Fréttir: 2020 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. október 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Salvör Nordal, umboðsmaður barna átti fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún kynnti skýrslu embættisins með niðurstöðum könnunar um innleiðingu Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum. 

20. október 2020 : Samráð við börn

Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirrituðu, á Teams, samstarfssamning sem tryggir samráð stjórnvalda í yfirstandandi vinnu í málefnum barna. 

14. október 2020 : Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Embættið hefur gert samning við forsætisráðuneytið um utanumhald og rekstur ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

5. október 2020 : Skýrsla til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Í febrúar á þessu ári skilaði umboðsmaður barna skýrslu til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem settar eru fram ábendingar um aðgerðir sem stjórnvöld verða að grípa til og sem miða að áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. 

1. október 2020 : Fjölgun í starfshópi embættisins

Nýr starfsmaður mun halda utan um starf Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og Ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

22. september 2020 : Nemendaráð og viðmiðunarstundarskrá

Í byrjun september sendi umboðsmaður barna út bréf til allra nemendaráða grunnskóla vegna tillagna mennta- og menningarmálaráðuneytisins um breytingar á viðmiðunarstundarskrá grunnskóla. Þær breytingar eru viðbrögð ráðuneytisins við því að íslenskum nemendum hafi gengið illa í PISA könnunum. 

7. september 2020 : Ráðgjafarhópurinn hittist á ný

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist aftur eftir gott sumarhlé. Í hópnum eru starfandi ungmenn i á aldrinum 12 - 17 ára sem hafa öll brennandi áhuga á réttindum barna og vilja hafa áhrif á samfélagið. 

4. september 2020 : Ársskýrsla 2019 komin út á rafrænu formi

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2019.

28. ágúst 2020 : Breytingar á viðmiðunarstundarskrá

Embættið sendi inn umsögn sína um tillögur mennta- og menningarmálaráðuneytis um breytingar á gildandi viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. 

Síða 2 af 5

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica