Fréttir
Eldri fréttir: 2008 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Busavígslur í framhaldsskólum
Yfirleitt fara busavígslur í framhaldsskólum vel fram en í undantekningartilfellum virðast þessar innvígsluathafnir fara úr böndunum. Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að sjá til þess að komið sé fram við nýnema af virðingu á mannsæmandi hátt og tryggt sé að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna við busavígslur.
Skrifstofan lokuð í dag e.h.
Í dag, fimmtudaginn 24. júlí verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð frá hádegi. Þeim sem eiga erindi við umboðsmann er bent á að skilja eftir skilaboð á símsvara (s. 552 8999) eða senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is.
Tannlæknaþjónusta og talþjálfun fyrir börn
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur skrifað heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi enn verið gengið frá samningum milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélag Íslands annars vegar og Tryggingastofnunar og talkennara og talmeinafræðinga hins vegar um endurgreiðslu fyrir þjónustu sem þessir aðilar veita börnum.
Heilsa og lífskjör skólanema
Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.
Næring ungbarna á 5 tungumálum
Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna.
Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni
Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus", ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins.
Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof
Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 voru samþykktar á Alþingi þann 29. maí sl. Breytingarnar eiga við um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar. Breytingarnar tóku gildi 1. júní sl.
Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.
Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.
Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.
Síða 5 af 14