4. júlí 2008

Tannlæknaþjónusta og talþjálfun fyrir börn

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur skrifað heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi enn verið gengið frá samningum milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélag Íslands annars vegar og Tryggingastofnunar og talkennara og talmeinafræðinga hins vegar um endurgreiðslu fyrir þjónustu sem þessir aðilar veita börnum.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur skrifað heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi enn verið gengið frá samningum milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélag Íslands annars vegar og Tryggingastofnunar og talkennara og talmeinafræðinga hins vegar um endurgreiðslu fyrir þjónustu sem þessir aðilar veita börnum.

Í því sambandi vísar umboðsmaður á 24. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem segir að aðildarríki viðurkenni rétt barna til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar.

Sjá bréf umboðsmanns barna til heilbrigðisráðherra um talþjálfun fyrir börn, dags. 27. júní 2008.

Sjá bréf umboðsmanns barna til heilbrigðisráðherra um tannlæknaþjónustu fyrir börn, dags. 27. júní 2008.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica