! Til hamingju með daginn

Í dag eru 20 ár liðin frá því að allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti Barnasáttmálann. Af því tilefni gefur umboðsmaður barna út bók sem er afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi?"

Sjá nánar

Ungmennaráð safna hetjum

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.

Sjá nánar

Ungmennaráð funda með allsherjarnefnd Alþingis

Meðlimir úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í morgun, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi.

Sjá nánar

Könnun um skólaráð

Til að kanna hvernig grunnskólum landsins miðar í þeirri vinnu að koma á formlegu nemendalýðræði sendi umboðsmaður barna öllum grunnskólum landsins spurningalista í sumar.

Sjá nánar

Ungmennaráðin vekja athygli á Barnasáttmálanum í Kringlunni

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims, verður 20 ára föstudaginn 20. nóvember. Í tilefni þess hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sameinað krafta sína en þau munu halda mikilvægi sáttmálans á lofti með fjölbreyttum hætti í afmælisvikunni.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 20 ára - dagskrá afmælisviku

Barnasáttmálinn verður 20 ára þann 20. nóvember. Af því tilefni hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Unicef og Barnaheilla fundað og ákveðið að halda upp á afmælisvikuna 15. til 20. nóvember. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Sjá nánar

Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu um skólastefnuna skóli án aðgreiningar sem haldin verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.15–16.30. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Um lánveitingar til barna

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr fyrir tveimur árum vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda (sýslumanns) og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Mega börn taka lán?

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Barnaheill opna Heyrumst.is

Barnaheill hafa opnað barna- og unglingavefinn heyrumst.is. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum.

Sjá nánar

Átak gegn einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Heimilis og skóla en samtökin ætla að standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010.

Sjá nánar

Opið málþing: Barnvænt samfélag

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli efna til opins málþings um barnvænt samfélag þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum.

Sjá nánar

Ungt fólk 2009

Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2009 sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytisins líður íslenskum börnum betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Skýrslan byggist á umfangsmiklum spurningalistum sem lagðir voru fyrir grunnskólanemendur í febrúar 2009. Svörunin er yfir 85 prósent.

Sjá nánar

Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum

 Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Sjá nánar

Morgunverðarfundur: Kannabis - umfang og afleiðingar

„Náum áttum" í samstarfi við „VIKU 43 - vímuvarnaviku 2009" stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 20. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni: „Kannabis - umfang og afleiðingar".

Sjá nánar

Viltu lesa fyrir mig?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

Sjá nánar

Hljóðvist í leik- og grunnskólum - erindi

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum var haldin 25. september sl. Með hljóðvist er átt við ómtíma og hljóðstig í umhverfi, t.d. í kennslustofu. Hljóðvist skiptir máli fyrir hlustunarskilyrði og upplifun fólks á hljóðum í umhverfinu. Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er á morgun

Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins á morgun, miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum

Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.

Sjá nánar

Vilt þú vera með í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum 13 – 17 ára til að starfa í ráðgjafarhópi sínum.  Hlutverk ráðgjafarhóps umboðsmanns barna er að veita umboðsmanni ráðgjöf í málefnum líðandi stundar sem og að koma með athugasemdir um þau mál sem brenna á börnum og ungmennum hverju sinni. 

Sjá nánar

Málstofur á Barnaverndarstofu

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði.

Sjá nánar

Hvað er skólaráð?

Skylt er að starfrækja skólaráð við hvern grunnskóla og hefur það mikilvægu hlutverki að gegna sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess.

Sjá nánar

Endurskoðuð handbók um ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur gefið út handbókina Ung- og smábarnavernd - Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára (endurskoðaða). Handbókin er ætluð fagfólki en er einnig mjög gagnleg fyrir foreldra ungra barna.

Sjá nánar

Breytingar á ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar

Opið hús á menningarnótt

Umboðsmaður barna var með opið hús á Menningarnótt.  fjöldi fólks mætti og naut veitingar og fjölbreyttra tónlistaratriða.  Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi var sett upp að þessu tilefni og stendur hún uppi í nokkurn tíma til viðbótar.  Allir eru velkomnir til að koma hingað á Laugaveginn og skoða og þá þá sérstaklega börn.

Sjá nánar

Heimsókn á leikskólann Sæborg

Uboðsmaður barna, Margrét María og starfsmaður umboðsmanns, Eðvald Einar, heimsóttu leikskólann Sæborg í dag. Auður Ævarsdóttir, aðstoðar leikskólastjóri tók á móti þeim og kynnti þau verkefni sem Sæborg hefur verið að vinna að og hvernig raddir þeirra leiksólabarna fá aukið vægi við ýmsar ákvörðunartökur er varða þau sjálf.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða!

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.

Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

Sýningu lokið í Gerðubergi

Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi lauk formlega þann 28. júní sl.  Ætla má að hátt í þúsund manns hafi skoðað sýninguna á þeim tíma sem hún stóð uppi.

Sjá nánar

Hvað ætlar fjölskyldan að gera í sumar?

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu - og forvarnarmál boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 27. maí kl. 8.15 til 10.00. Fundurinn er haldinn á Grand hótel. Þátttökugjald er kr. 1.500 sem þarf að staðgreiða og er morgunmatur innifalinn í þátttökugjaldi.

Sjá nánar

Dagur barnsins á Egilsstöðum

Á Egilsstöðum veður haldin sérstök dagskrá í tilefni að degi barnsins og veður m.a. opnuð sýning þar sem hægt er að skoða afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Sjá nánar

Dagur barnsins 24. maí

Haldið verður upp á dag barnsins 24. maí næstkomandi í annað sinn á Íslandi en ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrra að dagur barnsins skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag 22. maí

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

Sjá nánar

Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

Sjá nánar

Tannheilsa barna

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli.

Sjá nánar

Umræða um fækkun kennsludaga í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Sjá nánar

SAFT UNGMENNARÁÐ

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

Sjá nánar

Ókeypis námskeið fyrir foreldra

Rauðakrosshúsið býður upp á ókeypis námskeið fyrir foreldra dagana 30. apríl, 7.  og 14. maí næstkomandi. Námskeiðið ber yfirskriftina „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ . Meðal efnis  á námskeiðinu eru þættir eins og gildi markmiðssetningar í uppeldi og hvernig fordæmi foreldra og annarra getur ýmist kennt börnum æskilega og eða óæskilega hluti.

Sjá nánar

Dagur barnsins 24. maí

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Sjá nánar

Nýjar tillögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

Sjá nánar

Breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Alþingi hefur nýlega samþykkt breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og er nú kveðið berum orðum á um að óheimilt sé að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum. Lögunum er ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 2009 í máli nr. 506/2008, þar sem því var slegið föstu að það gæti verið réttlætanlegt að flengja börn.

Sjá nánar

Skaðabótaábyrgð barna

Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.

Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.

Sjá nánar

Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.

Sjá nánar

Leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Sjá nánar

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð

Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.

Sjá nánar

Norrænt hollustumerki

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fylgja nú eftir leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna með tillögu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.

Sjá nánar

Málþing um foreldrasamstarf

RannUng, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, efnir til málþings um foreldrasamstarf fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 12:30 - 16:30. Málþingið er haldið í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, Bratta.

Sjá nánar

Ofbeldi og slys á börnum

Lýðheilsustöð og Slysavarnarráð efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. mars nk. á Grand hótel Reykjavík. Efni fundarins er ofbeldi og slys á börnum.

Sjá nánar

Velferð barna í fyrirrúmi

Í grein í Morgunblaðinu í dag vekur umboðsmaður barna athygli á mikilvægi þess að tryggja velferð barna í því efnahagsástandi  sem nú ríkir. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Sjá nánar

Heimsókn ungmenna

Í gær komu ungmenni úr unglingasmiðjunni Stíg í heimsókn til umboðsmanns barna. Krakkarnir fengu kynningu á embættinu og störfum umboðsmanns barna og hvaða hlutverki hún gegnir fyrir börn.

Sjá nánar

Velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði.

Sjá nánar

Raddir barna - heimsókn frá leikskólanum Fálkaborg

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem taka þátt í verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20 hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

Sjá nánar

Börn mótmæla reykingum

Þegar umboðsmanni barna var litið út um gluggann síðastliðinn miðvikudag sá hún nokkur vösk börn með mótmælapjöld sem hrópuðu hástöfum „Reykingar drepa!“.  Að sjálfsögðu fóru starfsmenn umboðsmanns barna út og tóku myndir af mótmælunum. 

Sjá nánar

Heimsókn ÓB ráðgjafar

Þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráðgjöfum heimsóttu umboðsmann barna þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Kynntu þeir m.a. námskeiðið „Barnið komið heim“ sem er ætlað verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – Að ala upp barn.

Sjá nánar

Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

Sjá nánar

Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

Sjá nánar

Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Sjá nánar

Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Sjá nánar

Á öskudaginn.

Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.

Sjá nánar

Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

Sjá nánar

Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn

Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN.    Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn  25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.

 

Sjá nánar

Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Sjá nánar

Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.

Sjá nánar

112 dagurinn - öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land í dag. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og ungmennum og verður lögð áhersla á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Sjá nánar

Heimsókn nema í félagsráðgjöf

Síðastliðinn föstudag heimsóttu um 40 nemar í félagsráðgjöf embætti umboðsmanns barna. Nemarnir eru á öðru og þriðja ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og var þessi heimsókn einn liður í námi þeirra en nemarnir kynna sér m.a. stofnanir og embætti á vegum hins opinbera. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tók á móti nemunum og kynnti embættið og helstu verkefni þess.

Sjá nánar

Dagur leikskólans 6. febrúar 2009

Dagur leikskólans – 6. febrúar er nú haldinn í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.

Sjá nánar

Málþing um rafrænt einelti - 10. febrúar

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingarform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.

Sjá nánar

Leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna gefin út

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa  gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna gagnrýnir dóm Hæstaréttar

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar í máli nr. 506/2008. Í málinu var X m.a. ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl) og gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fyrir að hafa rassskellt tvö börn þá 6 ára og 4 ára.

Sjá nánar

Stöndum við vörð um velferð barna?

Miðvikudaginn 28. janúar nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund undir yfirskriftinni „Stöndum við vörð um velferð barna?“
á Grand hótel í Reykjavík.

Sjá nánar

Raddir barna - ráðgjafahópur

Umboðsmaður barna hefur komið á fót ráðgjafahóp ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára sem hefur það hlutverk að vera ráðgjafandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Þannig geta börn og ungmenni látið skoðanir sínar í ljós og haft bein áhrif á störf umboðsmanns.

Sjá nánar

Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun

SAFT  - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef  hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.

Sjá nánar

Börn sem þátttakendur í pólitísku starfi

Vandasamt er að svara því með algildum hætti hvenær börn mega taka þátt í pólitísku starfi og mótmælum. Nauðsynlegt er að meta það út frá aðstæðum hverju sinni sem og aldri og þroska barnsins. Ávallt þarf að hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi og gæta þess að velferð þeirra sé tryggð.

Sjá nánar

Áfram örugg netnotkun

SAFT undirritaði í nýlega samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun netsins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun.

Sjá nánar

Góð mæting á opið hús hjá umboðsmanni barna

Í dag var opið hús hjá umboðsmanni barna þar sem gestir þáðu heitt súkkulaði og smákökur. Stór hópur barna frá leikskólanum Laufásborg sungu jólalög og nemendur úr 10. bekk Austurbæjarskóla fluttu frumsamin ljóð. Var þeim vel fagnað af gestum og kann umboðsmaður barna þeim bestu þakkir.

Sjá nánar

Opið hús hjá umboðsmanni barna

Fimmtudaginn 18. desember nk. verður opið hús hjá umboðsmanni barna frá kl. 10 - 12. Börn frá leikskólanum Laufásborg syngja jólalög og nemendur frá Austurbæjarskóla flytja frumsamin ljóð. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Sjá nánar

Röddin á símsvara skrifstofu umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna leggur ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti ávallt haft samband við skrifstofuna. Nýlega var símakerfið endurnýjað á skrifstofunni sem og nýr símsvari sem hægt er að lesa inn á skilaboð ef skrifstofan er lokuð.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum. SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009.

Sjá nánar

Neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda birta nú til umsagnar næstu þrjár vikur lokadrög leiðbeininga um aukna neytendavernd barna sem unnið hefur verið að í víðtæku samráði við hagsmunaaðila í nær þrjú ár.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, nánar til tekið í 23. gr., er fjallað um réttindi barna með fötlun og skyldur aðildarríkjanna til að tryggja börnum með fötlun réttindi sín án mismununar af nokkru tagi

Sjá nánar

Skólinn - Samfélagið

Samstarfshópur á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Landlæknisembættisins hefur komið saman til að ræða hvernig best megi koma til móts við kennara og annað starfsfólk skóla sem er að takast á við það alvarlega efnahagsástand sem blasir við íslenskum fjölskyldum.

Sjá nánar

Ráðstefna - að marka spor

Ráðstefnan "Að marka spor" verður haldin mánudaginn 1. desember nk. í  húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkholt, Skriðu. Það eru Félag leikskólakennara og RannUng sem standa fyrir ráðstefnunni sem er sú fyrsta sem haldin er um rannsóknir í menntunarfræðum ungra barna.

Sjá nánar

19 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í dag, 20. nóvember, eru liðin 19 ár frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn hefur verið staðfestur af öllum aðildarríkjum, að undanskildum tveimur, og er hann sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.

Sjá nánar

Fyrirspurn umboðsmanns barna til ÍSÍ um gjaldtöku vegna félagaskipta

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna.

Sjá nánar

NÁUM ÁTTUM MORGUNVERÐARFUNDUR

Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Grand hótel í Reykjavík.

Sjá nánar

Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna.

Tamur er barns vaninn - foreldrahlutverkið og foreldrafærni, er yfirskrif ráðstefnu sem Miðstöð heilsuverndar barna stendur fyrir föstudaginn 21. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 09.00. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefni barna og fjölskyldna.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR GEGN OFBELDI Á BÖRNUM 20. OKTÓBER 2008

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi s.s. líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu.  Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimili sínu, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis.

Sjá nánar

Fjölskyldan og samvera

Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar börnum öryggi. Þá hafa rannsóknir sýnt að jákvæð samvera foreldra og barna hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni.

Sjá nánar

Hugum að velferð barna

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Sjá nánar

Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefnið "Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum".

Sjá nánar

Allt sem viðkemur lýðheilsu barna og unglinga

Þann 2. október sl. var opnuð heimasíða UmMig.is en heimasíðan er ætluð börnum, unglingum og foreldrum þeirra. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest allt sem viðkemur líkamlegri-, andlegri-, og félagslegri heilsu barna og unglinga.

Sjá nánar

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn 10. október nk. og er yfirskrift dagsins að þessu sinni „Hlúðu vel að því sem þér þykir vænt um“. Verður athyglinni einkum beint að ungu fólki.

Sjá nánar

Eftirlit með kvikmyndum og tölvuleikjum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, m.a. vegna þess að foreldrar/forráðamenn telja myndina ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð. 

Sjá nánar

Starfstími barna í leik- og grunnskólum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna langrar viðveru barna í leik- og grunnskólum. Meðal annars hefur borist ályktun frá Kennarasambandi Íslands þar sem því er beint til umboðsmanns barna að koma á samræðum í samfélaginu um hvernig hagsmunum barna er best fyrir komið. Starfsdagur barna (skóli, vistun, tómstundir, heimanám) hafi lengst óhóflega mikið þannig að grípa þurfi til aðgerða svo þau fái notið bernsku sinnar og meiri samskipta við foreldra.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í  þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

Bók um réttindi barna - Know your rights

Vigdís Þóra Másdóttir (1992) hefur skrifað bók um réttindi barna sem ber heitið Know your rights. Vigdís er fædd á Íslandi og bjó hér þar til hún flutti til Basel í Sviss með foreldrum sínum árið 2004.

Sjá nánar

Ný menntastefna - nám alla ævi

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar

Vernd barna gegn ofbeldi

Hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna tekur því undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008.

Sjá nánar

Að byrja í grunnskóla

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi.

Sjá nánar

Börn sem virkir þátttakendur í samfélaginu

Réttur barna til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hefur verið umdeildur og er enn. Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjasta hefti tímaritsins „The International Journal of Children´s Rights“ (Volume 16, No. 3. 2008) en í þessu tölublaði er sérstök áhersla lögð á umfjöllun um lýðræðislega þátttöku barna.

Sjá nánar

Busavígslur í framhaldsskólum

Yfirleitt fara busavígslur í framhaldsskólum vel fram en í undantekningartilfellum virðast þessar innvígsluathafnir fara úr böndunum. Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að sjá til þess að komið sé fram við nýnema af virðingu á mannsæmandi hátt og tryggt sé að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna við busavígslur.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag e.h.

Í dag, fimmtudaginn 24. júlí verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð frá hádegi. Þeim sem eiga erindi við umboðsmann er bent á að skilja eftir skilaboð á símsvara (s. 552 8999) eða senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is.

Sjá nánar

Tannlæknaþjónusta og talþjálfun fyrir börn

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur skrifað heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi enn verið gengið frá samningum milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélag Íslands annars vegar og Tryggingastofnunar og talkennara og talmeinafræðinga hins vegar um endurgreiðslu fyrir þjónustu sem þessir aðilar veita börnum.

Sjá nánar

Heilsa og lífskjör skólanema

Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.

Sjá nánar

Næring ungbarna á 5 tungumálum

Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna.

Sjá nánar

Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni

Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus", ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins.

Sjá nánar

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 voru samþykktar á Alþingi þann 29. maí sl. Breytingarnar eiga við um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar. Breytingarnar tóku gildi 1. júní sl.

Sjá nánar

Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.

Sjá nánar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

Sjá nánar

Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.

Sjá nánar

Hringborð um neytendavernd barna

Í dag, þriðjudaginn 27. maí, stóðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fyrir hringborðsumræðum um neytendavernd barna. Á fundinn mættu um 50 manns frá hagsmunaaðilum, félagasamtökum og ýmsum stofnunum.

Sjá nánar

Merki og stef Dags barnsins

Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.

Sjá nánar

Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

Sjá nánar

Fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin á vegum RannUng

Föstudaginn 23. maí kl. 14:30 mun Ingrid Engdahl lektor við Stokkhólmsháskóla halda fyrirlestur um sýn yngstu leikskólabarnanna á líf sitt í leikskólanum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og kallast: In the children’s voice. One-year-olds “tell” about their preschool.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna í burðarliðnum

Hagsmunaaðilar koma sér saman um leiðbeinandi reglur sem ætlað er að vernda börn fyrir markaðssókn. Reglurnar taka til almennrar markaðssóknar og munu umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og aðrir hagsmunaaðilar gæta þess að leiðbeiningunum sé fylgt.

Sjá nánar

Skólaganga barna í fóstri - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.

Sjá nánar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verða nú afhent í 13. sinn. Af því tilefni býður Heimili og skóli til móttöku á 2. hæð Þjóðmenningarhúss við Hverfisgötu, fimmtudaginn 15. maí kl. 16:00.

Sjá nánar

Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Dagurbarnsins.is - Keppnir um hönnun og stef

Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera. Opnuð hefur verið vefsíðan þar sem viðburðir sem tengjast deginum verða auglýstir. Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.

Sjá nánar

Námsstefna um útinám og skólastarf

Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnunni Að læra úti. Útinám og skólastarf í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólann - miðstöð símenntunnar, Hólaskóla - háskólann á Hólum og grunn- og leikskóla í Skagafirði.  Námsstefnan fer fram fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14.00-18.00
í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Sjá nánar

Persónuupplýsingar um börn

Á heimasíðu Persónuverndar segir í frétt dags. 28. apríl frá því að hinn 18. febrúar sl. hafi hinn sk. „29. gr. starfshópur" samþykkt vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

Sjá nánar

Skuldajöfnun barnabóta

Umboðsmaður barna hefur ritað fjármálaráðuneytinu bréf þar sem hann bendir á að hann telji eðlilegra að barnabætur séu hluti af félagslega kerfinu og tryggi þannig fjölskyldum þann stuðning sem þeim er ætlaður frekar en þær séu hluti af skattkerfinu.

Sjá nánar

Talnaefni um börn í leikskólum

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í leikskólum í desember 2007. Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri. Viðvera barna lengist stöðugt og viðvera drengja er lengri en stúlkna.

Sjá nánar

Ný bók um einhverfu

Út er komin Bókin um einhverfu. Spurt og svarað. Útgefendur eru Græna húsið, útgáfan okkar og Umsjónarfélag einhverfra. Bókin er skrifuð með það í huga að vera hjálpartæki fyrir foreldra, vini og vandamenn, kennara og alla aðra sem telja sig þurfa að fá infalda fræðslu um einhverfu og stuðning af almennum upplýsingum á persónulegum grunni.

Sjá nánar

Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn

Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu í gær, 22. apríl 2008, fram tillögur sínar á árlegum fundi með borgarstjórn. Tillögur ungmennanna voru m.a: að reisa styttu af Vigdísi Finnbogadóttur, bætt tungumálakennsla fyrir innflytjendur, betri aðstaða við Hljómskálagarð, úrbætur vegna manneklu í leikskólum, fleiri „leyfisveggi" fyrir veggjakrot/list og síðast en ekki síst aukið vægi ungmennaráða.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 28. apríl

Málstofa um barnavernd verður haldin í Barnaverndarstofu, Höfðaborg, mánudaginn 28. apríl 2008 kl. 12:15 - 13:15. Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf munu kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.

Sjá nánar

Forvarnadagur framhaldsskólanna í dag

Í dag, 9. apríl, er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema).

Sjá nánar

Rödd barnsins - Ráðstefna

Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.

Sjá nánar

Opin málþing um Netið um allt land

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.

Sjá nánar

Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.

Sjá nánar

Afmælisrit Einstakra barna

Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.

Sjá nánar

Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

Sjá nánar

Vörur sem auglýstar eru fyrir fermingarbörn

Að  gefnu tilefni vill umboðsmaður barna benda á að þegar vörur eru auglýstar fyrir fermingarbörn eða sem fermingargjafir er mikilvægt að huga að því hvort varan og fylgihlutir með henni teljist almennt hæfa aldri fermingarbarna.

Sjá nánar

Hugsað um barn - Námskeið

Námskeiðið HUGSAÐ UM BARN fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fimmtudagkvöldið 6. mars og þriðjudagskvöldið 11. mars frá kl. 20:00 – 22:00.

Sjá nánar

ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD samtakanna verður haldin ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008. Yfirskriftin er Tök á tilverunni. Staðan í dag og vegvísar til framtíðar. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Sjá nánar

Ráðstefna um foreldrafærni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn - SAFT málþing í dag

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”.

Sjá nánar

Málefni hælisleitenda

Mánudaginn 10. febrúar heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk hans Reykjanesbæ þar sem hann kynnti sér aðstöðu og mótttöku hælisleitenda.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert. Leikskóladagurinn er þörf áminning til okkar allra um að kynna okkur starfsemi leikskóla og leikinn sem námsleið og markmið. Leikskóladagurinn er dagur þess fólks sem helgar börnum starf sitt, visku sína og alúð. Markmið með degi leikskólans er einnig að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Sjá nánar

Málstofur RBF á vorönn

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands kynna eftirtaldar málstofur sem verða á vorönn 2008. Þema vorsins er: Börn og breytingar í fjölskyldum - forvarnir

Sjá nánar

Systkini barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls

Málþing Sjónarhóls verður haldið þann 7. febrúar n.k. og verður efni málþingsins að þessu sinni “Systkini barna með sérþarfir”. Málþingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti frá kl. 8.30 til 12.30. Á málþinginu er fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfir. Erindi flytja systkini og aðrir aðstandendur barna með sérþarfir auk fagfólks.

Sjá nánar

Samstarf í barnavernd - Málstofa BVS

Næsta málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 28. janúar kl. 12.15 - 13.15 í Barnaverndarstofu í Höfðaborg. Yfirskriftin er „Samstarf í barnavernd" og fyrirlesari er Anni G. Haugen, félagsráðgjafi og lektor við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands

Sjá nánar

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár. 

Sjá nánar

Opið hús fimmtudaginn 20. desember

Umboðsmaður barna verður með opið hús næsta fimmtudag, 2. desember, frá kl. 10 til kl. 11:30. Leikskólabörn frá Njálsborg syngja jólalög og sr. Hjálmar Jónsson flytur hugvekju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Allir hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar

Ný menntastefna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi fjögur frumvörp til nýrrar menntastefnu. Opnaður hefur verið vefur, www.nymenntastefna.is, þar sem m.a. er hægt að nálgast frumvörpin, skoða svör við ýmsum álitamálum, fylgjast með umræðum um málið á Alþingi og senda fyrirspurnir um frumvörpin og þær breytingar sem þau fela í sér.

Sjá nánar

Ársskýrsla umboðsmanns barna komin út

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hefur embætti umboðsmanns barna tekið saman skýrslu til forsætisráðherra um starfsemi embættisins.Skýrslan tekur til tímabilsins 1. janúar 2006 til 30. júní 2007.

Sjá nánar

Börn með fötlun - Fréttatilkynning

Föstudaginn 7. des. kl. 8:30 verður umboðsmaður barna í Öskuhlíðarskóla. Þá koma nemendur skólans saman á söngsal og synja jólalög og í framhaldi af því kemur Möguleikhúsið og sýnir jólaleikrit. Fjölmiðlar eru velkomnir að koma á staðinn og fyljast með hvað er að gerast í Öskjuhlíðarskóla þennan dag.

Sjá nánar

75 ára afmæli fyrstu barnaverndarlaga á Ísland

Á hátíð í tilefni 75 ára afmælis fyrstu barnaverndarlaga á Íslandi sem gildi tóku árið 1932 og haldin var í Hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag voru fimm einstaklingar heiðraðir fyrir að hafa markað djúp spor í sögu barnaverndar.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í tilefni þess mun umboðsmaður barna á Íslandi, Margrét María Sigurðardóttir, nota þessa viku til þess að heimsækja Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Brúarskóla og Hlíðarskóla. Þrír fyrstu skólarnir eru sérskólar fyrir börn með fötlun en sá síðastnefndi er með sérdeild fyrir börn með fötlun innan skólans.

Sjá nánar

Skólaþing

Skólaþing Alþingis tók formlega til starfa í síðustu viku, 23. nóvember. Skólaþingið er kennsluver Alþingis fyrir efstu bekki grunnskóla og þar fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis.

Sjá nánar

Fræðslufundur um forvarnir

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 8:15-10 á Grand Hótel. Yfirskriftin er Hvert stefnir? Forvarnir á Íslandi.

Sjá nánar

Heimsókn frá Kína

Nú er að ljúka tveggja daga heimsókn sendinefndar frá UNICEF í Kína og kínverskum stjórnvöldum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér barnaverndarkerfið á Íslandi og þau úrræði sem standa börnum til boða.

Sjá nánar

Vefur um lestrarerfiðleika

Hinn 16. nóvember síðastliðinn, opnaði menntamálaráðherra formlega Lesvefinn. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um læsi og lestrarerfiðleika en hlutverk hans er að miðla þekkingu til foreldra, kennara og nemenda um læsi og lestrarerfiðleika, kennsluaðferðir og nýjungar.

Sjá nánar

Nýr vefur um netnotkun

Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 22. nóvember.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

Sjá nánar

Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 18 ára - Málþing

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 18 ára á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember. Af því tilefni mun Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, efna til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn frá kl. 14.00 til 16.30.

Sjá nánar

Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Sjá nánar

Námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna

Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna á vegum Umhyggju í smastarfi við Systkinasmiðjuna, KHÍ, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið er haldið í Skriðu í KHÍ, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 9.00-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur. 

Sjá nánar

Málþing um börn og byggingar

Umboðsmaður barna vill vegkja athygli á málþingi á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa: Hátt til lofts og vítt til veggja? Börn og byggingar.

Sjá nánar

Áhrif áfengisauglýsinga á neyslu ungs fólks

Því meira sem ungt fólk sér af áfengisauglýsingum því meiri líkur eru á að það drekki áfengi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknaverkefnisins ELSA og ennfremur að reglur sem gilda um áfengisauglýsingar í Evrópu dugi ekki til að vernda ungt fólk gegn auglýsingunum.

Sjá nánar

Skólaheimsóknir

Í síðustu viku heimsótti umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni, nokkra skóla sem taka þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi".

Sjá nánar

Snemmtæk íhlutun í leikskóla - Málþing

Snemmtæk íhlutun í leikskóla er yfirskrift málþings sem þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis standa fyrir föstudaginn 12. október í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um hugmyndafræði, framkvæmd, gæðaviðmið þjónustu og reynslu leikskóla af snemmtækri íhlutun.

Sjá nánar

Manna börn eru merkileg - Ráðstefna Þroskahjálpar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Þroskahjálpar „Manna börn eru merkileg“ sem haldinn verður laugardaginn 13. október á Grand hótel í Reykjavík. Umboðsmaður verður með erindi á ráðstefnunni auk fjölda fræðimanna, fagfólks og annarra með reynslu af málaflokknum.

Sjá nánar

Göngum í skólann

Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Sjá nánar

Dagur barnsins síðasti sunnudagur í maí

Ríkisstjórnin samþykkti 2. október sl. tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Lagt er til að dagur barnsins verði síðasti sunnudagur í maí ár hvert, í fyrsta sinn árið 2008.

Sjá nánar

Þemadagar Stúdentaráðs

Í dag, 4. október og á morgun, 5. október standa yfir þemadagarnir Þver/snið skipulagðir af jafnréttis-, fjölskyldu- og alþjóðanefnd Stúdentaráðs HÍ.

Sjá nánar

Norðurland heimsótt

Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.

Sjá nánar

Umboðsmaður á fundi í Barcelona

Árlegur fundur umboðsmanna barna í Evrópu var haldinn í Barcelona á Spáni í síðustu viku. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sótti fundinn ásamt starfsmanni embættisins Sigríði Önnu Ellerup. Helsta umræðuefni fundarins var fötluð börn og hinn nýji sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.

Sjá nánar

Aukaefni og ofvirkni barna

Umhverfisstofnun hefur birt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem háskólinn í Southampton vann í samráði við bresku matvælastofnunina um tengsl aukaefna í matvælum við ofvirkni. 

Sjá nánar

Námsdagar um foreldra í vanda og vanrækt börn

Þerapeia ehf. í samvinnu við Landlæknisembættið stendur fyrir námsdögum dagana 27. og 28. september nk. um foreldra í vímuefnavanda og vanrækt börn. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og stendur kl. 9:15-16:00 báða dagana.

Sjá nánar

Heimili og skóli 15 ára

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans óska Heimili og skóla - landssamtökum foreldra innilega til hamingju með 15 ára afmælið og þakka gott samstarf á liðnum árum.

Sjá nánar

Útivistartími barna

Reglur um útivistartíma barna og unglinga breytast í dag, 1. september, þannig að útivistartíminn styttist um tvær klukkustundir.

Sjá nánar

Svæfingar í tannlæknaþjónustu fyrir börn

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tannlæknar ekki getað sinnt þeim sjúklingum sem þurfa á svæfingu að halda vegna þess að svæfingarlæknar hafa ekki viljað sinna því starfi á stofum tannlækna af faglegum ástæðum og vegna kjaramála.

Sjá nánar

Skoðanir leikskólabarna

Í fjölmiðlum í gær var sagt frá því að leikskólabörn í leikskólanum Arnarsmára hafi ritað bæjaryfirvöldum í Kópavogi bréf til að mótmæla hugmyndum um byggingu háhýsis á Nónhæð þar sem þau leika sér gjarnan. Að mati umboðsmanns barna er mjög jákvætt að börnum sé gefin kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Skólabörn í umferðinni

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn skólabarna um hvernig best sé að undirbúa þau fyrir þátttöku í umferðinni.

Sjá nánar

Til hamingju Skáksveit Salaskóla!

Skáksveit Salaskóla varð í gær, 18. júlí, heimsmeistari grunnskólasveita á skákmóti sem fram fór í Tékklandi þrátt fyrir naumt tap gegn Suður-Afrískri sveit í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk skáksveit hampar heimsmeistaratitli.

Sjá nánar

Vernd barna gegn nettælingu

Umboðsmaður barna tekur undir ummæli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, í Morgunblaðinu í gær, 5. júlí, um nauðsyn þess að verja börn gegn nettælingu.

Sjá nánar

Ofbeldi á börnun – Niðurstöður íslenskrar rannsóknar

Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfallið svipað á vettvangi skólans. Allt að þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi í einhverri mynd og tæplega einn af hverjum tíu greinir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.

Sjá nánar

Hljóðvist í leik- og grunnskólum og vernd barna gegn óheimilu útvarpsefni

Umboðamaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur í dag sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem hún hvetur ráðherra til þess að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Einnig kemur fram í bréfinu að umboðsmaður telur brýnt að taka 14. grein útvarpslaga nr. 53/2000 til endurskoðunar, en hún fjallar um vernd barna gegn óheimilu efni.

Sjá nánar

Heimsókn í Náttúruleikskólann Hvarf

Umboðsmanni barna var boðið í heimsókn í náttúruleikskólann Hvarf í gær, 19. júní. Ólafur Grétar Gunnarsson frá ÓB ráðgjöf tók á móti henni ásamt starfsfólki leikskólans.

Sjá nánar

Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman

Umboðsmaður barna vill benda á danska skýrslu um börn foreldra sem skilja eða slíta sambúð. Í skýrslunni kemur fram að þegar kemur að ákvörðunum um forsjá og umgengni eru hagsmunir foreldra oft teknir fram yfir hagsmuni barna.

Sjá nánar

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára.

Sjá nánar

Meðlagsgreiðslur úr landi

Umboðsmaður barna ritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf í byrjun maímánaðar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort ráðherra hafi sett reglur um fyrirframgreiðslu meðlags þegar foreldrar eða börn eru búsett erlendis.

Sjá nánar

Skýrsla SÞ um ofbeldi gegn börnum - Ályktun um viðbrögð

Á fundi hinna norrænu embætta umboðsmanna barna sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun um að hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna að því að á allsherjarþinginu 2007 verði skipaður sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ til að fylgja eftir tillögum um viðbrögð við ofbeldi gegn börnum.

Sjá nánar

Reynslusögur barna úr barnavernd - Opinn fyrirlestur

Barnaverndarstofa og Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd bjóða til opins fyrirlesturs með Reidun Follesø mánudaginn 11. júní kl. 11.00 - 12.00 á Barnaverndarstofu. Yfirskrift fyrirlestursins er Reynslusögur barna úr barnavernd. Barnavernd frá sjónarhóli barna

Sjá nánar

Sumarið er tíminn - Morgunverðarfundur

Þriðjudaginn 5. júní mun Náum áttum hópurinn sem umboðsmaður barna á fulltrúa í halda morgunverðarfund á Grandhóteli. Yfirskriftin að þessu sinni er: Sumarið er tíminn: samvera, útihátíðir; ábyrgð hverra?

Sjá nánar

Börn og umhverfi - Námskeið

Rauði krossinn stendur fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Námskeiðið verður haldið víða um landið í lok maí og fyrri hluta júnímánaðar.

Sjá nánar

Klám - ógnun við velferð barna

Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) bjóða til opins fyrirlesturs David L. Burton, MSW, Ph.D, í dag, miðvikudag 23. maí kl. 12:00-13:00

Sjá nánar

Listviðburður fyrir alla

Sýning franska götuleikhússins Royal de Luxe fer fram í miðborg Reykjavíkur dagana 10. til 12. maí. Föstudaginn 11. maí fór 8 metra há risafígúra, Risessan, á flakk um götur borgarinnar við mikla hrifningu vegfarenda.

Sjá nánar

Trampólín

Umboðsmaður barna birtir hér grein eftir Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur, sviðstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rétta notkun trampólína.

Sjá nánar

Börn og umferðin

Grein eftir Hildi Tryggvadóttur Flóvenz starfsmann hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um helstu atriði er varða öryggi barna í umferðinni.

Sjá nánar

Forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin sem haldin verður í Kennaraháskólanum 24 -25 maí 2007. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.

Sjá nánar

Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári

Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Nótel Nordica 18.-21. maí 2008. Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð.

Sjá nánar

Fjöldi barna í leikskólum 2006

Hagstofa Íslands hefur gefið út nýjar tölur um fjölda barna í leikskólum í árslok 2006. Í frétt á vefsíðu Hagstofunnar segir að börn í leikskólum hafi aldrei verið fleiri og dvalartími barna í leikskólum lengist stöðugt.

Sjá nánar

SAMAN hópurinn hlýtur lýðheilsuverðlaunin 2007

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 voru veitt við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Handhafi verðlaunanna í ár er SAMAN hópurinn og veitti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hópnum verðlaunin fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

Sjá nánar

Efling foreldrahæfni - Stefna Evrópuráðsins

Nýlega samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006)19. Jafnframt fylgja tvö fylgiskjöl um foreldrahæfni í Evrópu samtímans: "Mikilvæg boð til foreldra: ölumst upp saman" og "Leiðbeiningar handa fagfólki".

Sjá nánar

Til hamingju Ástráður!

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvár. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðrum háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning.

Sjá nánar

Unglingar vilja skýr mörk - sænsk könnun

Unglingar vilja að foreldrar þeirra setji þeim mörk og vilja ekki að foreldrar kaupi fyrir þá áfengi eða bjóði þeim upp á bjór og vín. Þetta kemur fram í könnun sem umboðsmaður barna í Svíþjóð gerði meðal ráðgjafarbekkja sinna.

Sjá nánar

Nám að loknum grunnskóla 2007

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007. Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum.

Sjá nánar

Réttur barna til foreldra - Málþing

Norræna húsið og sænska sendiráðið efna til málþings og pallborðsumræðna í tilefni aldarafmælis Astrid Lindgren. Málþingið er haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. apríl kl. 14:00. Frummmælendur á málþinginu eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Lena Nyberg, umboðsmaður barna í Svíþjóð, og Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna á Íslandi.

Sjá nánar

Breytingar á lagaákvæðum um kynferðisbrot

Frumvarp til laga um breytingu á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga var samþykkt á Alþingi s.l. laugardag.   Því ber að fagna enda fela breytingarnar í sér aukna réttarvernd fyrir börn gegn kynferðisbrotum.

Sjá nánar

Fæðingar 2006

Árið 2006 fæddust 4.415 börn hér á landi, 2.258 drengir og 2.157 stúlkur. Þetta eru fleiri fæðingar en árið 2005.

Sjá nánar

Heimsdagur barna

Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18 verður HEIMSDAGUR BARNA haldinn hátíðlegur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi.

Sjá nánar

Ungt fólk 2006

Rannsóknina Ungt fólk 2006 - Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi er nú hægt að nálgast í útgáfuskrá á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.

Sjá nánar

21% leikskóla framfylgir ekki aðalnámskrá

Í nýrri könnun menntamálaráðuneytisins kemur fram að 21% leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu, 21% hefur ekki mótað eigin skólanámskrá og um 7% leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá

Sjá nánar

Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn

Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.

Sjá nánar

Ungt fólk 2006 - kynningarfundur á morgun

Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 25. janúar n.k. kl. 13:30 í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Rvk.  Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006.  Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.

Sjá nánar

Bætt samskipti á Netinu - auglýsingaherferð

Bætt samskipti á Netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem hafin er í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. AUGA, góðgerðasjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla tekur að þessu sinni höndum saman við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.

Sjá nánar

Árleg skýrsla UNICEF komin út

Út er komin hin árlega skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, The State of World Children 2007.  Að þessu sinni fjallar skýrslan um mismunun og áhrifaleysi kvenna og bendir á það hvað þarf að gera til að útrýma kynjamisrétti og auka áhrif kvenna og barna.

Sjá nánar

Breytingar á grunnskólalögum

Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum.

Sjá nánar

Bæklingur um forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum bæklingi um forsjá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út.

Sjá nánar

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

Sjá nánar

Sáttmáli um réttindi fatlaðra

í gær samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýjan alþjóðasamning um réttindi fatlaðs fólks.  Þessi mannréttindasáttmáli markar tímamót í réttindabaráttu þeirra 650 milljóna manna sem búa við fötlun í heiminum.

Sjá nánar

Gagnlegur fundur

Fundur allra starfsmanna embætta umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í síðustu viku heppnaðist í alla staði vel.

Sjá nánar

Opið málþing um nýju grunnskólalögin

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun grunnskólalaga stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00. 

Sjá nánar

Morgunmatur tengist einkunnum

Nemendur sem borða ekki morgunmat fá lélegri einkunnir og eiga frekar á hættu að upplifa sálræn vandamál en þeir sem borða morgunmat.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint er frá á Forskning.no.

Sjá nánar

Heimsókn í Reykjanesbæ

Umboðsmaður barna heimsótti í gær, 30. október,  Reykjanesbæ ásamt starfsfólki sínu til þess að kynna sér þjónustu við börn og ungmenni í bæjarfélaginu.

Sjá nánar

Aðgerðir í þágu barna með geðraskanir

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. Aðgerðirnar og áherslur ráðherra byggjast á skýrslum hérlendra sérfræðinga sem undanfarið hafa verið teknar saman um geðheilbrigðisþjónustu við aldurshópana sem hér um ræðir.

Sjá nánar

Raddir fatlaðra barna

Raddir fatlaðra barna – Málþing á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum verður haldið í Norræna húsinu, 3. nóvember kl. 14-17.  Málþingið er opið öllum og án endurgjalds.

Sjá nánar

Dagur náms- og starfsráðgjafar

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar mun Félag náms- og starfsráðgjafa standa fyrir málþingi í Norræna Húsinu í Reykjavík 20. október kl. 13-17.

Sjá nánar

Teygjuhlé - tölvuforrit

Á vefsíðu Lýðheilsustöðvar er nú hægt að sækja tölvuforritið Teygjuhlé fyrir börn og unglinga sem minnir fólk á að taka sér reglulega hlé frá tölvuvinnu og teygja úr sér.

Sjá nánar

Auglýst eftir ábendingum vegna heildarendurskoðunar grunnskólalaga

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi þar sem fólki gefst kostur á að koma á framfæri skoðunum sínum á því hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðun grunnskólalaga og hver framtíðarsýn eigi að vera í málefnum grunnskólans.

Sjá nánar

Nýr starfsmaður

Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur verið ráðin til embættis umboðsmanns barna til áramóta.

Sjá nánar

Sumarlokun

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð frá mánudeginum 31. júlí til og með föstudeginum 4. ágúst vegna sumarleyfa.

Sjá nánar

Mega börn gæta barna?

Umboðsmaður barna  mælir með að foreldrar leyfi börnunum að njóta æskunnar - í öruggum höndum þeirra sem valda því að gæta þeirra.

Sjá nánar

Forvarnarhús opnað

Í dag, 23. júní, opnaði Sjóvá Forvarnarhúsið í Kringlunni 3. Markmið þess er að sinna forvörnum fyrir fjölskylduna allan sólarhringinn.

Sjá nánar

Reglur um vinnu ungmenna kynntar

Umboðsmaður barna, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun hafa sent stjórnendum fyrirtækja sem hafa ungt fólk í vinnu bréf þar sem kynntar eru þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga.

Sjá nánar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2006 hlutu Ingibjörg Einarsdóttir og Baldur Sigurðsson fyrir frumkvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í þágu Stóru upplestrarkeppninnar.

Sjá nánar

Háskóli unga fólksins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Háskóla Íslands; Háskóla unga fólksins.  Í eina viku í júnímánuði, dagana 12.-16. júní 2006, verður Háskóla Íslands breytt í Háskóla unga fólksins.

Sjá nánar

Ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu sem Blátt áfram heldur 4. maí n.k. í samstarfi við Barnaverndarstofu.  Á ráðstefnunni munu ýmsir sérfræðingar halda erindi, m.a. Robert E. Longo, MRC, LPC frá Barnaríkjunum.

Sjá nánar

Fæðingar og frjósemi árið 2005

Árið 2005 fæddust  4.280 börn hér á landi, 2.183 drengir og 2.097 stúlkur.  Árið 2005 var fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu 2,05 og er meðalaldur frumbyrja nú 26 ár.

Sjá nánar

Meðferð kynferðisbrotamála á rannsóknarstigi

Hinn 6. febrúar sl. sendu umboðsmaður barna og Barnaverndarstofa bréf til dómsmálaráðherra þar sem skorað er á hann að gerð verði úttekt á reynslunni af breytingum á lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála eins og þeim var breytt með lögum nr. 36/1999. 

Sjá nánar

Börn og auglýsingar - málþing

Á öskudaginn 1. mars nk. ætlar umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og Heimili og skóli að standa fyrir málþingi sem ber yfirskiftina Börn og auglýsingar - er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?

Sjá nánar

Málþing um barnaklám á Netinu

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi Stöðvum barnaklám á Netinu sem Barnaheill stendur fyrir um lagalegar og tæknilegar hliðar Netsins.

Sjá nánar

Að eignast systkin

Miðstöð heilsuverndar barna hefur gefið út bæklinginn "Að eignast systkin.  Minnispunktar fyrir foreldra og aðra uppalendur".

Sjá nánar

Börn í innkaupakerrum

Niðurstöður rannsóknar á heima- og frítímaslysum barna á aldrinum 0-4 ára sem komið höfðu á slysadeildina árið 2003 sýna að 5% barnanna, tæplega 80 börn, höfðu slasast í verslunum.  Einna alvarlegustu slysin sem verða í verslunum eru fallslys og þá flest vegna falls úr innkaupakerrum. Sum þessara slysa eru mjög alvarleg...

Sjá nánar

Aukið sjónvarpsáhorf barna

Sjónvarpsnotkun hefur færst mjög í aukana með fjölgun tækja og hinni miklu fjölgun sjónvarpsrása sem Íslendingar hafa orðið vitni að. 

Sjá nánar

Ný rannsókn: Ofbeldisfullir tölvuleikir leiða til árásargirni

<P align="justify">Ofbeldisfullir tölvuleikir kunna að valda því að fólk sem leikur þá verður árásargjarnara en ella, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem leika slíka leiki eru líklegri en aðrir til að vera árásargjarnir, en því hefur verið haldið...

Sjá nánar