Vinnutími barna
Hvað mega börn/unglingar vinna mikið þegar það er skóli og þegar það er ekki skóli?
Hæ hæ.
Á starfstíma skóla mega unglingar 15 – 16 ára sem eru í skyldunámi vinna 2 klst á skóladegi sem eru 12 klst. á viku. Utan starfstíma skóla t.d. í sumarfríum þá gega þau vinna 8 klst. á dag, 40 klst. á viku og vinna er bönnuð frá kl. 20:00 – 06:00.
Reglurnar eru mismunandi eftir því hvað barnið er gamalt en á vefsíðu Vinnueftirlitsins má lesa allt um vinnu barna og unglinga.
Á síðunni er einnig hægt að skoða veggspjald þar sem meðal annars er að finna töflu með vinnutíma barna eftir aldri.
Gangi þér vel.
Góð kveðja frá umboðsmanni barna