Aldur til að kaupa bíl
strákur
14
Hvað þarf maður að vera gamall til eða kaupa sér bíl án þess að keyra hann?
Komdu sæll
Í lögum er ekkert sem segir til um það hversu gömul börn þurfa að vera til þess að mega kaupa sér bíl, þó að þau megi ekki taka bílpróf fyrr en við 17 ára aldur. Börn undir 18 ára aldri þurfa þó að sækja um sérstakt leyfi frá sýslumanni áður en þau kaupa sér bíl. Ástæða þess er sú að það að eiga bíl hefur í för með sér ýmsar fjárhagslegar skuldbindingar s.s. greiðslu bifreiðagjalda og trygginga.
Hér á vef umboðsmanns barna getur þú lesið nánar um fjármál barna.
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða ert með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna