Vespa
Hvað þarf maður að vera gamall til að keyra vespu?
Hæ.
Takk fyrir póstinn. Ef þetta er vespa sem fer ekki hraðar en 25 kílómetra á klukkustund þá þarf maður að vera orðinn 13 ára ef hún fer hraðar en 25 kílómetra en þó ekki hraðar en 45 kílómetrar á klukkustand þarf maður að taka sérstakt próf og vera orðinn eldri en 15 ára.
Á vefsíðu Samgöngustofu er hægt að fræðast meira um þetta.
Bestu kveðjur frá umboðsmanni barna