Má lúsakemba ef barn vill það ekki
Stelpa
15
Má mamma mín lúsakemba mig er ég vil það ekki?
Sæl.
Þó svo að hægt sé að dást að lúsinni fyrir þrautseigju hennar og viljastyrk þá viljum við fæst að hún búi sér heimili í okkar hársverði. Að fá lús getur nefnilega fylgt töluverð óþægindi og ef svo óheppilega vildi til að hún byggi sér bú í hárinu okkar þá höfum við ákveðna samfélagslegu skyldu varðandi lúsinni. Sú skylda er að sjá til þess að lúsin fjölgi sér ekki enn frekar. Við þurfum einnig að láta aðra vita ef við fáum hana því að lúsin er ansi sniðug að koma sér fyrir í önnur hár og gerir það mjög vel og án þess að við vitum af því.
Eitt besta ráðið til að losna við lús er að kemba sér reglulega (sumir segja daglega) ef lúsafaraldur kemur upp til að vera alveg viss um að hún sé ekki til staðar. Við vitum að það er ekki þægilegt að láta kemba sér en það er hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir þetta óæskilega samneyti lúsa og manna. Það eru til ýmsar leiðir til að gera kembinguna þolanlegri t.d. að setja hárnæringu fyrst í hárið og kemba svo. Við mælum með að þú ræðir um þetta við mömmu þína og best væri ef þið fynduð þá góða leið til að lúsakemba ef þess gerist þörf.
Gangi þér vel.
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna