Hlutverk umboðsmanns
stelpa
14
Getur umboðsmaður líka verið eins og svona "agent"? Þannig að ef ég fæ umboðsmann þá getur hann verið eins og umboðsmenn frægafólksins?
Eins og t.d. ef ég væri leikari og þú myndir finna leikarastarf fyrir mig? Eða áheyrnarprufur sem ég gæti farið í eða svoleiðis???
Komdu sæl
Nei, umboðsmanni barna er ekki ætlað að hjálpa börnum að koma sér á framfæri í skemmtanaiðnaðinum eða á sviði lista og menningar. Það eru örugglega til einhverjar umboðsskrifstofur sem taka að sér að koma hæfileikaríkum krökkum á framfæri. En áður en þú heldur lengra skaltu endilega ræða þessi mál við foreldra þína og sjá hvað þeim finnst.
Hlutverk umboðsmanns barna er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður barna leiðbeinir öllum sem til skrifstofunnar leita um hvert hægt er að snúa sér til að fá aðstoð við að leysa sín mál. Nánar um embættið hér.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna