Fréttir
Eldri fréttir: 2014 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Barnaverndarþing í september
Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Framkvæmd breytinga á barnalögum
Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að fylgjast með því að þær breytingar sem gerðar voru á barnalögum í byrjun síðasta árs komi að fullu til framkvæmda.
Drög að frumvarpi til laga um Straumhvörf – sérhæfða þjónustumiðstöð
Vegna ábendinga og umfjöllunar á heimasíðu velferðarráðuneytisins ákvað umboðsmaður barna að óska eftir upplýsingum um fyrirhugaða sameiningu nokkurra stofnana í eina sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir fatlað fólk. Hinn 28. maí 2014 fékk umboðsmaður send frumvarpsdrög um Straumhvörf - sérhæfða þjónustumiðstöð, ásamt skýrslu verkefnisstjórnar um faglegan og fjárhagslegan ávinning af umræddri sameiningu. Umsögn sína sendi umboðsmaður barna með bréfi dags. 10. júní 2014.
Framkoma í starfi með börnum
Sem betur fer eru flestir þeir sem vinna með börnum góðar fyrirmyndir, sinna starfi sínu vel og hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Þó eru því miður of mörg dæmi um að fullorðnir einstaklingar komi illa fram við börn og niðurlægi þau jafnvel fyrir framan aðra.
Ekkert hatur
Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra.
Síða 6 af 10