Fjórhjól
strákur
14
hvað þarf maður að vera gamall til að meiga götuskrá og keyra fjórhjól td yamaha yfz 450 og hver er kostnaðurinn á bakvið það?
Komdu sæll
Til þess að mega keyra fjórhjól þarf einstaklingur að vera með bílpróf. Þeir sem eru orðnir 17 ára mega almennt taka bílpróf samkvæmt umferðarlögum.
Umboðsmaður barna hefur því miður ekki upplýsingar um kostnaðinn við skráningu fjórhjóla. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er misjafnt hvort það sé heimilt að götuskrá fjórhjól, en það fer m.a. eftir því hvað þau menga mikið. Þú getur fengið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á annaðhvort kristjanph(hjá)samgongustofa.is eða kristoferk(hjá)samgongustofa.is.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna.