Grátur í jarðarförum
strákur
13
Í jarðaför afa míns grét ég og grét en hjá frænku minni grét ég ekki neitt. AFHVERJU???? :S
Komdu sæll
Umboðsmaður barna getur því miður ekki svarað þessu. Það er allur gangur á því hvernig manni líður í jarðarförum. Stundum er engan veginn hægt að ráða við tilfinningarnar, stundum er eins og maður sé alveg frosinn og allt þar á milli. Sorgin getur komið fram með ýmsum hætti og stundum líður einhver tími áður en maður sýnir sorgarviðbrögð og gerir sér grein fyrir missinum.
Þú skalt nú ekki vera að hafa áhyggjur af þessu en ef þetta hvílir þungt á þér skaltu endilega ræða þetta við foreldra þína.
Ef þú vilt fræðast meira um missi og sorg þá gætir þú fundið upplýsingar á þessum síðum: www.missir.is og www.sorg.is.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna