Brasilískt vax
Stelpa
14 ára
Hæ ég verð 15 ára á þessu ári og mig langar roosaa mikið að fara í vax a neðan. er eitthvað aldurstakmark?
Ofangreind spurning barst til umboðsmanns barna. Ekkert netfang fylgdi með og því birtist svarið hér.
Ekki eru til nein reglugerð eða neinar sérstakar reglur sem segja til um að sá sem fer í vax þurfi að hafa náð ákveðnum aldri. Almennt er það þó þannig að starfsmenn á snyrtistofu notast við almenna skynsemi. Ef að þau telja einstakling of ungan geta þeir ef til vill óskað eftir skriflegu leyfi eða annað slíku frá forsjáraðila. Snyrtistofur þurfa starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitinu til að starfa og er því líklegt að sjálfsákvörðunarréttur barna varðandi læknismeðferð sem er frá 16 ára aldri, ná yfir meðferðir eins og brasilíksk vax. Nánari upplýsingar um börn og hvenær þau ráða sjálf má finna hér.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna