Áfengi í skólum
Hvað mun gerast ef ég myndi koma full/með áfengi í skólann?
Hæ.
Þú spyrð hvað myndi gerast ef þú mætir í skólann full og/eða með áfengi? Í öllum skólum gilda ákveðnar skólareglur þar sem fram kemur að neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna sé bönnuð. Viðbrögð við brot á skólareglum fer auðvitað eftir alvarleika en hér geta þau þó falið í sér að viðkomandi er vísað úr skóla í styttri eða lengri tíma. Foreldrar eru alltaf látnir vita en við alvarlegri agabrot sem varðar t.d. landslög þá er líklegt að lögregla og barnavernd séu einnig látin vita.
Það er nefnilega mjög skýrt í lögum það er óheimilt að selja, veita eða afhenda einstaklingi sem er yngri en 20 ára áfengi. Það þýðir líka að mátt þú ekki drekka áfengi fyrr en þeim aldri er náð. Það er góð ástæða fyrir því að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár, því rannsóknir hafa sýnt að áfengisdrykkja er skaðleg fyrir unglinga, heilinn nær t.d. ekki fullum þroska fyrr en eftir 20 ára aldur. Hér eru nánari upplýsingar um skaðsemi áfengis á heilsuveru.
Með góðri kveðju frá umboðsmanni barna