Réttur barna til friðhelgi einkalífs
Umfjöllun desembermánaðar fjallar um 16. grein Barnasáttmálans sem kveður á um rétt barna til friðhelgi einkalífs.
Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, nú á árinu 2019, hafa Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna tekið höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin er stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Umfjöllun desembermánaðar fjallar um 16. grein Barnasáttmálans sem kveður á um rétt barna til friðhelgi einkalífs. 16. grein Barnasáttmálans er svohljóðandi:
- Eigi má láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né ólögmætri árás á sæmd þess eða mannorð.
- Barn á rétt á vernd laganna fyrir slíkum afskiptum og árásum.
Grein desembermánuðar: Réttur barna til friðhelgi einkalífs.