Hvernig get ég látið fjarlægja mig af heimili?
stelpa
16
Hvern á maður að tala við ef ég vil láta fjarlægja mig af heimilinu
Hæ hæ
Börn undir 18 ára aldri geta almennt ekki flutt frá fjölskyldum sínum, nema aðstæður á heimilinu séu þannig að öryggi og velferð þeirra sé stefnt í hættu.
Ef þér líður mjög illa heima hjá þér er líka mikilvægt að þú hafir samband við barnaverndina þar sem þú átt heima. Hér er listi yfir allar barnaverndarnefndir eftir sveitarfélögum. Hlutverk barnaverndar er að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra. Barnaverndin getur mögulega hjálpað þér að líða betur heima hjá þér eða mögulega fundið annað heimili fyrir þig.
Þú getur haft samband við barnaverndina beint en það getur líka verið gott að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir, t.d. ættingja, kennara eða námsráðgjafa, og biðja viðkomandi um að hafa samband við barnaverndina fyrir þig. Þú getur líka haft samband við okkur og við hjálpum þér að tala við barnaverndina. Þú getur annaðhvort sent okkur nánari upplýsingar um þig með tölvupósti á ub@barn.is eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst).
Endilega hafðu samband ef þú vilt ræða málið nánar eða ert með frekari spurningar.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna