Lög um hvenær skóli byrjar?
Eru lög sem segja hvenær skóli má byrja og hvenær hann þarf að enda á daginn?
Hæ
Takk fyrir póstinn og mjög góða spurningu. Svarið við spurningu þinni er í stuttu máli nei, það kemur ekki fram í lögum hvenær skóladagurinn á að byrja eða enda.
Það eru hins vegar ákveðnar reglur sem gilda um fjölda kennslustunda á viku og hvernig skólastarfið eigi að vera skipulagt en að öðru leyti er ekki fjallað sérstaklega um það í lögum á hvaða tíma skóladagurinn eigi að byrja eða enda. Upphaf skóladags getur verið mismunandi eftir skólum og sérstaklega hvort um er að ræða grunnskóla eða framhaldsskóla.
Flestir grunnskólar byrja um kl. 8:30 á morgnanna en það hafa nýlega verið gerðar tilraunir um seinni skólabyrjun í nokkrum skólum í Reykjavík. Niðurstöðurnar hafa verið mjög góðar og m.a. sýnt fram á að seinni skólabyrjun bæti svefn unglinga.
Gangi þér vel!
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna