Mega foreldrar reka mig að heiman
vil ekki segja
vil ekki segja
hæ, mega foreldrar mínir reka mig af heiman því þau fréttu að ég reykti gras bara einu sinni samt?
Ef þú ert yngri en 18 ára þá er svarið einfaldlega nei. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs og börn eiga rétt á vernd og umönnun. Samvkæmt barnalögum (28.gr) hafa börn rétt á forsjá foreldra sinna til 18 ára aldurs og foreldrar eru forsjárskyldir við það.
Barnavernd sér til þess að börn sem búa við slæmar aðstæður eða stefna sjálfum sér í hættu fái aðstoð sem þau þurfa. Hún hjálpar börnum þegar þau sjálf stefna heilsu sinni í hættu m.a. tilvik þegar börn eru byrjuð að nota vímuefni.
Grasreykingar eru mjög skaðlegar fyrir þig og foreldrum ber að vernda börnin sín frá því sem hefur skaðleg áhrif á þau. Foreldrar geta auðvitað sett ákveðnar reglur á heimilinu sem börn eiga að fara eftir en að reka þig að heiman væri of langt gengið. Þó svo að þú hafir bara reykt gras einu sinni þá er eðlilegt að foreldrar þínir hafi áhyggjur af þér enda hafa vímuefni alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu þína. Við hvetjum þig til að lesa þér til um skaðleg áhrif grasreykinga sem vonandi verður til þess að þú munir ekki prófa það aftur. Hér eru tvær greinar til skýringar.
- Bæklingur frá landlækni - Leyfðu staðreyndum að hafa áhrif.
- Tilvísanir í íslenskar fræðigreinar um kannabis.
Fyrsta skrefið væri kannski að ræða við foreldra þína og fá þau til að hlusta á þín sjónarmið. Ef það gengur ekki upp þá gætir þú haft samband við barnavernd í þínu sveitarfélagi og athuga hvort þau geti ekki aðstoðað þig.
Ef þú ert eldri en 18 ára þá ertu ekki lengur barn samkvæmt lögum og þá geta foreldrar þínir neitað þér að búa á heimilinu lengur. Við viljum samt ítreka skaðsemi grasreykinga sem eru að sjálfsögðu einnig skaðleg fyrir einstaklinga eldri en 18 ára og bendum aftur á áðurnefndar greinar hér að ofan.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna