Sjálfsskaði
Er algengt að skera sig þegar manni líður illa? Mér líður illa og treysti ekki neinum.
Hæ er algengt að skera sig þegar manni líður illa. Ég byrjaði að skera mig fyrir 3 dögum síðan af því að mér liður svo illa og ég treysti ekki neinum sem ég þekki því að síðast þegar ég sagði eitthvað við manneskjuna sem ég treysti mest þá sveik hún mig og sagði öllum og þess vegna treysti ég ekki neinum.
Svar frá umboðsmanni barna:
Hæ hæ,
Takk fyrir póstinn, gott að heyra frá þér og frábært að þú viljir fá hjálp. Það að skera sig er oft kallað sjálfsskaðahegðun og sem er einmitt eitthvað sem stundum gerist þegar manni líður mjög illa og veit ekki hvert maður á að leita eða hvað maður á að gera. Það er mjög mikilvægt að þú biðjir um hjálp og það er hægt að fá góða hjálp hjá sérfræðingum sem kunna að vinna með unglingum sem eru að ganga í gegnum það sama og þú. Endilega skoðaðu upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan en þær eru um sjálfsskaða og þá hjálp sem er hægt að fá. Það er mjög mikilvægt að þú leitir til einhvers fullorðins sem þú treystir og sem getur aðstoðað þig við að fá hjálp. Ef þú treystir þér ekki til þess að tala við foreldra þína, gætir þú leitað til kennara, skólahjúkrunarfræðings, námsráðgjafa eða áttu kannski góða ömmu, afa, frænku, frænda, fjölskylduvin eða nágranna sem þú treystir?
Þér er líka velkomið að hafa samband við okkur aftur, með því að svara þessum tölvupósti, eða með því að hringja í okkur á daginn í síma 8005999, það kostar ekkert að hringja.
Algengar spurningar og svör við sjálfskaðahegðun
Sjálfsskaðahegðun unglinga - bæklingur frá BUGL
Gangi þér sem allra best,
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna