Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Réttindi flóttabarna - yfirlýsing norrænna umboðsmanna barna

Fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 18. - 20. júní. Á þeim fundi gerðu umboðsmenn sameiginlega yfirlýsingu um réttindi barna í leit að alþjóðlegri vernd. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á dönsku hér neðar í fréttinni.  Árið 2015 komu allt að 90.000 börn og ungmenni til...

Sjá nánar

Krakkakosningar

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. þetta er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem fram kemur að börn eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og hafa áhrif á samfélagið.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

Sjá nánar

Forsetakosningar krakkanna

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa sent bréf til allra grunnskóla þar sem leitað er eftir þátttöku grunnskóla í verkefni þar sem börnin kjósa hvaða forsetaframbjóðandi höfðar mest til þeirra.

Sjá nánar

Skipun talsmanna í barnaverndarmálum

Umboðsmaður barna hefur skorað á félags- og húsnæðismálaráðherra að beita sér fyrir því að skylda barnaverndarnefnda til að skipa barni talsmann í barnaverndarmálum verði skerpt enn frekar og hlutverk talsmanns skýrt nánar í löggjöf.

Sjá nánar

Samráðsfundur ungmennaráða

Nýlega hélt Menntamálastofnun samráðsfund með fulltrúum ungmennaráða. Tilgangur fundarins var að fá skoðanir ungmenna á ýmsum málefnum og verkefnum stofnunarinnar. Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Kristján Helgason og Inga Huld Ármann, mættu á fundinn, ásamt fulltrúum frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og sveitarfélaganna Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.

Sjá nánar

Myndbirting í fjölmiðlum

Í gær birtu nokkrir fjölmiðlar myndband sem sýndi líkamsárás gegn barni. Ljóst er að um er að ræða alvarlegt mál, þar sem börn eiga í hlut. Þó að andlit barnanna hafi verið hulin má ætla að auðvelt geti verið að þekkja þau. Umboðsmaður barna gagnrýnir umrædda myndbirtingu og skorar á fjölmiðla að fjarlægja myndbandið af vefsíðum sínum.

Sjá nánar