Vinabeiðni á samfélagsmiðlum
Hæ hæ, má kennari "adda" mér á samfélagsmiðla, eins og á Facebook og tala við mig.
Hæ og takk fyrir að hafa samband við umboðsmann barna.
Einkalíf barna er mikilvægt og þú átt rétt á því að ákveða sjálf hverjir eru vinir þínir á samfélagsmiðlum og við hverja þú talar. Ef þér fannst óþægilegt að kennari hafi óskað eftir að vera vinur þinn á samfélagsmiðlum og talað við þig þar ættir þú að ræða það við einhvern fullorðinn sem þú treystir og leita ráða hjá þeim, t.d. hjá foreldrum þínum eða öðrum ættingjum, námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðing. Það væri þá kannski hægt að ræða við kennarann um hvaða áhrif þetta hafði á þig en það er mjög mikilvægt að börn og kennarar eigi í góðum samskiptum.
Gangi þér vel.
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna