Hvað eru 14 ára með í laun
Stelpa
14
Ég er komin með vinnu fyrir sumarið og ég veit ekki hvað ég vill fá á klukkutíma hvað fá aðrir 14 krakkar á klukkutímana ?
Sæl.
Takk fyrir erindið þitt. Varðandi þau laun sem þú ættir að vera með þá verðum við að benda á það stéttarfélag sem þú kemur til með að vera í. En á vefsíðu Eflingar þá kemur fram að laun 14 ára unglinga séu 62% af byrjunarlaunum. Þú getur lesið nánar um það hér. Þú getur einnig séð þessar upplýsingar á vefsíðu VR og þar segir með laun afgreiðslufólks í verslunum að 14 ára unglingar hafi 167.653 krónur í mánaðarlaun (líklega miðað við 100% starf) og 986 krónur á tímann (sjá nánar hér).
Þú getur einnig lesið nánar um vinnu barna og unglinga hér.
Gangi þér vel.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna