Covid smit
Hvað gerist ef 1 smitast af covid 19 þar sem búa minna en 1000 mans? Mun öllu verða lokað?
Hæ.
Takk fyrir tölvupóstinn. Nei það er ólíklegt að öllu yrði lokað, sá sem hefði smitast þyrfti að fara í einangrun og þeir sem hafa þá hitt þann sem er veikur þurfa að fara í sóttkví, en öllum bænum yrði ekki lokað.
Hér getur þú lesið þér meira til um Covid-19 .
Gangi þér vel.
Bestu kveðjur frá skrifstofu umboðsmanns barna