19. maí 2014

Öryggisstaðlar fyrir leikvallatæki

VinirRólur á leikvöllum og skólalóðum eru yfirleitt útbúnar þannig að plasthólkar eru hafðir utan um keðjur eða reipi þannig að ekki er hægt að mynda lykkju.

Í verslunum er þó hægt að kaupa leiktæki með kaðlarólum sem geta valdið slysum á börnum og jafnvel dauðsföllum ef reipið nær að vefjast um háls barns. Mismunandi merkingar eru á þessum tækjum eftir því hvort notkun þeirra er heimil á leikvöllum og sameignalóðum eða einungis í einkagörðum. Kaðlarólur eru þrátt fyrir það jafnhættulegar hvar sem þær eru staðsettar.

Neyt­enda­stofa, Embætti land­lækn­is og umboðsmaður barna hafa nú farið fram á að evr­ópsk­um ör­ygg­is­stöðlum um slík­ar ról­ur verði breytt þannig að skylt verði að setja sérstaka hólka úr plasti utan um kaðla og keðjur í rólum þannig að ekki sé mögulegt að gera lykkju á reipið eða keðjuna.

Umboðsmaður barna hefur því sent bréf til General Product Safety Directive nefndarinnar í Brussel sem sér um ör­ygg­is­staðla á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Í dag, mánudag, mun forstjóri Neytendastofu sem sæti á í nefndinni fylgja málinu eftir í Brussel.

Frumkvæðið að þessu verkefni kemur frá aðstandendum fjögurra ára drengs sem lést þegar hann flæktist í kaðlarólu árið 2010.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica