Fréttir


Eldri fréttir: 2016 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

9. maí 2016 : Samráðsfundur ungmennaráða

Nýlega hélt Menntamálastofnun samráðsfund með fulltrúum ungmennaráða. Tilgangur fundarins var að fá skoðanir ungmenna á ýmsum málefnum og verkefnum stofnunarinnar. Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Kristján Helgason og Inga Huld Ármann, mættu á fundinn, ásamt fulltrúum frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og sveitarfélaganna Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.

6. maí 2016 : Myndbirting í fjölmiðlum

Í gær birtu nokkrir fjölmiðlar myndband sem sýndi líkamsárás gegn barni. Ljóst er að um er að ræða alvarlegt mál, þar sem börn eiga í hlut. Þó að andlit barnanna hafi verið hulin má ætla að auðvelt geti verið að þekkja þau. Umboðsmaður barna gagnrýnir umrædda myndbirtingu og skorar á fjölmiðla að fjarlægja myndbandið af vefsíðum sínum.

4. maí 2016 : Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 4. maí 2016.

2. maí 2016 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring) 676. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sjúkratryggingar (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring), 676. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 2. maí 2016.

27. apríl 2016 : Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins, dags. 7. apríl 2016, er óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25-1975. Umboðsmaður barna ákvað að senda inn eina ábendingu varðandi sjálfákvörðunarrétt stúlkna með tölvupósti dags. 27. apríl 2016.

26. apríl 2016 : Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“

Lausnaþing til að ræða málefni barna sem passa ekki í „kassann“ verður haldið fimmtudaginn 28. apríl, milli kl. 14 og 17. Umboðsmaður barna stendur fyrir þinginu, ásamt ýmsum félagsamtökum sem vinna að málefnum barna.

22. apríl 2016 : Morgunverðarfundur um börn í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi „Náum áttum" samstarfshópsins um börn í framhaldsskólum á Grand hóteli Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 8:15 - 10:00 .

13. apríl 2016 : Spurningar til fjölmiðla varðandi umfjöllun um börn

Umboðsmaður barna hefur sent tölvubréf til nokkurra fjölmiðla þar sem bent er á þau sjónarmið og ákvæði laga sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fjölmiðlar fjalla um einstök börn eða málefni barna. Í bréfinu er einnig óskað eftir upplýsingum um starfsreglur eða viðmið þeirra varðandi umfjöllun um börn.

7. apríl 2016 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs og hækkun á hámarksgreiðslu), 261. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs og hækkun á hámarksgreiðslu), 261. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. apríl 2016.
Síða 5 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica