29. maí 2016

Krakkakosningar

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. þetta er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem fram kemur að börn eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og hafa áhrif á samfélagið.

Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 25. júní 2016 verða haldnar forsetakosningar á Íslandi og eru níu aðilar í framboði.

Því hafa KrakkaRÚV og umboðsmaður barna ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum.

Allir frambjóðendum skiluðu inn stuttu myndbandi til KrakkaRÚV til að kynna sig og svöruðu spurningum frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Þessi myndbönd verða sýnd í skólum ásamt kynningu á forsetaembættinu og í framhaldinu fá börn að kjósa sinn frambjóðanda. Núna á degi barnsins var opnaður sérstakur kosningavefur á KrakkaRÚV þar sem hægt verður að skoða myndböndin. Um leið fara fram kosningar og standa þær yfir í tvær vikur. Niðurstöður þessara kosninga verða kynntar í kosningasjónvarpi RÚV á kosninganótt.

Við vonumst eftir því að sem flestir grunnskólar taki þátt í þessu verkefni þannig að sem flestir krakkar fái tækifæri til að láta skoðun sína í ljós.

 

Rammi þar sem orðið forsetinn stendur

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica