Mamma vill ekki leyfa mér að fá insta og ég er 14 ára. Allir í bekknum mínum eru með insta en ekki ég.
Hæ.
Foreldrar þínir bera ábyrgð á velferð þinni og eiga að gæta hagsmuna þinna og vernda þig. Hluti af því er að taka ákvarðanir sem þau telja þér fyrir bestu og í þessu tilfelli er það að þú hafir ekki aðgang að Instagram.
Foreldrar þínir eiga líka að hlusta á þig og taka tillit til skoðana þinna. Það væri gott ef þú gætir talað um þetta við mömmu þína, sagt henni af hverju þú vilt fá aðgang að Instagram og fengið að vita af hverju hún vill ekki að þú hafir slíkan aðgang. Þá geti þið rætt um það hvenær þú getir fengið aðgang og hvort þið getið komið ykkur saman um ákveðnar reglur sem miða að því að gæta hagsmuna þinna þegar þú færð að hafa aðgang.
Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna