Tóbak í tímum
Kennarinn okkar tekur í vörina fyrir framan nemendur, má það? Er hann ekki slæm fyrirmynd?
Hæ.
Takk fyrir spurninguna! Flott hjá ykkur að leita svara.
Stutta svarið er Nei, kennarinn má ekki setja tóbak í vörina í grunnskólanum.
Í 2. mgr. 10. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 6/2002 kemur fram að öll tóbaksneysla er bönnuð í grunnskólum. Kennari má því ekki nota tóbak með neinum hætti í grunnskólanum og allra síst fyrir framan nemendur enda eru kennarar mikilvægar fyrirmyndir og bera mikla ábyrgð samkvæmt því. Ef kennarinn er að taka í vörina í skólanum eða nota tóbak með einhverjum hætti þá er hann að brjóta lög.
Í aðalnámsskrá grunnskóla er líka tekið fram að til að mæta áherslum um heilbrigði þurfa allir sem starfa í skólanum að skoða störf sín með hliðsjón af heilbrigði og að starfsfólk skóla gegni miklu hlutverki sem fyrirmyndir í þeim efnum.
Þið megið sýna kennaranum ykkar þetta svar ef þið viljið og einnig ef þið hafið fleiri spurningar þá megið þið endilega svara þessum pósti eða senda okkur spurningu í gegnum heimasíðuna okkar eða hringja í okkur í síma 800-5999 (kostar ekkert)
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna