Stelpur
Af hverju þarf stelpur að vera sassy?
Hæ,
Takk fyrir póstinn gaman að heyra frá þér. Þetta er frábær spurning sem er ekki auðvelt að svara. Kannski eru þær óöruggar og vita ekki alveg hvernig þær eiga að haga sér eða vera, það er oft erfitt á þessum aldri. Allir að reyna að passa inn í hópinn og það er ekki alltaf einfalt, líka strákar. Best er þó alltaf að reyna að vera maður sjálfur :).
Hafðu það sem allra best og láttu í þér heyra aftur ef þig langar til.
Með kveðju frá skrifstofu umboðsmanns barna