Að hætta í skóla
Mig langar að hætta í skóla eftir 10. bekk og fara að vinna í leikskóla. Má það?
Hæ.
Stutta svarið er já, þú mátt hætta í skóla eftir grunnskóla og fara að vinna. Samkvæmt lögum um grunnskóla þá er börnum að 16 ára skylt að sækja grunnskóla, en að honum loknum má hætta. Það eru þó ýmislegt sem mælir með því að halda áfram í framhaldsskóla og því mælum við með að þú takir þessa ákvörðun í samvinnu við einhvern fullorðinn, eins og t.d. námsráðgjafa, foreldra eða forsjáraðila.
Góðar kveður frá umboðsmanni barna