Fréttir
Eldri fréttir: 2014 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti
Börn og innheimta
Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til banka og innheimtufyrirtækja þar sem hann minnir á að það má ekki beina innheimtu að börnum. Einnig er óheimilt að beina kröfu að fullorðnum einstaklingum vegna skulda sem stofnað var til fyrir 18 ára aldur.
Fátæk börn á Íslandi - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að á síðasta Náum áttum fundi vetrarins, miðvikudaginn 14. maí n.k., verður fjallað um málefni barnafátæktar á Íslandi.
Könnun um starfsemi frístundaheimila
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi um málefni frístundaheimila sem haldinn verður mánudaginn 12. maí 2014 kl. 8.00-10.45 í Hlöðunni, Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi.
Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð verður haldin í fjórða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014.
Ungt fólk og lýðræði - Ályktun
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Ísafirði 9.-11.apríl 2014, skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf.
Skilaboð frá börnum alkóhólista
Í dag, 10. apríl 2014, funduðu börn alkóhólista, sem skipa sérfræðihóp umboðsmanns barna, með ráðherrum til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Umboðsmaður barna vann verkefnið í samstarfi við SÁÁ en tilgangur þess var að ná fram röddum þeirra barna sem búa við alkóhólisma og heyra frá þeim hvað við sem samfélag getum gert til að bæta líf þeirra barna sem búa við þennan vanda.
Þátttaka barna í skoðana- og markaðskönnunum
Í ljósi breyttra viðhorfa til sjálfsákvörðunarréttar barna hefur umboðsmaður ákveðið að endurskoða álitsgerð embættisins um þátttöku barna í markaðs- og skoðanakönnunum og gefa hana út aftur.
Síða 7 af 10