Má taka skóla ipad af mér?
Strákur
14
Má kennarinn taka skóla ipadinn af mér
Sæll.
Við gerum ráð fyrir að iPadinn sé ekki í einkaeigu heldur í eigu skólans. Ef svo er þá hefur skólinn líklega sett sér einhverjar reglur um notkun hans í skólanum sem þarf að fara eftir. Það er mikilvægt að kennarar geti haldið uppi aga í kennslustundum og tryggt nemendum góðan vinnufrið. Ef notkun er truflandi getur reynst nauðsynlegt að grípa til ákveðinna úrræða eins og að taka snjalltæki af nemanda. Það þarf hins vegar að vera skýrt í reglunum hvernig brugðist er við þegar ekki er farið eftir þeim reglum, eins og t.d. þegar notkun nemanda hefur truflandi áhrif á aðra.
Vonandi svarar þetta einhverju en þér er alltaf velkomið að hafa samband aftur með því að senda skilaboð hér á vefsíðunni eða hringja í síms 800-5999 (gjaldfrjálst númer).
Með kærri kveðju frá umboðsmanni barna