Vaktin féll niður, á ég að fá borgað fyrir hana?
Stelpa
15
Ég er að vinna við að vaska upp á veitingarstað og er að vinna [vaktir], einu sinni átti ég að vera vinna [en vegna veikinda annars] féll vaktin min niður og ég gat ekki unnið á ég að fá borgað fyrir vaktirnar?
Hæ hæ
Takk fyrir fyrirspurnina, það er gott að þú sért að hugsa um réttindi þín á vinnumarkaðnum.
Því miður er erfitt fyrir okkur að svara þessari spurningu þar sem svarið veltur á ýmsu, en hér þarf að skoða hvernig samningurinn við vinnuveitenda er útfræður og annað. Það væri best fyrir þig að hafa samband við stéttarfélagið þitt og fá að tala við ráðgjafa þar. Tilgangur stéttarfélaga er að hjálpa félagsmönnum sínum og passa upp á kjör þeirra á vinnumarkaðnum. Ráðgjafar hjá stéttarfélaginu hjálpa þeim sem til þeirra leita með spurningar og geta gefið þér persónulegt svar alveg út frá þinni stöðu.
Ef þú veist ekki í hvaða stéttarfélagi þú ert í getur þú spurt manneskjuna sem sér um launin um það eða séð það á launaseðlinum þínum. Þú finnur launaseðilinn þinn í heimabankanum þínum undir „rafræn skjöl.“
Hér á heimasíðu VR má líka finna tólf algengar spurningar um vinnumarkaðinn frá ungu fólki: https://www.vr.is/kjaramal/a-vinnumarkadi/ungt-folk-a-vinnumarkadi/
Hér má svo líka finna umfjölun um vinnu barna og ungmenna á heimasíðu umboðsmanns barna: https://www.barn.is/boern-og-unglingar/rettindi-og-radgjoef/vinna/
Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar er þér velkomið að hafa aftur samband við okkur með því að svara þessum tölvupósti eða hringja í síma 800-5999 (gjaldfrjálst símanúmer).
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna