Fréttir
Eldri fréttir: 2014 (Síða 8)
Fyrirsagnalisti
Ný skýrsla um fátækt barna
Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna skýrslu um fátækt barna á Íslandi og í Evrópu þriðjudaginn 15. apríl kl 12.00 - 13:00 í sal Austurbæjarskóla við Barónsstíg.
Námskeið um Barnasáttmálann í leikskólastarfi
Þann 26. apríl næstkomandi stendur UNICEF á Íslandi fyrir námskeiðinu Barnasáttmálinn í leikskólanum. Á námskeiðinu er kynnt nýtt námsefni UNICEF um vinnu með Barnasáttmálann innan leikskólans, hvort sem er í skipulagi starfsáætlana, innan starfsmannahópsins eða með börnum.
Peningagjafir til fermingarbarna
Börn eru ófjárráða upp að 18 ára aldri og er meginreglan því sú að þau ráða ekki yfir fé sínu. Þó er að finna undantekningar frá þessari reglu í 75. gr. lögræðislaga. Börn ráða nefnilega sjálf yfir peningum sem þau hafa unnið sér fyrir eða fengið að gjöf, þ.m.t. peningar sem fermingarbörn fá að gjöf.
Upptaka eigna í grunnskólum
Börn njóta eignaréttar eins og aðrir. Hvorki í lögum um grunnskóla né reglugerðum er að finna heimildir grunnskóla til að taka eignir af nemendum.
Barn í tveimur leikskólum
Þegar ákveðið er hvort barn eigi að dvelja jafnt hjá báðum foreldrum eiga hagsmunir þess að hafa forgang og vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.
Skýrsla um forvarnir gegn skaða af ásetningi
Í dag kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi. Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.
Tengsl feðra og barna – ábyrgð þátttaka og vernd
Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) stendur fyrir málstofu 27. mars kl. 12 til 14. Yfirskriftin er Tengsl feðra og barna – ábyrgð þátttaka og verður málstofan haldin í stofu 101 í Lögbergi.
Málþing um jafnrétti, staðalmyndir og leikskólastarf
Rannsóknasetur í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) stendur fyrir málþingi um jafnræétti í leikskólastarfi 27. mars kl. 13 til 16. Yfirskriftin er Að rýna með jafnréttisgleraugum: Leikskólastarf og staðalmyndir!
Úti alla nóttina... næturlíf og neysla - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er "Úti alla nóttina... næturlíf og neysla"
Síða 8 af 10