Skóli eftir samkomubann
Hvenær verður skólinn aftur venjulegur?
Komdu sæl.
Takk fyrir mjög góða spurningu, það eru örugglega mörg börn sem eru að velta fyrir sér því sama.
Samkomubannið gildir til 4. maí og þá verður því aflétt í nokkrum í nokkrum skrefum. Það er ýmislegt sem mun breytast t.d. að þá mega ekki fleiri en 50 manns koma saman í sama rými í einu en áður var það 20 manns í einu, það er jákvætt.
Það sem breytist líka er að skólinn mun byrja aftur með venjulegum hætti eins og hann var áður en samkomubannið hófst. Í stærri skólum gæti orðið svo að ekki komist allir saman í hádegismat og jafnvel færri en áður. Þá þarf líka að halda áfram að passa upp á að þvo sér vel um hendur og að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk.
Þannig að til að svara þessari spurningu stuttleg þá verður skólinn aftur venjulegur frá og með 4. maí.
Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur frá umboðsmanni barna,